Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Xi Jinping, leiðtogi Kína, mun væntanlega standa með pálm- ann í höndunum þegar 20. þingi kínverska kommúnistaflokksins lýkur nú um helgina, valdameiri en nokkru sinni fyrr. Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins eru valdir til fimm ára í senn. Xi hefur þegar setið í tvö tímabil og yrði þetta því þriðja tíma- bilið hans við völd. Kveðið var á um það í kín- versku stjórnarskránni að leiðtogi flokksins mætti að- eins sitja í tvö tímabil. Árið 2018 kom Xi því til leiðar að það ákvæði yrði fjarlægt. Nú gilda engin mörk. Því hefur verið haldið fram að Xi ætli sér að vera við völd til 2037. Þá verður hann 84 ára gamall. Xi nýtti fyrstu fimm ár sín við völd til að losa sig við helstu keppinauta og tryggja tak sitt á valdataumunum. Undanfarin fimm ár hefur síðan orðið mikill viðsnún- ingur á stjórnarfarinu í land- inu. Markmiðið er að tryggja völd flokksins. Í valdatíð Xis er Kína orðið að alltumlykjandi eftirlits- ríki, sem ekki á sér hliðstæðu nema í skáldskap. Njósna- stofnanir gömlu ráðstjórnar- ríkjanna þorðu vart að láta sig dreyma um að geta stund- að það eftirlit, sem nú fer fram með almenningi í Kína. Allt andóf er kveðið niður með harðri hendi. Grófasta dæmið er meðferðin á Úíg- úrum í Xinjiang-héraði. Kín- versk stjórnvöld hafa ofsótt þá og er talið er að um ein milljón manna sé í fangabúð- um. Markmiðið er að þurrka út menningu þeirra. Það sama hefur verið uppi á teningnum í Hong Kong, þótt harkan sé ekki jafnmikil. Þar er markmiðið að uppræta all- ar lýðræðistilhneigingar. Stjórnvöld vakta netið af hörku og reyna að kæfa alla óþægilega umræðu í fæðingu. Oft eru hlutir umorðaðir á spjallsíðum til að komast fram hjá ritskoðuninni. And- ófsmenn eiga ekki sjö dagana sæla. Xi hefur hins vegar lagt áherslu á að auka velmegun og jafnt og þétt fer þeim fækkandi, sem búa við fá- tækt. Faðir Xis, Xi Zhongxun, var einn af forkólfum bylting- arinnar, en féll í ónáð hjá Maó, var sviptur öllum sínum vegtyllum og sendur til starfa í dráttarvélaverksmiðju. Í menningarbyltingunni var hann síðan fang- elsaður og niður- lægður. Xi Jinping var sendur út á land í þorpið Liangjihae til að læra af bændum. Vistar- verur hans þar eru nú safn. Þótt kommúnistaflokkurinn hefði útskúfað fjölskyldu hans sóttist Xi eftir því að ganga í hann. Hann mun hafa sótt um í tíu skipti áður en innganga hans var loks samþykkt. Haft er eftir honum að trú sem glat- ist og finnist á ný sé sterkari en nokkuð annað. Í skjölum bandaríska sendiráðsins í Peking, sem lekið var til Wiki- leaks, er haft eftir vini Xis að til að lifa af hafi hann orðið „rauðari en þeir rauðu“. Nú hefur Xi leitt flokkinn í tíu ár. Hann er valdamesti maður Kína og einhverjir kynnu að halda því fram að hann væri valdamesti maður heims. Honum er líkt við Maó, en þótt hann ætli að tryggja völd flokksins hyggst hann þó ekki skapa sama glundroðann og Maó með stökkinu stóra og menningarbyltingunni. Xi ætlar að tryggja að kommúnistaflokkurinn í Kína fari ekki sömu leið og sá rúss- neski þegar Mikhaíl Gorbat- sjov var við völd. Hann vill ekkert með vestræn gildi hafa, algild réttindi eða frjálsa fjöl- miðla. Ekki er að sjá að neitt geti komið í veg fyrir að Xi verði áfram leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins. „Hugs- un Xi“ er meira að segja orðin hluti af kínversku stjórn- arskránni. Ekki gengur þó allt að ósk- um í veldi hans. Xi ákvað, þeg- ar kórónuveirufaraldurinn hófst, að bregðast hart við og setja allt í lás í hvert skipti sem veiran greindist. Það hef- ur sett kínverskt efnahagslíf úr skorðum og áhrifin af því finnast langt út fyrir land- steinana. Í tíð Xis hefur dregið úr frelsi í efnahagslífinu. Hann treystir ekki einkaframtakinu og vill ekki að þar verði menn svo valdamiklir að þeir geti skákað flokknum. Nú er svo komið að erlend fyrirtæki