Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Engjavellir 5, 221 Hafnarfirði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Falleg 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli með sérinngangi. Útgengið úr stofu á sólpall með frábæru útsýni Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 61.900.000 kr. Stærð 87,7 m2 H ugtökin þrjú í fyrirsögninni er að finna í íslensku tungumálalög- unum frá 2011. Þar segir í 10. grein: „Mál það sem er notað í starf- semi ríkis og sveitarfélaga eða á vegum þeirra skal vera vandað, einfalt og skýrt.“ Það er sjálfsögð krafa til stjórnvalda að málfar sé skýrt og skiljanlegt í öllu regluverki um réttindi og skyldur borgaranna. Fyrir- tækjum í miklum samskiptum við almenning, t.d. tryggingafélögum, gagnast einnig að huga að skýrleika í allri framsetningu þótt ekki sé sú krafa til einka- aðila lögfest. Vísa má til sam- keppnishæfni, kynningar og almannatengsla, að ógleymdri heilbrigðri skynsemi og sam- félagsábyrgð. Alþingi og forsætisráðu- neytið hafa löngum hvatt til skýrrar málnotkunar í opin- berum gögnum, sbr. leiðbeiningar í Reglum um frágang þingskjala og prentun umræðna (Alþingi 1988) og Handbók um undirbúning og frágang laga- frumvarpa (forsætisráðuneytið 2007). Viðleitnin er ekki ný af nálinni. Á vef Þjóðskjalasafnsins er pistill um uppkast að konunglegri tilskipun á íslensku um fiskveiðar og verslun (1776). Breytingar í skjalinu sýna að reynt var að gera textann skiljanlegri þeim sem myndu heyra hann lesinn upp á manntals- þingum, t.a.m. varð yfirbevísaður að sannfærður o.s.frv. Lagaákvæðið um skýrt mál gæti endurspeglað útbreidda hugmynd í mál- samfélaginu um óskýra opinbera texta og stofnanamál og að úrbóta væri þörf. Sú skoðun hefur verið sett fram að tilkoma ákvæðisins 2011 eigi að hluta til sömu rætur og umræður eftir efnahagshrunið 2008 um nauðsyn aukins gagnsæis í stjórnsýslu. Þá mátti m.a. heyra raddir um að lög og reglur yrðu að vera á venjulegri íslensku sem fleiri en lögfræðingar gætu botnað í. En vísast má lagaákvæðið 2011 um skýrt mál þó einfaldlega helst rekja til þess að við gerð frumvarpsins var höfð hliðsjón af sænsku lögunum frá 2009. Þar segir í 11. grein: „Språket i offentlig verksamhet ska vara vårdat, enkelt och begrip- ligt.“ Rannsókn á því hvernig almenningi gengur að skilja dæmigerða löggjöf (sjá grein í Orði og tungu 2022) benti til þess að fólk skildi inntakið að langmestu leyti. Sumir þátttakendur áttu þó til að efast um eigin skilning á því sem þeir lásu svart á hvítu. Þegar einhverjum gekk treglega að komast í gegnum til- tekna lagagrein fólst vandinn helst í tvennu. Annað voru langar málsgreinar með aukasetningum, og hitt voru viss lögfræðiorð (t.d. varnarþing), ásamt gömlu orðfæri á borð við firnari niðji („afkomandi sem er fjarlægari að ættar- tengslum“). Í erfðaþætti Grágásar er t.a.m. fjallað um nánustu niði og firnari menn. Þótt hér sé góður vitnisburður um samfellu í íslensku lagamáli kárnar gamanið ef fólk vill kanna réttindi sín en strandar á orðafari sem er handan við daglegt tungutak. Hér kemur gjaldfrjálsa vefgáttin málið.is að góðu haldi. Þar tekur örskotsstund að finna og fræðast um varnarþing, firnari og niðja. Vandað, einfalt, skýrt Tungutak Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is Frá 18. öld Handrit að konunglegri tilskipun 1776 ber með sér að reynt hafi verið að gera textann skiljanlegri alþýðu manna. U mræðan um hælisleitendur hefur verið hættuleg og skaðleg að undanförnu,“ sagði Sigmar Guð- mundsson, þingmaður Viðreisnar, á alþingi mánudaginn 17. október. Hvers vegna vill þing- maðurinn ekki að viðruð séu ólík sjónarmið í þessum mála- flokki eins og öðrum? Upplýst er að Helga Vala Helgadóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, og Sigríður Hagalín, frétta- maður á