Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
Íslenskur sjávar-
útvegur hefur þróast
frá því að vera frum-
stæð atvinnugrein í
eina þá fremstu á al-
þjóðavísu með sjálf-
bærum og skilvirkum
veiðum og vinnslu sem
einkennast af há-
tæknivæðingu. Þannig
hafa útflutnings-
verðmæti aukist þrátt
fyrir minnkandi afla.
Stórbætt nýting hefur
þar haft mikið að
segja auk meira afla-
verðmætis. Íslenskur
sjávarútvegur er í
raun einn arðbærasti
sjávarútvegur í heimi
og hin 758 þúsund
km² fiskveiðilögsaga
og atvinnustarfsemin
sem nýtir hana beint
eða óbeint máttar-
stólpi í íslensku efna-
hagslífi. Íslenskt sam-
félag hefur því tölu-
verðra efnahagslegra hagsmuna að
gæta við að viðhalda þeirri vel-
gengni sem sjávarútvegsfyrirtækin
í landinu hafa náð og stuðla að
áframhaldandi verðmætasköpun og
samkeppnishæfni þeirra á alþjóð-
legum vettvangi.
Þrátt fyrir framleiðniaukningu
og bætta afkomu hefur vöxtur í
veiðum og vinnslu staðið nokkuð í
stað. Sjálfbær nýting fiskistofna
setur þar atvinnuveginum skorður.
Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur
skapað traustan grunn fyrir arð-
bærni greinarinnar en nú stendur
hún frammi fyrir áskorunum í að
finna vaxtartækifæri og auka verð-
mætasköpun og á sama tíma þarf
að takast á við niðurskurð á kvóta.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa brugð-
ist við þessum áskorunum og fjár-
fest í uppbyggingu fiskeldis og vex
eldið hlutfallslega hraðast í heim-
inum hér á landi í dag. Atlantshafs-
laxinn er ein eftirsóttasta sjávar-
afurð í heimi í dag og er laxinn
sem alinn er við Ísland
alfarið fluttur út heill;
um 98% af þeim
46.000 tonnum af laxi
sem slátrað var í
fyrra, og að mestu
seldur af norskum
fyrirtækjum.
Markaðssetning
situr á hakanum
Eitt sem situr á
hakanum í framþróun
sjávarútvegs og fisk-
eldis er áhersla á
markaðssetningu og
neytendamiðaða sölu á
íslenskum sjávar-
afurðum sem slíkum.
98% sjávarafurða eru
flutt út ár hvert. Samt
er ekki neitt íslenskt
„brand“ eða uppruna-
merking sem skarar
fram úr öðrum sem
neytendur þekkja.
Síðan sölusamtökin
hættu starfsemi hafa
tilraunir til þess að
markaðssetja sameig-
inlega ekki tekist sem
skyldi.
Í nýrri skýrslu Sjávarklasans er
athyglinni beint að þessu og hvern-
ig nýta má tækifæri til verðmæta-
sköpunar með sameiginlegri mark-
aðssetningu íslensks uppruna. Rætt
var við hóp fólks í tengslum við
sjávarútveg og markaðsmál og er
ljóst að álit viðmælenda er að
ávinningur hlýst af slíku. Sameig-
inlegt átak er þegar hafið og eru
það góðar fréttir. Hins vegar hafa
framleiðendur verið hikandi í að
taka þátt og treysta á ávinning af
slíku átaki og fjármagn því verið
takmarkað. Því hefur ekki tekist að
marka framtíðarstefnu í markaðs-
setningu íslenskra sjávarafurða,
ennþá.
Hnattvæðing hefur breytt lands-
laginu og er minni áhersla á að-
greiningu milli uppruna og jafnvel
tegunda á fiskmörkuðum þar sem
síharðnandi samkeppni ríkir.
Hvorki íslenskur sjávarútvegur né
fiskeldi munu hafa samkeppnis-
yfirburði í magni né tegundum í
þessu umhverfi. Á sama tíma eru
kröfuharðir neytendur og veitinga-
hús tilbúin að borga meira fyrir
ferskleika, sjálfbærnivottanir og
ekki síst uppruna. Sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa tryggt það að ís-
lenskar sjávarafurðir búa yfir
fjölda jákvæðra eiginleika og eru
þær eftirsótt vara sem yfirleitt er
ekki erfitt að selja. En flestir eru
sammála um að íslenskar sjávar-
afurðir eigi hér töluvert inni.
