Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
30 ÁRA Eyjólfur er Siglfirðingur en býr í
Garðabæ. Hann er byggingatæknifræðingur
og er verkefnastjóri hjá fjárfestingarfélag-
inu Umbra. Eyjólfur stundar keppnis-
hjólreiðar og kennir einnig hjólreiðar.
FJÖLSKYLDA Maki Eyjólfs er Ágústa
Edda Björnsdóttir, f. 1977, verkefnastjóri
hjá Sidekick Health. Foreldrar Eyjólfs eru
hjónin Guðgeir Eyjólfsson, f. 1955, fv. sýslu-
maður, og Kristín Ingibjörg Geirsdóttir, f.
1958, fv. starfsmaður í apóteki, búsett í
Reykjavík.
Eyjólfur Guðgeirsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hamingjan er alls staðar, þú
þarft bara að opna augun. Finnist þér
þú vera að bogna skaltu óska eftir hjálp.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú veist ekki hvernig þú átt að
snúa þér með vandamál sem skaut upp
kollinum. Þú kemur í veg fyrir að vinur
þinn fari fram úr sér í framkvæmdum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú finnur fyrir mikilli innri
spennu í dag og finnst sem ástandið
verði alltaf þannig. Farðu í göngutúr úti í
náttúrunni, það róar hugann.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ástin er dularfull og þú getur
aldrei skilið hana að fullu frekar en aðr-
ir. Þú þarf ekki alltaf að eiga síðasta
orðið.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú óttast að þú munir ekki ná
settu marki. Einfaldaðu líf þitt með því
að losa þig við það sem þú þarft ekki
lengur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það freistar þín mjög að reyna
eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni
láta það eftir þér. Hugsaðu ekki um allt
sem þú átt eftir ógert.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Reyndu að hreyfa þig meira í dag
en venjulega. Fjölskyldumálin verða
reyndar í brennidepli hjá þér alla vikuna.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Nú ferðu að uppskera
árangur erfiðis þíns bæði í einkalífi og
starfi. Láttu ekki smámunasemina ná
tökum á þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ástvinir reyna á taugarnar í
þér þessa dagana, þú verður að telja
upp að 10 áður en þú opnar munninn.
Það eru einhver óveðursský á himni
næstu daga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þér er órótt því þér finnst þú
ekki vita allan sannleikann í vissu máli.
Leggðu spilin á borðið og sjáðu hvað
gerist.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Reyndu að snúa erfiðri
reynslu upp í jákvætt tækifæri til þoska
og lærdóms. Þú færð boð í brúðkaup.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur lagt hart að þér en um
leið vanrækt þinn innri mann. Taktu þér
frí og slakaðu á. Þú sýnir einhverjum
rauða spjaldið.
H
anna Sigríður Ás-
geirsdóttir fæddist
22. október 1982 á
Siglufirði þar sem
lognið á lögheimili,
að sögn Hönnu, og ólst hún þar
upp. „Þetta var rólegt og frjálst
samfélag og allir úti á kvöldin að
leika. Ég æfði gönguskíði á vet-
urna og fótbolta á sumrin.“
Hanna gekk í grunn- og gagn-
fræðaskóla á Siglufirði og byrjaði
framhaldsskólagönguna í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki. „Þar bjó ég á heima-
vist og svo síðar hjá stórfrænku
minni og föðursystur, Guðrúnu
Sölvadóttur, og fjölskyldu. Ég tók
mér pásu frá námi og fór til Suð-
ur-Spánar, nánar tiltekið Nerja í
Andalúsíu, í spænskunám ásamt
æskuvinkonu minni, Söndru
Finnsdóttur, sem hefur frá því
verið traustur ferðafélagi. Enda
má segja að við höfum lært meira
á lífið en sjálfa spænskuna þessa
sex mánuði sem við dvöldum úti.“
Árið 2005-2006 lagði Hanna
stund á nám í grafískri hönnun við
Istituto Lorenzo de’ Medici í Flór-
ens á Ítalíu. Hún útskrifaðist sem
snyrtifræðingur frá Snyrtiaka-
demíunni árið 2012 og lauk námi í
miðlun og almannatengslum við
Háskólann á Bifröst í september
síðastliðnum. „Ég gerði rannsókn
um áhrif síldarstúlkna á jafn-
réttis- og kjarabaráttu kvenna.
