Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 22. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 143.82 Sterlingspund 161.7 Kanadadalur 104.82 Dönsk króna 18.968 Norsk króna 13.565 Sænsk króna 12.848 Svissn. franki 143.45 Japanskt jen 0.9599 SDR 183.92 Evra 141.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6685 « Full samstaða var um það meðal allra fimm nefndarmanna peninga- stefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur. Nefndin hittist á fundum 3.-4. október síðastliðinn en niðurstaða hennar var kynnt fyrir opnun markaða þann 5. október. Við vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var í september, var ekki full samstaða í nefndinni. Þá lagði seðlabankastjóri til hækkun vaxta um 0,75 prósentur og var hún samþykkt en Gylfi Zoëga, einn nefndarmanna, vildi fremur ganga lengra og hækka vexti um 1 prósentu. Í fundargerð nefndarinnar, vegna fundanna í upphafi októbermánaðar, kemur fram að bæði hafi rök hnigið að 0,25 prósenta hækkun en einnig að því að halda meginvöxtum bankans óbreyttum. Verðbólga hafi reynst minni en búist var við og að verðbólgu- horfur til skamms tíma lækkað. Þá voru nefndarmenn einnig sammála um að skýrari vísbendingar hefðu komið fram á vikunum fyrir vaxtaákvörðun um að vaxtahækkanir síðustu missera væru farnar að hafa áhrif á almenna eftir- spurn og umsvif á lánamarkaði. Meginvextir Seðlabankans eru nú 5,75%. Þann 23. nóvember næstkom- andi mun peningastefnunefnd kynna síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu 2022 en nefndin hefur hækkað vexti á öllum fimm fundum sínum það sem af er þessu ári. Nemur uppsöfnuð hækkun ársins 3,75 prósentum. Nefndin samstíga við síðustu vaxtahækkun STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sú ákvörðun fjármála- og efnahags- ráðherra að hóta lánardrottnum ÍL- sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, því að fyrirtækið verði sett í slitameðferð nema þeir gefi gríðarlegar fjárhæðir eftir og taki skuldbindingar þess í fangið, olli miklum titringi í fjár- málakerfinu hér á landi. Margir starfsmenn lífeyrissjóða og sjóða- stýringafyrirtækja vöktu nær alla aðfaranótt föstudagsins til þess að átta sig á hvaða áhrif yfirlýsing ráð- herra myndi hafa á verðmyndun með skráð skuldabréf ÍL-sjóðs, þegar markaðir opnuðu aftur í gærmorgun. Leituðu fyrirtækin m.a. ásjár Kauphallar Íslands og var það mein- ing sumra að stöðva ætti viðskipti með skuldabréfin, svo mikil óvissa væri komin upp varðandi vænt upp- gjör þeirra. Kauphöllin steig ekki svo róttækt skref en setti bréfin á at- hugunarlista „með vísan til óvissu varðandi útgefandann og verðmynd- un bréfanna,“ eins og Magnús Harð- arson, forstjóri Kauphallarinnar, orðaði það í svari til mbl.is. Bjarnagreiði við landsmenn Gagnrýnin lýtur þó ekki aðeins að upplýsingagjöf, eða skorti á henni, heldur þeirri ákvörðun ráðherra að skáka í skjóli takmarkaðrar ríkis- ábyrgðar og losa ríkissjóð þannig undan því að standa skil á skuldbind- ingum sem stofnun í hans nafni stofnaði til fyrir tæpum tveimur ára- tugum síðan. „Málið er sett fram af fjármálaráð- herra eins og hann sé að gera lands- mönnum einhvern greiða með þess- um gjörningi. Í raun og veru er ríkissjóður með þessu að reyna að fara í vasa almennings. Þetta er til- raun til þess að ganga í sparnað al- mennings, sparnað sem sem liggur í lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum sem eru í eigu landsmanna,“ segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi lífeyrissjóði, einum stærsta lífeyrissjóði landsins. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á því hverjir lánardrottnar ÍL-sjóðs eru, eða hvernig tjón þeirra af fyr- irhugðum aðgerðum mun skiptast. Þekkingarmaður á fjármálamarkaði segir þó í samtali við Morgunblaðið að tjón lífeyrissjóða af aðgerðinni muni nema ríflega 100 milljörðum króna. Það jafngildir öllum nettó líf- eyrisgreiðslum inn í sjóðina í heilt ár. Þær voru 109 milljarðar á árinu 2021. Ábendingar hafa sömuleiðis borist um að allmargir lífeyrissjóðir hafi búið við þrönga tryggingafræðilega stöðu þegar kom inn á árið 2022. Sú staða hafi síst batnað við mikið fall á flestum fjármálamörkuðum síðustu mánuði. Þeir muni því í mörgum til- vikum þurfa að lækka réttindi sjóð- félaga sinna á á nýju ári, en lög kveða á um hvernig það skuli gert. Ákvörð- un fjármálaráðherra hafi því í ein- hverjum tilvikum ýtt viðkomandi sjóðum yfir bjargbrúnina og að þeir eigi engin tromp uppi í erminni leng- ur til að koma í veg fyrir réttinda- skerðingu sjóðfélaga. Engin viðskipti voru með skulda- bréf ÍL-sjóðs í Kauphöll í gær og er það sagt til marks um að engin eft- irspurn sé eftir því að kaupa þau í þeirri óvissu sem uppi er núna. Hins vegar hækkaði ávöxtunarkrafa á rík- isskuldabréfum og í lengri endanum nam hækkunin meira en 100 punkt- um. Þá var þátttaka í útboði ríkis- bréfa, á vettvangi Lánamála ríkisins, sem fram fór í gær, afar dræm. Eng- um tilboðum var tekið í flokknum RIKB 28 1115 og tilboðum fyrir fjár- hæð 2.430 milljónir var tekið í flokknum RIKB 24 0415. Rýrir trúverðugleika ríkisins Davíð Rúdólfsson segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun fjár- málaráðherra sé til þess gerð að valda óþarfa usla á markaði og rýra trúverðugleika ríkissjóðs. „Þessi hótun um að beita lagasetn- ingarvaldi Alþingis til að keyra ÍL- sjóð í þrot er til þess fallin að rýra traust og trúverðugleika ríkissjóðs fram á veginn. Þessi vegferð er lík- lega til að draga úr trausti fjármála- markaðarins á öllum framtíðarútgáf- um með ábyrgð ríkissjóðs,“ segir Davíð. Hefur áhrif á getu lífeyris- sjóða til greiðslu lífeyris Morgunblaðið/Golli Skuldafen Fyrirséð er að ÍL-sjóður muni skila gegndarlausu tapi næstu áratugi. Því ráða alvarleg mistök sem gerð voru við fjármögnun sjóðsins í upphafi nýrrar aldar. Áætlað er að árlegt tap hans muni nema 18 milljörðum króna. - Sparifjáreigendur munu taka höggið af afglöpum stjórnenda Íbúðalánasjóðs « Samskiptafyrirtækið Aton.JL velti 826,3 milljónum króna í fyrra og jukust tekjurnar um liðlega 110 milljónir milli ára. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam 3,1 milljón króna og dróst verulega saman frá 2020 þegar hann nam 35,2 milljónum. Laun og annar starfs- mannakostnaður jókst mjög mikið milli ára eða um liðlega 114 milljónir og nam 562,9 milljónum. Þá hækkaði ann- ar rekstrarkostnaður verulega og var 153 milljónir, samanborið við 67,7 millj- ónir árið áður. Hins vegar dró mjög úr aðkeyptri þjónustu og nam hún 87,2 milljónum, samanborið við 140,8 millj- ónir árið áður. Auknar tekjur en minni hagnaður hjá Aton.JL STUTT « Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 3,9% í viðskiptum í Kauphöll í gær í viðskiptum sem námu 385 milljónum króna. Kemur lækkunin í kjölfar þess að félagið skilaði uppgjöri fyrir þriðja árs- fjórðung með 7,7 milljarða hagnaði. Eft- ir lækkun gærdagsins eru bréf félagsins aðeins 2,2% hærri en þau voru um áramót og 4,6% lægri en þau voru fyrir sex mánuðum síðan. Flest félög lækkuðu í viðskiptum á markaði í gær að undanskildum Brimi og Íslandsbanka sem hækkuðu og Ice- land Seafood sem stóð í stað. Marel lækkaði um 3,48% og standa bréf þess 49,3% lægra en um nýliðin áramót. Þá lækkuðu bréf Haga um 2,8% í 177 millj- óna króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu minna. Icelandair lækkar tals- vert í kjölfar uppgjörs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.