ríkisútvarpinu, héldu að hingað streymdu hælisleit- endur frá Venesúela af því að Ísland væri fyrsta Schengen-landið fyrir þetta fólk „að vestan“. Fólkið kemur þó hingað frá meginlandi Evrópu, langflest í gegnum Mad- rid. Upplýst er að úrskurðarnefnd útlendingamála veitir Venesúelum sérstaka stöðu, í landi þeirra sé „alvarlegt efna- hagsástand þar sem laun [dugi] ekki til að uppfylla grunn- þarfir almennings í landinu, skortur á hreinu drykkjarvatni, há glæpatíðni …“ Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður sagði 14. október í Morgunblaðsgrein að með úrskurðinum tæki nefndin „sér bæði lagasetningar- og fjárveitingavald“. Efnahagsvandi heimsins yrði ekki leystur, ekki einu sinni minnkaður, með því að skil- greina efnalítið fólk sem flóttamenn. Og vandi flóttamanna ykist auðvitað með útþynningu hugtaksins. Það sæi hver maður með heila hugsun. Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra segir að við veitum Vene- súelum „viðbótarvernd og göngum miklu lengra en nokkur önnur Evr- ópuþjóð því viðbótarvernd er vernd til fjögurra ára með miklu meiri félagslegum réttindum en nokkur önnur þjóð í Evrópu veitir. Meiri en Spánn sem veit- ir vernd á grundvelli mannúðarmála til eins árs með miklu takmarkaðri réttindum“. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar hefur ýtt undir stjórn- leysi í málaflokknum þótt það sé rétt hjá Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra að stofnanir og nefndir starfi í sam- ræmi við lögbundið skipulag. Það gerir réttarkerfið líka. Undir lok september 2022 var kveðinn upp héraðsdómur í máli sem hófst í október 2018 þegar Sýrlendingur afhenti fölsuð skilríki við komu til lands- ins. Eftir málavafstur í fjögur ár var hann dæmdur sekur, hlaut 30 daga skilorðsbundna fangavist. Þetta ófremdarástand er næsti bær við stjórnleysi. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sótti fund flóttamannanefndar Evrópuráðsins í Grikklandi. Hann fræddi alþingismenn 19. október um að embættismaður Sameinuðu þjóðanna teldi flóttamannabúðir í Grikklandi standast evrópska staðla. Hafnaði hann með öðrum orðum hryllingssögum íslenskra þingmanna um stöðu flóttamanna í Grikklandi. Birgir lýsti heimsókn í móttökustöð þar sem flóttamenn dvelja í þrjá til fjóra daga þar til þeir fá skilríki. Þaðan fara þeir í aðrar búðir í þrjá til 12 mánuði meðan mál þeirra eru til skoðunar. Þar ríkir ferðafrelsi. Telur Birgir „eftir þessa upplýsandi ferð að flóttamenn í Grikklandi búi við mann- sæmandi aðstæður“. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði um útlendingastefnu Dana eftir kynningar- fundi þeirra: „Því miður fannst mér það einkenna allt þeirra tal um málaflokkinn, eins og það væri verið að bjarga dýra- hjörð en ekki að taka á móti manneskjum.“ Hún móðgar hiklaust bæði Dani og þá sem leita hælis hjá þeim. Ný borgaraleg ríkisstjórn í Svíþjóð boðar stefnu í útlend- ingamálum að danskri fyrirmynd. Jyllands-Posten segir í leiðara ekki skrýtið að Svíar taki sér tak í málaflokknum. Tíðni morða í Svíþjóð sé meiri en annars staðar í Evrópu. Glæpagengi, aðlögunarvandi inn- flytjenda og skautun ríki nú í þjóðfélagi sem áður var talið öruggt sem folkehemmet. Hreinræktuð glæpamennska sé hin hliðin á sænsku medalíunni sem allt of lengi hafi verið fegruð með lygum, einnig af fjöl- miðlum. Einu besta og einsleitasta samfélagi í heimi hafi verið unnið tjón af stjórnmálamönnum sem þurftu ekki sjálfir að gjalda fyrir að gera tilraun með Svíþjóð sem mannúðlegt stórveldi. Af einskærri góðmennsku hafi venjulegum Svía verið leyft að súpa seyðið af því. Þeir sem tala nú eins og leita eigi fyrirmyndar íslenskrar útlend- ingastefnu og löggjafar í úreltum reglum í Svíþjóð ættu að færa sig inn í samtímann. Sigmar Guðmundsson spurði Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, á alþingi 