Þegar þær áttuðu sig á því hvílík
verðmæti þær voru með í hönd-
unum og höfðu eitthvað um það að
segja þá risu þær upp og kröfðust
betri kjara og öðluðust fjárhags-
legt sjálfstæði med síldinni. Það
eru kannski fyrst og fremst þau
áhrif sem skiptu gríðarlegu máli
fyrir konur.“
Eftir útskrift frá Snyrtiaka-
demíunni hóf Hanna störf á
Snyrtistofunni Gyðjunni í Skip-
holti en flutti svo heim á æsku-
slóðirnar og hefur rekið Snyrti-
stofu Hönnu allt til dagsins í dag.
„Ég er mikil flökkukind, hef alltaf
verið eitthvað að þvælast og ætl-
aði til Danmerkur. En ég var
hérna heima yfir sumar og þá var
komin dálítil pressa á mig hvort
ég ætlaði ekki að setja upp stofu
hér á Siglufirði og ég dreif mig í
það og sé ekki eftir því. Það er
ótrúlega fínt að vera með snyrti-
stofu hér, maður þekkir nánast
hvern einasta viðskiptavin og
myndar góð og persónuleg tengsl
við þá.“
Hanna hefur tekið að sér ýmsa
aukavinnu samhliða snyrtingunni,
m.a. unnið við verkefni í fram-
leiðslu á sjónvarpsþáttunum
Ófærð, unnið við kennslu í Grunn-
skóla Fjallabyggðar og verið kosn-
ingastjóri 2016 og 2018. Hún hefur
verið með leiðsögn fyrir erlenda
ferðamenn og unnið sl. fimm ár
sem síldarstúlka í söltunarsýn-
ingum á Síldarminjasafni Íslands.
Hanna hefur alltaf haft áhuga á
málefnum sem snerta samfélagið
og stjórnmálum almennt, en hún
var komin í Sjálfstæðisflokkinn um
tvítugt. Hún hefur tekið að sér
setu í ýmsum nefndum innan
sveitarfélagsins og situr nú sem
aðalmaður í félagsmálanefnd
Fjallabyggðar. Hún er í stjórn
Systrafélags Siglufjarðarkirkju
ásamt því að vera í stjórn Sjálf-
stæðisfélags Siglufjarðar og í
stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæð-
isflokksins á Norðurlandi eystra.
Hún tók þátt í alþingiskosningum
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir snyrtifræðingur – 40 ára
Útivistarkonan Hanna á Kaldbak hjá Grenivík þar sem hún var á sḱíðum.
Þar sem lognið á lögheimili
Síldargengið „Við erum með stanslausar sýningar á sumrin þar sem við
dönsum og syngjum og sýnum þetta gamla handbragð,“ segir Hanna.
Afmælisbarnið Hanna Sigga.
Einar Gunn-
arsson mál-
arameistari
fagnaði 90
árum 20.
október
2022. Einar
var formaður
Málarameistarafélagsins lengi og sat einnig í
stjórn þess.
Hann var formaður Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur og Landssambands flugbjörg-
unarsveita, og einn af stofnendum þess. Ein-
ar var giftur Elínu S. Sörladóttur, d. 2016. Þau
áttu fimm syni saman, fyrir átti Einar dóttur.
Barnabörn og barnabarnabörn eru mörg.
Árnað heilla
90 ára
Til hamingju með daginn
Laufey Anna Ingimundardóttir
frá Bæ í Reykhólasveit er 60 ára
á morgun, sunnudag, 23. októ-
ber. Hún ætlar bjóða ættingjum
og vinum í afmæliskaffi milli kl.
15 og 19 á sunnudaginn á heimili
sínu, Grundartúni 10, Hvamms-
tanga, og hlakkar til að sjá ykkur.
60 ára