hugsa sig tvisvar um áður en þau efna þar til skuldbindinga. Ef ekki tekst að efna loforðið um vaxandi velmegun mun það veikja Xi. Hvað sem því líður er hann þó traustur í sessi og mun halda áfram að hlaða undir áhrif og ítök Kína um heim all- an á meðan völd flokksins verða áfram treyst heima fyr- ir. Þeir sem mögla munu ekki eiga sjö dagana sæla. Xi Jinping virðist enn ætla að treysta tök sín} Hinn nýi Maó? R íkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og elli- lífeyrisþega þegar kemur að við- ræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og laun- þega til að ljúka komandi kjarasamnings- viðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í við- ræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rök- studda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að rík- isstjórnin tryggi ofangreint. Hér er þörf á réttarbót enda býr alltof margt fólk úr þess- um hópum við kjör sem duga ekki fyrir nauð- þurftum eða brýnustu framfærslu. Nú eru fulltrúar vinnuveitenda og launþega í þann mund að hefja viðræður um gerð kjarasamninga. Stærsti einstaki kjarasamningurinn, lífskjarasamning- urinn, rennur út 1. nóvember næstkomandi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi aðkomu að kjaraviðræðum þegar um er að ræða víðfeðma samninga milli fjölda samtaka, bæði launþega og vinnuveitenda. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð lífskjarasamning- anna árið 2019 er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að ráðist yrði í ýmsar að- gerðir, að upphæð 80 milljarðar kr., á gildistíma lífs- kjarasamninganna, til að styðja við markmið þeirra um stöðugleika og bætt kjör launafólks. Kjaragliðnun um tugi prósenta! Í 69. gr. laga um almannatryggingar segir að bætur al- mannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísi- tölu neysluverðs. Þrátt fyrir þau skýru laga- fyrirmæli hafa fjárhæðir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár og nú mælist samansöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta! ASÍ hefur ítrekað bent á það í umsögnum við fjárlög að það sé með öllu óviðunandi að kjör elli- og örorkulífeyrisþega dragist aftur úr öðrum lágtekjuhópum og mælist til þess að bætur almannatrygginga taki hækkunum til samræmis við lægstu laun á vinnumarkaði. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki nýtt sér verkfallsrétt til að krefjast kjarabóta. Það hefur tvímælalaust áhrif á þróun kjara þeirra, enda hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn virt mannréttindi þeirra svo gott sem að vett- ugi. Það er í senn nauðsynlegt og eðlilegt að fulltrúar öryrkja og ellilífeyrisþega eigi sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveit- enda um kaup og kjör í landinu. Sagan sýnir að í slíkum viðræðum eru iðulega teknar veigamiklar ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, sem varða hagsmuni allra landsmanna, og því ber ríkinu að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Aukin verðbólga muni bitna mest á þessum hópum ör- yrkja og aldaðra. Afar mikilvægt er að sátt náist, ekki aðeins milli full- trúa vinnumarkaðarins og ríkisins, heldur einnig lífeyr- isþega. Slík sátt myndi skapa grundvöll fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Eyjólfur Ármannsson Pistill Almannatryggingaþega að lífskjaraborðinu Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ú tlendingastofnun segir að það fari eftir þeirri máls- meðferð sem umsókn fær hvort umsækjanda um vernd sé vísað brott í kjölfar synj- unar eða ekki. „Umsækjendur sem fá umsókn sína afgreidda í forgangs- meðferð fá brottvísun og endur- komubann samhliða ákvörðun um synjun og er ekki veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í forgangs- meðferð eru meðal annars afgreiddar umsóknir sem taldar eru bersýnilega tilhæfulausar en til þeirra teljast alla jafna umsóknir frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki,“ segir í svari stofnunarinnar. „Um- sækjendur sem er synjað í öðrum tegundum málsmeðferðar fá frávísun frá landinu og tækifæri til að yfirgefa það sjálfviljugir. Fari þeir ekki innan þess frests sem veittur er til sjálfvilj- ugrar heimfarar getur brottvísun komið til álita.