Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 N ýtt verk Elísabetar Jök- ulsdóttur, Saknaðar- ilmur, helst að mörgu leyti í hendur við hennar síðasta verk Aprílsólarkulda, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in árið 2020. Verkin tala saman þó að þau séu um margt ólík. Í Aprílsólar- kulda var frásögnin af sögupersón- unni Védísi í þriðju persónu en í Saknaðarilmi færist frásögnin yfir í fyrstu per- sónu. Frásögn- inni er skipt niður í fleiri styttri og ljóðrænni kafla öfugt við þá óreiðu sem ríkti í hugarheimi Védísar í lengri köflum Aprílsólarkulda. Frásögnin flakkar þó fram og til baka í tíma en er þrátt fyrir það auðlesnari en bókin Apríl- sólarkuldi, að mati gagnrýnanda. Í Saknaðarilmi segir frá sambandi sögumanns, sem er freistandi að fella saman við höfundinn sjálfan, við móður sína og dauða hennar. Sögumaður lýsir sömu andlegu veik- indum og Védís glímir við í Apríl- sólarkulda, en Elísabet hefur sjálf upplýst að Védís sé í raun hún sjálf í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni árið 2020. Þá er bókin í raun kirfi- lega staðsett í þeim raunveruleika, þar sem gjarnan er vísað í ýmsar þekktar dagsetningar, fjölskyldu- meðlimi Elísabetar og verk móður hennar. Því má í raun flokka Sakn- aðarilm sem einhvers konar skáld- ævisögu, líkt og verkið Aprílsólar- kulda. Textar mæðgnanna mynda tákn- rænt samband í bókinni en um leið ákveðna margröddun, þar sem þeim ber ekki alltaf saman um einstök atriði. Gott dæmi um slíkt er þegar sögumaður kemst í dagbók móður sinnar, eftir hennar dag, sem lýsir upplifun hinnar síðarnefndu af veik- indum dóttur sinnar. Þessi marg- röddun er að mati gagnrýnanda afbragðs leið til að sviðsetja flókið samband mæðgnanna, sem er aftur kjarni frásagnarinnar allrar. Marg- röddunin verður svo í raun nokkurs konar tónverk mæðgnanna sem vís- ar til margbreytileika sjálfsins og rauna þess, þegar höfundur skrifar á blaðsíðu 109: „Eitt sinn á fullorðinsárum kom ég um kvöld til mömmu og sagðist uppgefin á því hvað ég breyttist eftir því við hvern ég talaði, mamma varð yfir sig undrandi: Hvað á þetta að þýða, auðvitað og sem betur fer breytistu eftir því við hvern þú talar. Þetta er einsog tónlist; þetta lag verður til þegar þú talar við þennan og annað lag verður til þegar þú tal- ar við einhvern annan. Það er mis- munandi tónlist á milli fólks. Í einu vetfangi breyttist ég úr því að vera óviss karakter í að sjá heiminn allan eins og tónverk.“ Móðir Elísabetar hafði sterkar taugar til Mið-Austurlanda. Hún skrifaði bækur um menningu þeirra þjóða og fór reglulega í ferðir aust- ur. Í Saknaðarilmi er að finna mynd- ir af Saddam Hussein og Assad Sýr- landsforseta sem prýddu veggi móðurinnar, saffranilm, litríkt silki og ýmsa slíka muni sem skapa sér sérstakan sess í frásögninni. Þetta minnir um margt á hvernig við minnumst látinna ástvina – við hugs- um til svipmynda, lita og ilms sem minna okkur á viðkomandi. Hver manneskja getur því samsamað sig sögumanni sem lýsir tilfinningu sem við þekkjum öll – söknuði. Áföll sögumannsins, eins og fráfall móður hennar, eru hlutgerð í sög- unni og staðsett í ýmsum hlutum lík- amans. Til dæmis í „maganum“ eða í „píkuveggjunum“. Gagnrýnanda fannst þetta afar áhugaverð nálgun á tráma og í takt við samfélags- umræðu samtímans um líkamleg áhrif áfalla, líkt og Bessell van de Kolk skrifar um í bók sinni The Body Keeps the Score frá 2014. Slík- ar hugmyndir hafa rutt sér til rúms innan bókmenntafræðinnar og myndmál höfundar því bæði nýstár- legt en einnig lýsandi fyrir þessa til- finningu sem við þekkjum öll – kökkur í hálsi og steinn í maga. Í Saknaðarilmi eiga mæðgurnar erfitt með að mynda tengsl sín á milli og spila arfleidd áföll þar stórt hlutverk. Brostin sambönd mæðgna sem sögumaður fjallar um í kafl- anum Tvær gamlar konur í feðra- veldinu þegar hún segir: „Tvær kon- ur að eyðileggja hvor aðra, móðir og dóttir, eyðilegging innan frá.