Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
✝
Þorvaldur Búa-
son fæddist í
Hveragerði 11.
mars 1937. Hann
lést 6. október
2022.
Foreldrar hans
voru Búi Þorvalds-
son, f. 1902, d.
1983, mjólkurfræð-
ingur, sonur séra
Þorvaldar Jakobs-
sonar prests og
kennara og Magdalenu Jón-
asdóttur konu hans; og Jóna Er-
lendsdóttir, f. 1903, d. 1993, hús-
móðir, dóttir Erlendar
Kristjánssonar útvegsbónda á
Hvallátrum og Steinunnar
Ólafsdóttur Thorlacius konu
hans. Þorvaldur átti fjögur
systkini: Kristján, f. 1932,
Magdalenu Jórunni, f. 1934, d.
2007, tvíburabróðurinn Erlend,
d. 2016, og Þórð Ólaf, f. 1944.
Þorvaldur var kvæntur Krist-
ínu Norðfjörð, f. 1942, lögfræð-
ingi. Synir þeirra eru: Agnar
Búi málarameistari, f. 1965;
Sverrir Örn stærðfræðingur, f.
1969, maki Hrund Einarsdóttir
byggingarverkfræðingur, f.
1970, börn þeirra eru Vífill
fjármálastærðfræðingur, f.
1995, og Svala, doktorsnemi í
stærðfræði, f. 2000; og Þorvald-
Raunvísindastofnun Háskólans.
Á háskólaárum sínum var Þor-
valdur virkur í samtökum stúd-
enta og varð fyrsti formaður
stjórnar Félagsstofnunar stúd-
enta.
Frá 1970 vann Þorvaldur sem
sjálfstæður ráðgjafi og einnig
stundakennari við Háskóla Ís-
lands í stærðfræði og eðlisfræði.
Þorvaldur kenndi fram yfir átt-
rætt, samtals yfir 100 misseri
samfleytt við Háskóla Íslands.
Þorvaldur hafði ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum, og fann
þeim gjarnan farveg á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins eða í góð-
um hópi vina og kunningja,
hann var í hópi manna sem
stóðu að undirskriftasöfnun
undir kjörorðinu „Varið land“
árið 1974.
Á stríðsárunum bjó Þorvald-
ur rúmt ár ásamt móður sinni og
systkinum hjá frændfólki sínu á
Hvallátrum við Látrabjarg, og
var þar síðar í sveit. Hann tók
miklu ástfóstri við Látra og frá
árinu 1980 dvaldi hann þar lang-
dvölum á sumrin í sumarhúsi
ásamt fjölskyldu sinni, sinnti
m.a. viðhaldi og endurbyggingu
húsa á staðnum, en vann einnig
mikið að velferð og sögu Látra í
frístundum, gerði hann t.d. ít-
arlega og vandaða örnefnaskrá
fyrir Hvallátra og Látrabjarg.
Útför Þorvaldar var gerð frá
Breiðholtskirkju 20. október
2022.
ur Arnar stærð-
fræðingur, f. 1978,
maki Guðrún Lilja
Briem Óladóttir
læknir, f. 1979,
börn þeirra eru
Benedikt Flóki, f.
2014, og Kristín
Fjóla, f. 2019.
Þorvaldur ólst
upp á mannmörgu
heimili stórfjöl-
skyldunnar á Öldu-
götu 55 í Reykjavík, hann gekk
barnaskólagöngu sína í Vestur-
bænum og fór síðan í Mennta-
skólann í Reykjavík og varð
stúdent 1957 frá stærðfræði-
deild. Sem unglingur stundaði
Þorvaldur íþróttir, bæði frjálsar
íþróttir, handbolta og körfu-
bolta, og náði góðum árangri.
Hann var einnig virkur í starfi
KFUM og kristilegra skóla-
samtaka og vann tvö sumur í
Vatnaskógi.
