Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hljómsveitin Vök hélt útgáfutónleika í Gamla Bíói í gærkvöldi. Þriðja hljómplata Vakar var frumflutt á tónleikunum. Þetta er arverðlaununum. Vök er þekkt fyrir að búa til draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem ýmsir hljómar koma við sögu. fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar frá 2019. Platan, In the Dark, færði hljómsveitinni þrenn verðlaun á Íslensku tónlist- Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vök fagnar útgáfu í Gamla Bíói Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tuttugu íslensk fyrirtæki í matvæla- framleiðslu hafa sagt sig úr Samtök- um iðnaðarins. Það gerðu þau í kjöl- far þess að þau stofnuðu með sér nýjan hagsmunagæsluvettvang sem hlotið hefur heitið Samtök fyrir- tækja í landbúnaði (SAFL). Í hópi þessara fyrirtækja eru stærstu mat- vælaframleiðendur landsins, s.s. Mjólkursamsalan, Kjarnafæði Norð- lenska, landbúnaðarsvið Kaupfélags Skagfirðinga, Reykjagarður og land- búnaðarsvið Sláturfélags Suður- lands. Þá á Sölufélag garðyrkju- manna einnig aðild að samtökunum. Formaður SAFL er Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS. Hann ræddi stofnun samtak- anna í viðtali við Morgunblaðið þann 9. júní síðastliðinn og sagði þar að ís- lenskir bændur byggju við verri starfsskilyrði en starfsbræður þeirra í öllum öðrum löndum Evrópu og að samtökin hefðu sett sér það markmið að standa vörð um hags- muni þeirra. Gengu út frá aðild að SA Í viðtalinu í júní kom fram að gert væri ráð fyrir því að SAFL myndu heyra undir Samtök atvinnulífsins, eins og á við um aðrar stórar grein- ar á borð við sjávarútveg, ferðaþjón- ustu og iðnað. Heimildir Morgun- blaðsins herma að það hafi verið ein af forsendum þess að sumir stofn- félaga SAFL gengu til liðs við sam- tökin og sögðu um leið skilið við Samtök iðnaðarins, sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins. Nýverið gengu forsvarsmenn SAFL á fund stjórnar Samtaka at- vinnulífsins og kynntu starfsemi sína og áherslur en samtökin hafa sent inn formlega beiðni um aðild að SA. Heimildir Morgunblaðsins herma að stjórn SA hafi enn ekki tekið af- stöðu til beiðni SAFL en að mjög skiptar skoðanir séu um mögulega aðild þeirra. Ekki er gert ráð fyrir því í samþykktum SA að aðildar- samtök þess séu fleiri en þau sex sem fyrir eru á fleti, þ.e. auk SI, Samorka, Samtök fyrirtækja í sjáv- arútvegi, Samtök ferðaþjónustunn- ar, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Litlar líkur á beinni aðild Viðmælendur blaðsins innan vé- banda SA segja litlar líkur á því að SAFL muni fá aðild að samtökun- um. Með því verði opnað fyrir frek- ari uppstokkun á því kerfi sem byggst hefur upp á löngum tíma. Heimildir Morgunblaðsins herma t.a.m. að áhrifafólk innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi tekið fálega í umsókn SAFL á þeim for- sendum að það opnaði fyrir þann möguleika að laxeldisfyrirtæki stofnuðu með sér sérstök samtök ut- an SFS og óskuðu inngöngu í SA. Sömu sögu megi segja um Bílgreina- sambandið sem nýverið gekk í SVÞ en hefði við breytt fyrirkomulag ein- faldlega getað sótt um beina aðild. Búsifjar fyrir Samtök iðnaðarins Morgunblaði/Arnþór Birkisson Uppstokkun Matvælaframleiðendur í íslenskum landbúnaði hafa sagt skilið við Samtök iðnaðarins og vilja beina aðild að Samtökum atvinnulífsins. - Matvælaframleiðendur hafa í stórum stíl sagt sig úr samtökunum - Hafa sótt um beina aðild að Samtökum atvinnulífsins í gegnum ný samtök - Skiptar skoðanir um aðkomu þeirra að þeim vettvangi Stjórnarfrumvarpi dómsmálaráð- herra um útlendinga (alþjóðlega vernd) var útbýtt á Alþingi í gær. Helstu efnislegu breytingarnar lúta að heimild heilbrigðisyfirvalda til vinnslu persónuupplýsinga um út- lendinga. Auk þess hefur bráða- birgðaákvæði frumvarpsins, um að útlendingi yrði skylt að gangast und- ir Covid-19-próf í tengslum við fram- kvæmd ákvörðunar um frávísun og brottvísun, verið fellt út í ljósi þróun- ar heimsfaraldursins. Þá hefur verið fallið frá fyrirhugaðri breytingu á til- teknum undantekningum í 36. grein laganna um sérstök tengsl og sér- stakar ástæður, samkvæmt greinar- gerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að við fram- kvæmd laga um útlendinga hafi komið í ljós að þörf er á að lagfæra, endurskoða og breyta allmörgum ákvæðum þeirra um alþjóðlega vernd svo að framkvæmd og með- ferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ. Gildandi lög um útlend- inga tóku gildi 1. janúar 2017 og voru samin á árunum 2014 til 2016. Mál- efni umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa þróast töluvert síðan þá, bæði alþjóðlega og hér á landi. Mik- ilvægt þykir að aðlaga löggjöfina þeirri þróun sem á sér stað í alþjóða- samfélaginu og þeim áskorunum sem verndarkerfið stendur frammi fyrir á hverjum tíma. „Á meðal álitaefna sem fram hafa komið undanfarin ár eru atriði sem snerta fjölgun umsókna þeirra ein- staklinga sem þegar hafa hlotið al- þjóðlega vernd í öðru ríki, málsmeð- ferðartími umsókna um alþjóðlega vernd, framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun, mat á hags- munum barna og hlutverk Barna- og fjölskyldustofu við veitingu alþjóð- legrar verndar í málum fylgdar- lausra barna, málsmeðferð umsókna um ríkisfangsleysi, réttindi og skyld- ur flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og niðurfelling réttinda samkvæmt lögunum.“ Frumvarpið er nú lagt fram í fimmta sinn. gudni@mbl.is Útlendingafrumvarpið lagt fram í fimmta sinn á þingi - Aðlaga þarf lögin þróuninni - Mikil fjölgun umsókna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.