“ Hafi einstaklingi verið birt ákvörðun um brottvísun og endur- komubann eru upplýsingar um það skráðar í Schengen-upplýsinga- kerfið. Það er rafrænt og tengt sam- eiginlegu upplýsingakerfi á Schen- gen-svæðinu. Endurkomubann getur verið varanlegt eða tímabundið. Það skal að jafnaði ekki gilda skemur en í tvö ár og nær yfirleitt til alls Scheng- en-svæðisins. „Reyni einstaklingur með skráð endurkomubann að ferðast inn á Schengen-svæðið koma upplýsingar um bannið fram við landamæraeftirlit og er þá heimilt að meina viðkomandi landgöngu.“ Umsækjendur sem er synjað vegna þess að þeir hafa þegar fengið vernd í öðru landi fá yfirleitt ekki brottvísun heldur frávísun. Þeir hafa í flestum tilvikum fengið dvalarleyfi í öðru Schengen-ríki á grundvelli verndarinnar. Þess vegna er ekki hægt að beita endurkomubanni sem nær til alls Schengen-svæðisins. Út- lendingastofnun segir mögulegt að ákvarða endurkomubann aðeins til Íslands. Ekki er virkt vegabréfaeftir- lit innan Schengen-svæðisins því myndi slíkt endurkomubann ekki koma í veg fyrir að viðkomandi gæti ferðast aftur til Íslands. Ef endurkomubann er fyrir hendi hefur lögreglan heimild til að vísa viðkomandi frá við komu til landsins. Sú heimild myndi þó falla niður ef viðkomandi óskaði eftir al- þjóðlegri vernd á landamærunum. Ís- lensk stjórnvöld yrðu þá að taka af- stöðu til umsóknar aðilans jafnvel þótt það hefði verið gert áður. Útlendingastofnun segir að með- ferð endurtekinna umsókna um vernd fari að nokkru leyti eftir því hvaða málsmeðferð umsækjandi fékk þegar hann sótti fyrst um vernd hér. „Sæki einstaklingur um vernd sem áður hefur verið synjað í forgangs- meðferð er umsóknin metin bersýni- lega tilhæfulaus og afgreidd á ný í forgangsmeðferð. Ákvörðun um synjun er vísað beint til fram- kvæmdar hjá stoðdeild ríkislögreglu- stjóra og kæra frestar ekki réttar- áhrifum,“ segir Útlendingastofnun. „Sæki einstaklingur um vernd sem skömmu áður hefur fengið efn- islega niðurstöðu í fyrri umsókn um vernd er heimild í lögum um útlend- inga til að afgreiða málið í forgangs- meðferð. Þá fær viðkomandi alla jafna brottvísun og endurkomubann með synjun um vernd í skjótri máls- meðferð hjá Útlendingastofnun. Ef viðkomandi kærir ákvörðunina frest- ast réttaráhrif hennar þó sjálfkrafa og fær viðkomandi að dvelja hér á landi þar til hann fær niðurstöðu í mál sitt hjá kærunefnd útlendinga- mála. Frávísun eða brott- vísun eftir synjun Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Hælisleitendur hafa mótmælt því að fólki úr þeirra hópi sé vísað úr landi. Sumir sem er hafnað fá endurkomubann sem gildir í minnst tvö ár. Efla þarf lögreglu á landamærum til að vinna gegn skipulagðri brota- starfsemi. Mjög hefur fjölgað málum hjá lögreglu á landamærum Íslands sem tengja má skipulagðri brotastarfsemi. Þetta kemur fram í stöðumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra 2022, sem ber yfirskriftina Skipu- lögð brotastarfsemi. Tilraunum til fíkniefnainnflutnings á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað mikið. Oft eru brotahópar að nýta sér neyð einstaklinga. „Umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur fjölgað mikið. Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu sem er hætta á að skipulagðir brotahópar hagnýti, t.d. með smygli og mansali. Alþjóðleg löggæsluyfirvöld hafa varað við því að skipulagðir hópar nýti sér aðstöðu þeirra einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir í stöðumatinu. Annir í landamæragæslu STÖÐUMAT 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.