Þorvaldur lauk fyrrihluta-
prófi í verkfræði frá Háskóla Ís-
lands 1960. Þá fór hann til
Kaupmannahafnar og lauk mag.
scient.-prófi í eðlisfræði frá
Hafnarháskóla 1965. Hann var
tvö ár á rannsóknarstyrk við
Niels Bohr-stofnun sama skóla
og kom svo til Íslands 1967 og
var þá ráðinn sérfræðingur við
Þorvaldur bróðir varð 85 ára
gamall. Þegar er horft um öxl
er margs að minnast.
Þorvaldur var tvíburi, og
voru alla tíð sérstakir kærleikar
með honum og Erlendi tvíbura-
bróður hans. Þeir báru nöfn afa
okkar, þeirra séra Þorvalds í
Sauðlauksdal, síðar kennara í
stærðfræði við Flensborgar-
skóla, og Erlends á Látrum, út-
vegsbónda og bátasmiðs. Frá
þessum öfum okkar erfði hann
fræðiáhuga og hagleik.
Ýmsir eðlishættir hans komu
fram þegar á barnsaldri. Það
var einhverju sinni, á leikvelli
Melaskólans, að tveir drengir
stærri en hann réðust á bekkj-
arsystur hans. Þorvaldur hljóp
til, hafði betur í viðureign við þá
og reisti stúlkuna á fætur. Í
þessu atviki birtust nokkrir eðl-
isþættir hans. Hann hafði
sterka réttlætiskennd, var
áræðinn og hjálpsamur. Að at-
huguðu máli hélt hann fast við
niðurstöðuna. Hann var ekki
allra og ekki alltaf auðveldur í
samskiptum. Hann hafði jafn-
framt mikinn metnað.
Fram að fermingu var hann í
sveit á sumrin á Hvallátrum við
Látrabjarg hjá Sigríði móður-
systur okkar. Hafði dvöl hans
þar djúp áhrif á hann. Þá var
hann eitt sumar hjá Kristínu,
annarri móðursystur á Eystri-
Hellum í Gaulverjabæ.
Á námsárum var hann virkur
í starfi KFUM svo og í íþróttum
í Ármanni. Hann keppti þar í
hlaupum, glímu og boltaíþrótt-
um við góðan orðstír. Þá var
hann virkur í stjórnmálum og
sat m.a. í stúdentaráði.
Að loknu námi í verkfræði
frá HÍ hélt hann til Kaup-
mannahafnar og varð þar mag.
scient. í eðlisfræði. Í framhaldi
af því var hann styrkþegi í tvö
ár við Nordisk Institut for
Teknisk Atomfysik.
Þegar heim kom varð hann
sérfræðingur við Rannsókna-
stofnun HÍ og fékkst við jökla-
rannsóknir og sýnatökur á há-
lendinu.
Þorvaldur kaus að starfa
sjálfstætt við ráðgjafarstörf.
Hann kenndi jafnframt við
verkfræði- org raunvísindadeild
HÍ. Honum fannst gaman að
kenna og vinsæll af nemendum.
Þorvaldur deildi með móður
okkar sérstakri tryggð við
Hvallátra. Þau létu reisa sum-
arhús þar á Miðbæ í félagi við
systurson mömmu. Þorvaldur
fór vestur á hverju sumri og
endurbyggði sjálfur þar hús
sem voru uppistandandi.
Þorvaldur hafði mikinn
áhuga á sögu og þjóðfræðum.
Hann mældi og teiknaði og
skráði bæði lönd og fornminjar.
Þá skráði hann lýsingu á fyrri
lífsháttum, örnefni og sögu
Látramanna og forfeðra. Þá
fylgdi honum alla tíð áhugi á
náttúruminjum.
Í öllu sínu lífsstarfi naut Þor-
valdur samfylgdar og stuðnings
eiginkonu sinnar, Kristínar
Norðfjörð. Þau byggðu sér veg-
legt hús í Breiðholti. Þau voru
höfðingjar heim að sækja.