“ (bls. 76.) Hinar brostnu forsendur eru því aldagamlar og fornar og ekki aðeins uppspretta einfalds samskipta- vanda. Höfundur setur hugmynd þessa fram á myndrænan hátt þegar sögumaður veltir fyrir sér hvort þykk flauelsgluggatjöld ömmu hennar sem hangið hafa í gluggan- um í þrjátíu ár hafi byrgt sér og móður sinni sýn. Tengsl mæðgnanna eru ekki einföld, líkt og flest í þess- um heimi, og minnist sögumaður móður sinnar bæði með trega og sársauka. Þó svo að móðirin hafi á tímum verið sögumanni ósanngjörn talar sögumaðurinn líka um að viss- ar ákvarðanir móðurinnar, eins og að svipta sögumann sjálfræði og leggja hann inn á geðdeild, hafi í raun bjargað lífi hennar, eftir á að hyggja. Að mati gagnrýnanda er hér um að ræða afbragðsverk, jafnsterkt, ef ekki sterkara en Aprílsólarkuldi, sem sýnir flókið samband mæðgna sem mörg geta samsamað sig við. Saknaðarilmur er kraftmikil og falleg en á sama tíma nístandi og hörð ádeila á samfélagið sem mótaði félagslegar fyrirmyndir okkar. Í kraftmikilli lokalínu bókarinnar kjarnar höfundur efni bókarinnar á listilegan hátt: „[…] og ég skil það allt í einu þegar ég skrifa þessa bók, að til þess að við næðum sambandi hefði heilt samfélag þurft að breyt- ast.“ (Bls. 134.) Morgunblaðið/Ásdís Afbragðsverk „Að mati gagnrýnanda er hér um að ræða afbragðsverk, jafnsterkt, ef ekki sterkara en Aprílsólarkuldi,“ segir meðal annars í gagn- rýni um nýútkomna bók Elísabetar Jökulsdóttur, Saknaðarilm. Margröddun mæðgna snertir hjartarætur Skáldsaga Saknaðarilmur bbbbm Eftir Elísabetu Jökulsdóttur. JPV 2022. 138 bls. innbundin. INGIBJÖRG IÐA AUÐUNARDÓTTIR BÆKUR Á sjöunda áratugnum skap- aði viðreisnarstjórnin festu í íslenskum stjórnmálum. Tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokksins sat frá 1959 til 1971. Þjóðfélagið breyttist og samskipti við aðrar þjóð- ir tóku nýja stefnu. Við myndun stjórnarinnar átti þjóðin í harðri deilu við Breta vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómílur. Fyrsta vinstri stjórn lýð- veldistímans færði lögsöguna út 1. september 1958. Viðreisnar- stjórnin leysti deiluna og kom á friði á fiskimið- unum með sátt við Breta sem alþingi samþykkti 9. mars 1961 með 33 atkv. gegn 27. Bretar viðurkenndu 12 mílna lög- söguna. Breskir togarar fengu tíma- bundnar veiðiheimildir. Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir að hún mundi vinna áfram að útfærslu fiskveiðilögsög- unnar en ágreiningi um hugsanlegar aðgerðir skyldi vísa til Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Íslendingar fögnuðu sigri í Ice- save-málinu 28. janúar 2013 þegar EFTA-dómstóllinn dæmdi þeim í vil. Í umræðum um málið töldu áhrifa- miklir álitsgjafar engan dómstól geta leyst málið, Íslendingar yrðu einfald- lega úrhrak meðal þjóða heims yrðu þeir ekki við kröfum bresku ríkis- stjórnarinnar og greiddu Icesave- skuldina. Vegna aðildar að EES- samstarfinu tókst að skjóta málinu til alþjóðlegs dómstóls og hafa sigur. Sannaðist þar enn að alþjóðasamstarf reist á lögum er besta vörn smáþjóða. Guðni Th. Jóhannesson ræðir eðli- lega mikið um samninginn við Breta í bók sinni Stund milli stríða – saga landhelgismálsins, 1961-1971. Hann er hallur undir þá skoðun að ekki hefði átt að nefna málskot til Alþjóða- dómstólsins í sáttargjörðinni. Er þetta leiðarstef í frásögn hans. Eiríkur Kristófersson, þjóðkunnur skipherra og hetja í landhelgisbarátt- unni, studdi eindregið samkomulagið við Breta í samtali við Morgunblaðið. Guðni Th. vitnar til þeirra orða og segir: „Blaðamaður lætur vera að spyrja um málskotið til Haag.“ (83) Milli lína: afstaða Eiríks kynni að hafa orðið önnur hefði hann verið spurður um málskotið. Um það veit enginn. Ég var nokkru síðar skipverji um borð í Óðni undir stjórn Eiríks. Þá gramdist gæslumönnum sakaruppgjöf bresku landhelgisbrjótanna sem náðst höfðu, oft við hættulegar aðstæður. Mál- skotið var þeim ekki ofarlega í huga. Guðni Th. nefnir nokkrum sinnum að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, Gísli Jónsson og Pétur Ottesen, hafi verið ósáttir við samkomulagið. Pétur hætti á þingi 1959. Gísli greiddi atkvæði með samkomulaginu. Þá segir höfundur frá samtali sínu árið 2019 við sjálfstæðismann í hópi Öldungaráðs Landhelgisgæslunnar í móttöku á Bessastöðum. Segist Guðni Th. viss um „að mjótt hefði orðið á munum meðal þjóðarinnar, rétt eins og raun var á þingi. Mig grunar að samningurinn hefði jafn- vel verið felldur.