Í síðustu auglýsingaherferð var
sjávarútveginum léður ævintýra-
blær og álfar og huldufólk í brenni-
depli. Er það vel, ljóst er að íslensk
menningararfleifð vekur áhuga er-
lendis á landi og þjóð. En huldu-
fólkið sem ætti að einblína á er er-
lendir neytendur. Framleiðendur
hafa ekki talað við þá með mark-
vissum hætti en hafa léð erlendum
milliliðum með sterk tök á verð-
lagningu að mestu það samtal.
Tækifærin felast í því að kynna
íslenskar sjávarafurðir fyrir fram-
tíðarneytendum með vel ígrund-
uðum og skipulegum hætti og sýna
fram á það hvers vegna íslenskur
uppruni eigi að vera hátt verðlagð-
ur. Hér þarf hugrekki til að starfa
betur saman og móta langtíma-
stefnu, því til þess þarf margfalt
meira fjármagn en hefur verið sett
í slíkt hingað til.
Eftirtektarverðan árangur og
arðbærni sjávarútvegs má að miklu
leyti þakka kröftugu hugviti. Verð-
mæti hafa skapast í fyrirtækjum í
sjávarútvegi og stoðgreinum hans
með áralöngum rannsóknum og
fjárfestingu í nýjungum sem áður
höfðu ekki sannað gildi sitt. Nú
blasir við að nýta slíkar venjur til
að hámarka huglægt virði sjávaraf-
urða með því að fjárfesta í mark-
aðssetningu til langs tíma. Það er
veikasti hlekkurinn í dag. Gaman
væri að ímynda sér ef sjávar-
útvegsfyrirtæki hefðu um nokkurt
skeið tekið frá stærri hluta af veltu
og sett í markaðssetningu og sölu
með langtímahugsun að leiðarljósi.
Sjávarútvegurinn er þegar í
fararbroddi hvað varðar framleiðslu
og sé vilji til að halda þeirri stöðu
ætti Ísland að leiða þróun á sjálf-
bærri og umhverfisvænni fram-
leiðslu sjávarafurða og markaðs-
setja í hæsta gæðaflokk. Við höfum
ekki efni á öðru en að kappkosta
það að fá hæsta markaðsvirðið fyr-
ir þá úrvalsvöru sem framleidd er
úr náttúruafurðum okkar og til
þess þarf að kynna íslenskar sjáv-
arafurðir með krafti fyrir umheim-
inum.
Hvers virði er uppruni
íslenskra sjávarafurða?
Valgerður
Árnadóttir
»Mikilvægt er
að sjávar-
útvegur og fisk-
eldi auki heild-
arvöxt með því
að nýta sér ís-
lenskan uppruna
á uppbyggilegan
máta en ekki á
kostnað hans.
Valgerður Árnadóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur.
valgerdur@sjavarklasinn.is
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
JEPPABREYTINGAR
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
SÉRPANTANIR
RYÐVÖRN
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Forsýning verka í Fold uppboðshúsi
og á vefnum uppbod.is
PERLUR Í
ÍSLENSKRI MYNDLIST
uppboði lýkur mánudaginn 24. október
Á UPPBOÐ.IS
Tolli
Gunnlaugur Blöndal
Opið alla helgina
kl. 12-16
Það sverfur til stáls í innflytjenda-
málum og farið er að ræða stað-
reyndir þótt einhverjir haldi enn í
orðhengilshátt og reyni tilfinninga-
trixin.
Andstæðingar breytinga hafa kall-
að þær mannfjandsamlegar, en
spyrja má hvort ástandið núna sé
ekki þjóðfjandsamlegt og hvort þessu
fólki sé alveg sama hvort íslensk þjóð
verði til áfram eða hvort skipta eigi
um þjóð í landinu!
Þó vita menn nákvæmlega að
straumi innflytjenda fylgja risa-
vandamál sem við ráðum hreint ekki
við, hvorki í bráð né lengd.
Ef mönnum er sjálfrátt hlýtur til-
gangurinn helst að vera að slæma
höggi á stjórnina og koma sjálfum sér
til valda, þó að það kosti niðurbrot á
lífskjörum, heilbrigðismálum og vel-
ferð ungra sem aldinna.
Þetta sjónarmið er ósamboðið vel-
meinandi stjórnmálamönnum, þótt í
stjórnarandstöðu séu, en er auðvitað
trúandi á stjórnleysingja, sem hér
hafa náð meiri áhrifum en annars
staðar í álfunni.
Nú er komið að úrslitastund, látum
ekki mannasmyglara hafa síðasta
orðið!
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Getur þeim verið alvara?
Morgunblaðið/Eggert
Keflavíkurflugvöllur Margir leita hælis á Íslandi.