Kristján gleymir ekki dreng-
skap þeirra, er þau keyptu arfs-
hlut hans, svo hann gat fest sér
kaup á húsi, er hann kom heim
frá framhaldsnámi.
Synir þeirra Þorvalds og
Kristínar og börn þeirra bera
foreldrum sínum fagurt vitni.
Að ferðalokum er hugur okk-
ar bræðra hjá þeim öllum. Í
missinum og sorginni gleymast
ekki góðar minningar. Þar er
minnst þess, sem Drottinn gaf
og tók. Við þökkum honum fyr-
ir Þorvald. Sé hann Guði falinn.
Kristján og Þórður.
Það var okkur mikið áfall að
frétta af láti vinar okkar, Þor-
valds Búasonar. Það áfall var
engu léttbærara þótt við hefð-
um fylgst með heilsufari Þor-
valds að undanförnu og vissum
að hverju stefndi. Samgangur
var mikill milli fjölskyldna okk-
ar áratugum saman og gagn-
kvæmar heimsóknir. Minnis-
stæð eru árleg jólaboð hjá
Þorvaldi og einstök gestrisni
konu hans, Kristínar. Þar við
bættist að við undirritaðir hitt-
um Þorvald reglulega á skrif-
stofu hans á Öldugötu til að
ræða málefni líðandi stundar.
Þorvaldur hafði fastmótaðar
skoðanir á flestum málum og
rökstuddi þær vel. Hann var
alla tíð staðfastur Sjálfstæðis-
maður og stuðningsmaður vest-
rænnar samvinnu í varnar- og
öryggismálum. Árið 1973 hafði
ríkisstjórnin óskað eftir endur-
skoðun varnarsamningsins við
Bandaríkin. Þetta varð til þess
að Þorvaldur og undirritaðir
ákváðu að hefja undirskrifta-
söfnun undir kjörorðinu Varið
land. Fljótlega stækkaði hóp-
urinn um þetta verkefni. Nú er
langt um liðið og Varið land
farið að gleymast. En þetta var
mikið átak sem náði því mark-
miði að fá ríkisstjórnina til að
skipta um stefnu í varnarmál-
unum.
Skoðanir Þorvalds á þjóð-
málum voru alltaf áhugaverðar
og hann hefði mátt hafa sig
meira í frammi á opinberum
vettvangi. Það er missir að slík-
um mönnum og skarðið vand-
fyllt þegar þeir falla frá. Við
vottum Kristínu, sonum þeirra
og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð okkar.
Þorsteinn Sæmundsson,
Ragnar Ingimarsson.
Undir lok sjöunda áratugar-
ins kynntumst við Þorvaldur
Búason þegar hann var í for-
ystu Sambands íslenskra náms-
manna erlendis (SÍNE) og ég
sat í formennsku Stúdentaráðs
Háskóla Íslands. Urðum við
samstarfsmenn þegar hann
varð fyrsti stjórnarformaður
Félagsstofnunar stúdenta sem
stofnuð var með lögum árið
1968 og kom það því í hans hlut
að ýta þessu farsæla þjónustu-
fyrirtæki úr höfn. Félagsstofn-
unin hefur síðan orðið að meira
stórveldi en nokkurn okkar
sem áttum hlut að upphafi
hennar gat boðið í grun þótt
við gerðum okkur góða grein
fyrir mikilvægu hlutverki
hennar.
Í vönduðum vinnubrögðum
sem Þorvaldur tileinkaði sér
var aldrei slakað á ýtrustu
kröfum og hverjum steini velt
til að finna vel rökstudda nið-
urstöðu. Þetta einkenndi störf
hans í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta og hvarvetna annars
staðar þar sem hann lét að sér
kveða í samstarfi okkar í meira
en hálfa öld.
Eftir að ég varð mennta-
málamálaráðherra 1995 varð
hann ráðgjafi minn og ráðu-
neytisins á mörgum sviðum.