“ (132) Miðað við margar atkvæðagreiðsl- ur á þingi um umdeild mál er ekki unnt að segja að mjótt sé á munum þar þegar atkvæði falla 33:27. Í bók- inni er ítarlega lýst hvernig tilraunir til fjöldamótmæla á Austurvelli runnu út í sandinn. Í febrúar 1963 var samið um lausn á deilu við Breta vegna fiskveiða við Færeyjar. Þá sagði Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, að þeir hefðu ætíð viðurkennt lögsögu dóm- stólsins í Haag á alþjóðavettvangi. Því væri alger óþarfi að nefna slíkt sérstaklega í samkomulagi um fisk- veiðilögsöguna við Færeyjar. Við ritun sögulegs verks á borð við það sem hér er til umsagnar skiptir val á leiðarstefi miklu. Sann- færandi hefði til dæmis verið að velja sem stef að viðreisnarstjórnin opnaði þjóðfélagið bæði inn á við og út á við. Á fyrstu árum sínum kann- aði hún hvort aðild að Evrópu- bandalaginu þjónaði hagsmunum þjóðarinnar, varð niðurstaðan nei- kvæð. Stjórnin lagði áherslu á gildi aðildarinnar að NATO og varnar- samstarfsins við Bandaríkin. Hún átti aðild að viðræðum á norrænum vettvangi um efnahagssamstarf þjóðanna fimm undir merkjum NORDEK. Þegar þær runnu út í sandinn beitti stjórnin sér fyrir aðild að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu. Þá kynnti hún stefnu í land- helgismálinu sem tók mið af þróun alþjóðalaga og fyrirhugaðri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna árið 1973 sem gat af sér 200 mílna efnahagslögsöguna og hafrétt- arsáttmálann árið 1985. Bókin Stund milli stríða er vönduð að allri gerð. Hún skiptist í þrjá megin- kafla: I. Átján dagar. Landhelgis- samningurinn 1961 (19 til 143); II. Lognið á undan storminum, 1961-1971 (143 til 331) og III. Örlagasumar. Út- færsla í vændum (331 til 432). Síðan kemur eftirmáli, tilvísanir, útdráttur á ensku, heimildaskrá, myndaskrá, nöfn og efnisorð, alls 518 bls. með kortum og miklum fjölda mynda – umbrot á myndatextum (44 og víðar) er mis- heppnað. Thorvald Stoltenberg er (397) sagður ráðuneytisstjóri í norska utanríkisráðuneytinu. Hann var það aldrei. Þarna (1971) var hann stats- sekretær norska utanríkisráðherrans. Vefst fyrir mörgum að íslenska starfs- heitið. Hverjum meginkafla bókarinnar er skipt í fjölda undirkafla og þar eru fyrirsagnir oftast dagsetningar enda er frásögnin í tímaröð. Hún snýst að veru- legu leyti um stjórnmálaþátt viðfangs- efnisins en einnig eru lýsingar á átök- um íslenskra yfirvalda við breska landhelgisbrjóta og er saga sumra þeirra færð til samtímans. Við ritun verksins leitar höfundur mjög víða fanga. Hann hefur árum saman unnið að heimildaöflun. Hann ritar greinargóðan stíl. Bókin er al- mennt auðveld aflestrar. Í bókarlok boðar Guðni Th. Jóhann- esson tvær bækur til viðbótar um land- helgismálið, útfærsluna í 50 sjómílur og loks í 200 sjómílur. Leiðarhnoðað þar verður forvitnilegt. Þeir sem spáðu því árið 1961 að al- þjóðalög yrðu stefnu og hagsmunum Íslands hliðholl höfðu rétt fyrir sér en hinir rangt sem töldu að dómarar við alþjóðadómstól mundu næstu áratugi frá 1961 ekki treysta sér til að löggilda meira en 12 mílna landhelgi. Sú hrak- spá varð endanlega úr sögunni um 15 árum síðar og aðeins um fimm árum eftir að frásögn þessarar bókar lýkur. Landhelgi í takti við alþjóðalög Sagnfræði Stund milli stríða bbbbn Eftir Guðna Th. Jóhannesson. Innb. 518 bls. myndir og skrár. Sögufélag, Reykjavík 2022. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Bókin Stund milli stríða er vönduð að allri gerð,“ segir um bók Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands og sagnfræðings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.