Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire 95% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ferill Heklu hefur alla tíð farið frekar lágt en við sem vitum vitum. Hekla hefur allt frá árinu 2014 gef- ið út plötur sem hafa verið virki- lega tilkomumiklar, hvar hún hegg- ur út hljóðheim sem er í senn dulúðugur og ægifagur. Þeremínið, það furðuhljóðfæri, miðlægt en allt í kring myrk, seiðandi og göldrótt hljóð sem styðja við afar kræsilega framvindu, hljóðheimur sem setur þig ítrekað á bríkina. Hekla vex með hverri útgáfu, ég skrifaði síð- ast um Sprungur (2020), sex laga plötu, en nú er það Xiuxiuejar, plata sem fékk blaðamenn The Guardian til að stilla henni upp sem samtíma- tónlist mánaðar- ins (þess má geta að sjálf PJ Har- vey setti lag með Heklu inn á laga- spottann sinn í kringum útgáfuna á Sprungum og BBC fékk hana auk- inheldur í viðtal þá). Farið lágt sagði ég. Hekla sjálf er ekki beint galandi á torgum er plötur hennar koma út, umtalið ferðast að mestu leyti um neðan- jarðarkreðsur en ég veit fyrir víst að nafn hennar er að komast á æ fleiri varir. Hún gefur nú út hjá Phantom Limb í Brighton og dúkk- ar líka reglulega upp í samstarfs- verkefnum, hvort sem er með Sól- eyju, Ásu Dýradóttur (Mammút), Með algert tangarhald Ljómi Ferill Heklu, sem spannar brátt tíu ár, er einkar áhugaverður. Lilju Maríu Ásmundsdóttur eða gamla félaga sínum úr brimbretta- sveitinni Bárujárni, Sindra Frey Steinssyni. Hún hefur þá verið til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna og fyrir fyrstu plötuna (Hekla, 2014) fékk hún Kraums- verðlaun, viðurkenningu sem hún segir að hafi hvatt sig áfram á þessari braut. Xiuxiuejar þýðir að hvísla á katalónsku en Hekla hefur dvalið langdvölum í Barcelona og var alin þar upp. Hekla blandar saman þeremínhljóðum og sellói en syngur einnig á plötunni. Hörður Bragason leikur á orgel, Óttarr Proppé syng- ur í einu lagi og áðurnefndur Sindri Freyr og Arnljótur Sigurðsson spila á flautur. Eins og segir: list Heklu verð- ur betri, framsæknari og öruggari með hverri útgáfu. Hver plata er straumlínulagaðri en sú síðasta en á þessari býður hún okkur þó upp á vissa fjölbreytni þó að grunnstoð- irnar séu sem fyrr gotneskt bundn- ar skuggamyndir; dökkir, krómaðir og drungalegir tónar og ómar. Hryllingsmyndahugrenningatengsl eðlilega, hljóðfærið er þannig, en Hekla stýrir þessu einnig í þær átt- ir á vissan hátt. David Lynch á bak við mixerinn (já, ég nota öll tæki- færi sem ég hef til að koma þessum meistara inn í skrif mín) og Nos- feratu hjálpar til. Það eru seiðlæti og dulmögn, lög sem skríða áfram í hægð en það er og reynt á þanþol. Það ískrar í „Enn og aftur“, líkt og það sé verið að draga klóru eftir stálfleti eða nögl eftir skólatöflu. Óþægilegt. Og það viljandi. „Ris og rof“ heitir eftir samnefndri stuttskífu hennar (2016) sem ég finn hvergi á netinu núna og ég man því hreinlega ekki hvort þetta lag er þar eða hvort það heit- ir bara sama nafni (leiðréttingar sendist í póstfang). En hér er a.m.k. glæst óhljóðaverk, virkilega vel samið og útsett og minnir pínu á Klöru Lewis sem ég sá á Ext- reme Chill-hátíðinni fyrir stuttu. Með þessu „lagi“ er Hekla aðeins að reyna á okkur og sjálfa sig og þetta er leið sem gefur ýmislegt til kynna, hugsanlega útvíkkun á hljóðheiminum í framhaldinu, hver veit. Já, hver veit? Í öllu falli hefur Hekla fyrir löngu sannað sig sem ein af merkustu tónlistarkonum okkar í dag. Það er bara þannig. Og ekki öðruvísi. » Það eru seiðlæti og dulmögn, lög sem skríða áfram í hægð en það er og reynt á þanþol. Ný plata þeremín- leikarans og hljóðarki- tektsins Heklu Magnúsdóttur heitir hinu magnaða nafni Xiuxiuejar. Pistilritari kastaði sér fagnandi á hljóðbylgjurnar. Málþingið Vísi- tasíur: Listir, umboð og inn- gilding, verður haldið í dag kl. 13-19 í Lista- safni Reykjavík- ur í Hafnarhúsi. Er það loka- hnykkur á verð- launaverkefni Bryndísar Snæ- björnsdóttur og Marks Wilsons Ísbirnir á villigötum og sérstakir boðsgestir verða listamennirnir Mark Dion og Terike Haapoja sem einnig skrifa í nýútkomna bók Bryndísar og Marks, Óræð lönd. Þau munu fjalla um verk sín og ræða sameiginlegar og ólíkar nálganir til listsköpunar og umhverfisins og öll fjögur munu þau ræða hugmyndir sínar um getu listarinnar til að hrófla við hlutum af leikgleði, hreyfa við valdakerfum og koma á breytingum á krísutímum. Frek- ari upplýsingar á finna á lista- safnreykjavikur.is. Lokahnykkur á verðlaunaverkefni Bryndís Snæbjörnsdóttir Myndlistarmað- urinn Árni Már Erlingsson opn- ar í dag kl. 16 sýninguna Öldur aldanna – út- fjara í galleríinu Listamönnum, Skúlagötu 32. „Verkin á sýn- ingunni má segja að séu eins konar lokahóf eða hápunktur þessa tímabils sem Árni Már hefur dvalið í,“ segir um sýninguna á Facebook og því megi segja að hún sé kveðja við ákveðið tímabil, öldurót, lokapunktur við períódu. Ölduskil og útfjara. Um málverk Árna Más segir að þau beri með sér óræða hreyfingu og einkennist af afmörkuðum lita- strendingum sem blandist við sam- fléttaðar formgerðir sem eigi til- urð sína í spunatengdum innsæisteikningum. Eins konar lokahóf eða hápunktur Árni Már Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.