Skömmu eftir að mér hafði ver-
ið falið embættið fórum við
nokkur saman vestur í Breiða-
vík en Þorvaldur átti sér þá
griðastað á Látrum þangað
sem hann átti ættir að rekja.
Vörðum við nokkrum dögum í
nágrenni Látrabjargs við að
brjóta viðfangsefni ráðuneytis-
ins til mergjar og átta okkur á
hvaða leiðir væru bestar til að
ná árangri á starfssviði þess.
Á árunum sem síðan fylgdu
urðu margvíslegar breytingar,
ekki síst á skipulagi háskóla,
rannsókna og vísinda þar sem
farið var inn á nýjar brautir.
Enginn árangur hefði náðst í
því efni án nýrra aðferða við
ráðstöfun á opinberu fé til æðri
menntunar og haldgóðs reikni-
líkans sem nýttist í því skyni.
Grunnur var lagður að því að
ríkið greiddi fyrir æðri mennt-
un án tillits til þess hvort skóli
væri rekinn af ríkinu eða
einkaaðila. Þarna reyndi mjög
á vandvirkni og rökfesti Þor-
valds. Við sem fylgdum málinu
fram höfðum ávallt fast land
undir fótum með vísan til þess
sem frá honum kom.
Það varð síður en svo til að
spilla samskiptum okkar að við
vorum sammála um megin-
skoðanir í stjórnmálum. Þegar
Þorvaldur og félagar hans
söfnuðu á fáeinum vikum
55.522 undirskriftum undir
merkjum Varins lands fyrri
hluta árs 1974 var þannig um
hnúta búið við söfnun, skrán-
ingu og varðveislu gagna að
aldrei lék neinn vafi á að rétt
og af fyllsta öryggi væri að öllu
staðið. Þar réð nákvæmni og
vandvirkni Þorvalds miklu.
Áratugum saman hittumst
við reglulega í hádegisverði
með fleiri félögum og ræddum
landsins gagn og nauðsynjar.
Frómari manni en Þorvaldi hef
ég ekki kynnst. Hann var fast-
ur fyrir en sanngjarn, vildi
hvorki að réttu máli væri hall-
að né láta því ómótmælt væri
það gert. Mátum við félagar
hann mikils og kveðjum vin
okkar með söknuði og samúð-
arkveðjum til Kristínar, konu
hans, sona og fjölskyldu allrar.
Blessuð sé minning Þorvalds
Búasonar.
Björn Bjarnason.
Tvær litlar stúlkur áttu
heima hvor sínum megin göt-
unnar. Önnur var á öðru ári,
hin á því þriðja. Þær léku sér
saman og urðu vinkonur. Vin-
áttan hefur staðið í tæp áttatíu
ár. Þær uxu úr grasi og eign-
uðust eiginmenn. Þorvaldur
Búason varð eiginmaður ann-
arrar en undirritaður hinnar.
Þannig hófust kynni og vin-
skapur okkar Þorvaldar.
Þorvaldur Búason var af-
burðamaður til líkama og sálar.
Á menntaskólaárum sínum
stökk hann sem næst hæð sína
í hástökki og hann hlaut virt
verðlaun í MR fyrir kunnáttu
sína í stærðfræði. Hann lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði við
Háskóla Íslands en hélt síðan
til Kaupmannahafnar og lauk
mag. scient-prófi í fræðilegri
eðlisfræði við Hafnarháskóla.
Að námi loknu starfaði hann
um skeið við Stofnun Niels
Bohrs í Kaupmannahöfn. Þegar
heim kom stundaði hann rann-
sóknir við Raunvísindastofnun
Háskólans og kenndi síðan við
Háskóla Íslands. Þorvaldi var
umhugað um að bæta hag stúd-
enta. Hann beitti sér innan
SÍNE og hann var fyrsti for-
maður stjórnar Félagsstofnun-
ar stúdenta. Í stjórnartíð hans
var Félagsheimili stúdenta við
Hringbraut reist og undirbúin
bygging hjónagarða við Hring-
braut.