17. október „hvort honum hugnist hugmyndir um harðari innflytjendastefnu að danskri fyrirmynd“. Viðreisnarþingmanninum bauð við dönsku stefnunni en Sigurður Ingi sagði framsóknarmenn þeirrar skoðunar að við ættum að horfa til Norðurlandanna í þessu efni, að vera með sambærilegt regluverk og þar. Það væri „skynsamlegt til þess að við séum með sambærilegar niðurstöður“. Hann vildi þó ræða málið nánar áður á vettvangi ríkisstjórn- arinnar. Sigmar sagði móðgaður í þingsalnum 18. október: „Ég spurði svo formann Framsóknarflokksins um afstöðu hans til málsins í gær og fékk ákaflega framsóknarlegt svar sem var efnislega svohljóðandi: Ég svara því seinna.“ Helga Vala tók undir orð Sigmars sem „auðmjúkur þing- maður“ og leitaði „ásjár forseta“ vegna óljósra svara for- manns Framsóknarflokksins. Í Dagmálum Morgunblaðsins 19. október var Sigmar spurður hvað Íslendingar gætu tekið á móti mörgum hæl- isleitendum og hvað það mætti kosta. Því vildi hann ekki svara þar og þá. Hann fór að dæmi Sigurðar Inga sem hann hafði þó fordæmt. Þeir sem hafa illa grundaðan málstað kvarta undan um- ræðum um útlendingamál. Þannig er komið fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu. Stuðningur við málflutning Jóns Gunnarssonar eykst, það er hvorki skaðlegt né hættulegt. Útlendingamál í nýjan farveg Það er hvorki viðunandi að opna landið vegna afleiðinga sósíalisma í Venesúela né með því að taka fjögur ár til að rannsaka og dæma um fölsuð ferðaskilríki. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Eftir að ég hafði setið þing Mont Pelerin-samtakanna í Osló 4.-8. október 2022 hélt ég til Wroclaw í Póllandi, þar sem ég tók þátt í starfshópi Evrópuvettvangs um minningu og samvisku um, hvernig minnast mætti fórnarlamba alræð- isstefnu nasista og kommúnista. Notalegur miðaldablær er yfir mið- borginni, en ég tók eftir því, að mörg fallegustu húsin eru frá því, að henni var stjórnað frá Vín og hét Breslau. Prússar lögðu hana undir sig á átjándu öld. Eftir seinni heimsstyrj- öld hröktust tíu milljónir þýskumæl- andi manna frá löndum Mið- og Austur-Evrópu til Þýskalands í stærstu fólksflutningum sögunnar. Í Wroclaw sagði ég frá því, hvern- ig við höfum minnst fórnarlamba al- ræðisstefnunnar á Íslandi. Við höf- um haldið nokkra fundi og ráðstefnur, þar sem merkir fræði- menn hafa talað, meðal annarra pró- fessorarnir Bent Jensen og Niels Erik Rosenfeldt frá Danmörku, Øy- stein Sørensen frá Noregi og Stéph- ane Courtois frá Frakklandi. Court- ois var ritstjóri Svartbókar komm- únismans, sem ég sneri á íslensku árið 2009. Jafnframt höfum við endurútgefið mörg rit, sem komið hafa út á ís- lensku um alræðisstefnuna, svo að þau verði aðgengileg ungu fólki: Greinar um kommúnisma eftir Bertrand Russell, Konur í þrælak- istum Stalíns eftir Elinor Lipper og Aino Kuusinen, Úr álögum eftir Jan Valtin (Richard Krebs), Leyniræðan um Stalín eftir Níkíta Khrústsjov (ásamt erfðaskrá Leníns), El cam- pesino – bóndinn. Líf og dauði í Ráð- stjórnarríkjunum eftir Valentín González, Örlaganótt yfir Eystra- saltslöndum eftir Ants Oras, Eist- land. Smáþjóð undir oki erlends valds eftir Andres Küng, Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti, Ráðstjórnarríkin: Goðsagnir og veruleiki eftir Arthur Koestler, Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsj- enko, Nytsamur sakleysingi eftir Otto Larsen, Til varnar vestrænni menningu eftir sex íslenska rithöf- unda og Framtíð smáþjóðanna eftir Arnulf Øverland. Skrifa ég formála og skýringar við þessi rit. Þau eru öll aðgengileg endurgjaldslaust á net- inu. Böðlar alræðisins drápu jafnan tvisvar, fyrst með kylfunni, síðan þögninni. Við getum að minnsta kosti rofið þögnina. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Wroclaw, október 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.