Þorvaldur fór ekki leynt með
skoðanir sínar í stjórnmálum.
Hann var sjálfstæðismaður. Í
raun var hann „liberalisti“ og
er þá sú stjórnmálastefna
nítjándu aldar höfð í huga.
Hann var maður frelsisins. Það
var eðlilegt að slíkur hæfileika-
maður yrði fenginn til að taka
þátt í innra starfi síns flokks og
varð það úr. Reyndur stjórn-
málamaður sagði eitt sinn við
undirritaðan: „Politik er komp-
romis.“ Þorvaldur Búason var
skoðanafastur maður. Það átti
ekki við hann að veita afslátt af
skoðunum sínum. Hann upp-
götvaði því fljótlega að barátta
á vettvangi stjórnmálanna
hentaði honum ekki.
Þorvaldur var mikill náttúru-
unnandi. Hann hafði ferðast
víða um hálendi Íslands löngu
áður en það varð algengt. Jurt-
ir og fuglar voru sérstakt
áhugamál hans.
Hvallátur við Látrabjarg
áttu sérstakan sess í huga Þor-
valdar. Þangað átti hann ættir
að rekja og þar hafði hann oft
dvalið sem barn, m.a. að vetri
til, þegar myrkrið var svo svart
að hann sá ekki á sér hend-
urnar. Þau hjónin reistu sum-
arbústað á Látrum og þar undi
hann sér best. Smíðahæfileikar
hans nutu sín vel við að end-
urnýja gömul hús og hann hafði
á orði að hann gæti vel hugsað
sér að dvelja þar allt árið.
Þess var getið að framan að
Þorvaldur hefði verið maður
frelsisins. Það átti ekki aðeins
við um stjórnmálaskoðanir
heldur einnig hið daglega líf.
Hann vildi ekki binda sig í
föstu starfi heldur var hann
sjálfstætt starfandi og vildi
geta ráðstafað tíma sínum sem
mest að eigin vild. Hann sóttist
t.d. ekki eftir fastri stöðu við
Háskóla Íslands þótt mögu-
leikar til þess væru til staðar.
Á bernskuheimili Þorvaldar
bjó föðurafi, sem hafði verið
prestur. Sá sem nýtur slíkra
samvista og hefur kynnst starfi
KFUM undir forystu séra Frið-
riks fer ekki trúlaus út í lífið.
Trúin veitir styrk á erfiðum
tímum. Við Ingibjörg sendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Kristínar, sonanna
og fjölskyldna þeirra.
Brynjólfur Sigurðsson.
Þorvaldur Búason
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Kæru vinir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju vegna
andláts míns hjartkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
BRAGA INGASONAR
matreiðslumeistara,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landakotsspítala sunnudaginn 18. september.
Útförin fór fram fimmtudaginn 6. október.
Erla Óskarsdóttir
Anney Ósk Bragadóttir
Ingi Rúnar Bragason Kolbrún Jónsdóttir
Bragi Freyr Bragason Linda Stefánsdóttir
Ívar Bragason Aldís Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐBJARGAR OKTÓVÍU ANDERSEN,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða
fyrir einstaka umönnun og væntumþykju.
Borgþór Eydal Pálsson
Þórdís Borgþórsdóttir Oddur Már Gunnarsson
Ragnheiður Borgþórsdóttir Sindri Óskarsson
Emilía Borgþórsdóttir Karl Guðmundsson
Páley Borgþórsdóttir Arnsteinn Ingi Jóhannesson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir,
tengdafaðir og afi,
ALEXANDER KRISTJÁNSSON,
lést 4. október á krabbameinsdeild
Landspítalans.
Kærar þakkir til starfsfólks gjörgæslunnar
og krabbameinsdeildarinnar. Innilegar þakkir til fjölskyldu,
vina, starfsfólks leikskólans Tjarnarskógar og starfsfólks
Húsasmiðjunnar fyrir stuðning, hlýju og aðstoð.
Lembi Seia Sangla
börn og fjölskyldur