Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 AKRANESKIRKJA | Sunnudagur 23. október. Sunnudagaskóli kl. 11. Bleik messa kl. 20. Kvennakórinn Ym- ur leiðir söng ásamt konum úr Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjar- prestakalls, undir stjórn Zsuszönnu Budai og Sigríðar Elliðadóttur. Organ- isti er Hilmar Örn Agnarsson. Tinna Grímarsdóttir deilir eigin reynslu. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stund- ina, meðhjálpari er Helga Sesselja Ás- geirsdóttir. Kaffisopi í Vinaminni eftir guðsþjónustu. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríð- ur Hermannsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng. Vorboðar, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, heiðra okkur með næveru sinni og söng. Kórstjóri og organisti er Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkj- unnar í umsjá Andreu Önnu Arnardótt- ur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sig- urðar Óla Karlsssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina. BAKKAGERÐISKIRKJA | Bleik messa verður haldin í samstarfi Bakkagerðiskirkju og Krabbameins- félags Austurlands sunnudag kl. 11. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja. Vírag Kerekesne leikur á óbó. Með- hjálpari Kristjana Björnsdóttir. Innlegg tengt reynslu krabbameinsgreindra. Boðið verður upp á súpu í Álfheimum að messu lokinni. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Þórey María og Þórarinn. BORGARNESKIRKJA | Bleik kvöld- messa sunnudag kl. 20. Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back þjónar fyrir alt- ari. Steinunn Árnadóttir leikur á orgel og kór Borgarneskirkju leiðir sálma- söng. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Óskalög barnanna. Umsjá Daníel djákni og Jónas Þórir. Bítlamessa kl. 13. Anna Sigríður Helgadóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Marteinn Snævarr Sigurðsson flytja Bítlalög ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, Matthíasi Stefánssyni tónlistarmanni og Jónasi Þóri kantor. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt messuþjónum. Miðvikudagur 26.10.: Tónleikar kl. 12.05. Benedikt Krist- jánsson tenór og Jónas Þórir. Súpa, samskot til Ljóssins. Starf eldri borg- ara kl. 13-16. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Ásdís og Hálfdán annast samveru sunnudagaskólans. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar við guðsþjónustuna. Félagar úr Karlakórn- um Esju leiða safnaðarsönginn. Org- anisti er Kári Allansson. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prest- ur er Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson er organisti og Dómkórinn syngur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skólinn kl. 10.30. Bleik messa kl. 20. (Önnur tilraun, þar sem fresta þurfti bleiku messunni í rauðri veðurviðvörun um daginn.) Stundin er tileinkuð átaki Krabbameinsfélagsins. Reynslusaga aðstandanda: Haraldur Geir Eðvalds- son. Prestur: Þorgeir Arason. Organ- isti: Sándor Kerekes. Kór Egilsstaða- kirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. FRIÐRIKSKAPELLA | Messa á veg- um jelk.is sunnudag kl. 11 í Friðrikska- pellu. Sakarías Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og bakkelsi að messu lokinni. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Sunnudagaskóli verður á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðar- dóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson. Sel- messa kl. 13 í Kirkjuselinu. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar. Vox Po- puli leiðir söng. Undirleikari er Lára B. Eggertsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Efni: Heilsa og fyrirgefning. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu- þjónum, Antoníu Hevesí og Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur: Kyrrðar- stund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitund- arstund kl. 18.15-18.45. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, sem þjónar og prédikar fyrir altari. Org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og Kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudaga- skóli í safnarheimilinu undir sjórn Tinnu Rósar og Írisar Rósar. Kirkju- vörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sig- urvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kórinn Hljómeyki syngur undir stjórn Erlu Rut Káradótt- ur. Ellert Blær Stefánsson nemandi Söngskólans í Reykjavík syngur ein- söng. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Barnastarf er í umsjón Ragnheiðar Bjarnadóttur. Dagur heil- brigðisþjónustunnar. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar. Sr. Ing- ólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur á Landspítala háskólasjúkrahúsi, pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Org- anisti er Kristín Jóhannesdóttir. Þriðju- daginn 25. október kl. 13.30 er Gæða- stund í safnaðarheimilinu þar sem Jón Björnsson fjallar um Jakobsveginn. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa sunnudag kl. 17. Sr. Sunna Dóra Möll- er leiðir stundina. Stefán H. Henrýs- son sér um tónlistina ásamt Katrínu H. Jónasdóttur og Kristjönu Þ. Ólafs- dóttur. HVERAGERÐISKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Hvera- gerðiskirkju syngur. Biblíusaga og brúðuleikrit. Kirkjukórinn leiðir safnað- arsöng, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en esp- añol. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Guðsþjónusta sunnudag í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11 (athugið tímasetninguna) með öðr- um erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gauta- borg syngur undir stjórn Daniels Ralp- hssonar. Haga-Christinaekören syng- ur. Christoph Gamer prédikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðs- þjónustu. KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Sunnudag kl. 13 verður Selmessa. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis - og Kot- strandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Gengið verður til altaris. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum,. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sara Gríms- dóttir leiðir sunnudagaskólann og Ása Laufey Sæmundsdóttir prestur innfytj- enda þjónar. Félagar úr Fílharmóníunni syngja einsöngvari: Rosemary Odhi- ambo. Léttur hádegisverður að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir er organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og prédikar. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu á með- an. Kaffi og samvera á eftir. Miðvikudagur 2.11. Foreldrasamvera í safnaðarheimilinu á milli kl. 10 og 12. Fimmtudagur 3.11. Helgistund í Há- salnum, Hátúni 10. Sr. Davíð Þór leiðir stundina. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís Linn prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarson- ar, organista. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Þakklætis- sunnudagaskóli kl. 13. Söngur, biblíu- saga og brúðuleikrit. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sýning Rúnars Reynissonar ,,Heima- slóð“ verður opnuð í guðsþjónustunni. Fjallað verður um verkin í prédikun og gestum og gangandi er boðið upp á veitingar að helgihaldinu loknu. Þá er ný sálmabók komin í hús og verða sungnir úr henni sálmar sem ekki voru í þeirri gömlu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar. Prestur er Skúli S. Ólafs- son. Sunnudagskólinn verður á sama tíma. Sögur og sögur. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Fjölskylduguðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefáns Helga organista sem sér einnig um undirspil. Sungnir verða barnasöngvar og sálmar. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Kaffi, djús og smákökur í boði að guðsþjónustinni lokinni. Hvetjum við foreldra til að mæta með börnum sínum. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag kl. 14 verður jazzmessa í Óháða söfn- uðinum. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Kristján og Óháði kórinn verða í jassgír og leiða jassaðan sálmasöng útsettan af Þórði Sigurðarsyni. Óskar Kjartans- son verður á trommum og Kristján Hrannar á Hammond. Ragnar Gunnars- son kemur frá Kristniboðssamband- inu. Barnastarf og maul eftir messu. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stund- ina. Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir alt- ari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Sveinn Arn- ar Sæmundsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Skapað í mannsins mynd - Tréstyttur af trúarleið- togum og stjórnmálamönnum. Dr. Gunnlagur A. Jónsson, prófessor em- eritus, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar og eftir athöfn í safnað- arheimilinu. Stund fyrir eldri bæjarar- búa þriðjudag kl. 14. Bingó, myndaget- raun og kaffiveitingar. Morgunkaffi kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12 á miðvikudag. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10 og í safnaðarheim- ilinu kl. 11. Brúðuleikrit, söngur og gleði. Messa kl. 11. Sr. Guðrún Eggerts Þór- udóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organ- ista. Íris Sveinsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur ein- söng. Messukaffi að lokinni athöfn. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Benna og Dísu. Messa kl. 11. Kór Víðistaða- sóknar syngur undir stjórn Sveins Arn- ars organista og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkj- unnar. Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Morgunblaðið/hag Þykkvabæjarkirkja „Gerðu bara eins og Svavar Pét- ur.“ Þetta heilræði móður minnar hef- ur hljómað svo oft í mín eyru síðastliðin 19 ár að það er orðið að eins konar mál- tæki milli okkar mæðgna. Að gera eins og Svavar þýðir að láta bara vaða, taka ákvörðun og vinna svo út frá henni, í stað þess að ofhugsa allt. Fram- kvæma hugmyndirnar sínar, af hugrekki og sjálfstrausti. Mál- tækið okkar mömmu hefur með árunum öðlast sífellt dýpri merkingu við það að fylgjast með Svavari raungera hugdettur sínar og andagift hverju sinni, í stað þess að hika og bíða. Ótrauður elti hann æv- intýrin allt til enda, alltaf eitt- hvað að brasa og allra helst vildi hann verja tíma sínum í að vinna að skemmtilegum verkefnum með fjölskyldu og vinum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn innhverfur en ekki úthverfur valdi hann sér sviðs- ljósið sem leikvöll og snerti á þeim vettvangi við fjölda fólks, sem syrgir í dag kæran vin og einstakan listamann. Svavari þótti þó líka gott að vera einn, hann var góður í því eins og svo mörgu öðru. Hann skilur eftir sig djúp spor sem svo gjarnan hefðu mátt og átt að verða fleiri. Svavar Pétur var besti vinur minn á yngri árum. Við kynnt- umst á fjölmiðlabraut í FB og ég heillaðist af þessum fyndna og frjálsa strák sem var svo allt öðruvísi en allir hinir. Svavar hlustaði á indíplötur en ekki útvarpið (nema stundum Gullbylgjuna), fílaði Sex Pi- stols en líka Sálina, kunni heilu seríurnar af The Simpsons ut- anbókar, var í hljómsveitum og alltaf eitthvað að leika sér og skapa. Hann gekk með húfu af systur sinni og í fötum af mér og keyrði hvíta Lödu Sport sem var löngu komin fram yfir það að geta nokkurn tímann fengið ástandsskoðun. Alltaf var hann til í að hrinda öllum hugmyndum í framkvæmd, hversu skrítnar sem þær voru, með leikgleðina og húmorinn í fyrirrúmi. Í flestum minning- um mínum er hann hlæjandi, að „steikja eitthvað og grilla“. Við fylgdumst að í gegnum háskólann en þá héldum við hvort í sína áttina. Leiðir okk- ar lágu þó stundum saman og þá leið mér eins og ég ætti end- urfund við góðan vin. Svavar var alltaf tilbúinn að hlusta og deila skoðunum sínum og til- lögum af væntumþykju. Hann var frábær félagi, frjór og skemmtilegur, fullur af sniðug- um uppátækjum, gríni og bulli þó að á sama tíma mætti alveg eins eiga von á hárbeittri sat- íru og hnyttnum viskumolum. Fyrst og síðast var hann þó góður strákur og vel upp alinn, með blíðlegt en kímið bros og gáskafull blá augu – glaðlynd- ur pönkari sem elskaði menn og dýr. Svavar Pétur hafði mikil áhrif á mig, rétt eins og flesta þá sem voru svo heppnir að verða honum samferða veginn, og ég verð ávallt og innilega þakklát fyrir okkar kynni. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Þar til næst, Sæti Pé, Ásthildur Valtýsdóttir. Svavar Pétur Eysteinsson ✝ Svavar Pétur Eysteinsson fæddist 26. apríl 1977. Hann lést 29. september 2022. Útför hans fór fram 20. október 2022. Um daginn, þeg- ar ég var að fara í gegnum gamlar myndir af okkur Svavari, rakst ég á mynd þar sem við vorum að brasa við að stilla upp hljóð- færum og hljóð- kerfi fyrir utan húsið þar sem við Birna bjuggum á Drangsnesi. Þessi mynd og þessi minning hefur setið í mér síðan, því mér finnst hún einhvern veginn svo lýs- andi fyrir lífið með Svavari. Þannig var mál með vexti að þegar Rauðasandshátíðinni 2013 hafði verið aflýst vegna óveðurs tókum við í Prins Póló- flokknum þá ákvörðun að brenna á Drangsnes þar sem við Birna bjuggum á þeim tíma. Á leiðinni tókum við þá ákvörð- un að þótt einni tónlistarhátíð hefði verið aflýst væri ekki þar með sagt að helgin þyrfti að vera hátíðarlaus. Það var því ákveðið að henda í tónlistarhá- tíðina Pallinn 2013 á nýbyggð- um palli við húsið okkar Birnu. Fram komu Borko og Prins Póló. Boðið var upp á kex og djús. Svona var þetta einhvern veginn alltaf. Engin hugmynd of vond til að láta hana ekki verða að veruleika og það sem skipti höfuðmáli var að hafa gaman af. Þrátt fyrir að gestir hafi aðeins verið um 10 talsins, var Pallinn 2013 ein eftirminni- legasta tónlistarhátíð sem ég hef spilað á. Þannig tókst Svavari alltaf að glæða stað og stund lífi og fjöri. Hver dagur var nýtt æv- intýri og hvert augnablik var tækifæri til að steikja, grilla og gleðjast. Það skipti engu hvort við vorum á karókíbar í Tokyo, að drekka morgunkaffi í skammdeginu á Drangsnesi, í fjöruferð með krakkana í Beru- firði eða að stofna ambient- hljómsveit í kjallaranum í Grundargerðinu fyrir bara ör- fáum vikum síðan. Það var allt- af nóg að gerast, alltaf eitthvað spennandi, skrýtið, skemmti- legt, fyndið og óvænt. Það var alltaf gleðin sem skipti máli og að velta sér ekki of mikið upp úr hlutunum. Lífið snerist um að njóta þess sem hver einasti dagur bauð upp á. Á endanum er það er sennilega það sem þetta snýst allt saman um. Elsku Skaggi minn. Svavar Pétur, Svali skakki, Svabbi Pistols, Suawey don Skakka- managero Schweppes. Það er risavaxið tómarúm sem þú skil- ur eftir þig og verkefnið okkar við að fylla það með nýjum minningum, nýju bralli, grilli og gamni verður ærið. En trúðu mér. Við ætlum að halda áfram að skemmta okkur og við ætl- um að halda áfram að faðma hversdaginn og leggja upp í ný ævintýri. Þótt sporin séu þung þessa dagana þá höfum við allt- af einstaka fyrirmynd og for- dæmi í þér. Og við eigum sam- an ótæmandi brunn góðra minninga sem við sköpuðum saman og enginn mun nokkurn tímann taka frá okkur. Þær munu ylja um ókomna tíð. Takk fyrir samfylgdina, elsku vinur. Takk fyrir allt ruglið, grínið og gleðina. Takk fyrir músíkina, vinátt- una, innblásturinn og æðru- leysið. „Við förum alla leið. Í nótt.“ Björn Kristjánsson. Við Svavar Pétur kynntumst á unglingsárum okkar; vorum nágrannar og gengum í sama grunnskóla. Við höfðum báðir smitast af listabakteríu sem stakk sér niður í Breiðholtinu á þessum tíma og ráfuðum um hverfið álíka ringlaðir í leit að tjáningarformi. Hvort við bundum vonir við að læknast eða forherðast vissum við ekki. Hann hafði fundið sig í tónlist og var því kominn vel á veg en virtist strax heillast af heild- arpakkanum: lagasmíðum, textagerð, ímyndarsköpun, hönnun og kynningarmálum. Og hann lék sér að þessu öllu eins og önnur séní leika sér á sínu sviði. Þótt við höfum fljótt tengst vinaböndum sem héldu alla tíð var ekki mikið um list- rænt samstarf. Kannski vegna þess að ég átti ekki möguleika í hraðann. Fyrir mig að fá hug- mynd er eins og að losa tungu frosna við ljósastaur: Það þarf utanaðkomandi aðstoð með heitan þvottapoka. Og það er sársaukafullt. Hugur Svavars Péturs var samfelld ljósasýn- ing hugmynda. Það kallaði heldur á utanaðkomandi aðstoð að ná þeim á blað. En þær fóru ekki endilega með himinskaut- um þessar hugmyndir; þær fóru fyrst og fremst með jörðu og lýstu upp hversdagslegustu skúmaskotin. Hann sýndi okk- ur að líka þar leynist manns- andinn, hrár og tær. Svavar Pétur var mikill sagnamaður og sagði frá af fá- dæma innlifun. Það var því óendanlega gaman að sjá Prins Póló fæðast og koma í svo eðli- legan, látlausan, hressan og kærulausan búning mörgum af skemmtilegustu eiginleikum höfundar síns: hárfínum húm- or, lúmskri stríðni, orðagríni, fimmaurum og rótgrónu pönki. Svavar Pétur var sagnaskáld sem greindi þjóð sína og setti fram á sinn einstaka hátt. En það sem var kannski allra áhugaverðast og gerði hann svo heilan og fallegan er að hann var alltaf og aldrei að grínast. Ég kveð þennan dýrmæta vin á sama hátt og hann kvaddi mig fyrir stuttu: Vertu sæl systir góð! Elsku Berglind, Aldís, Elísa og Hrólfur. Elsku Aldís og Eysteinn, Elsa og Þráinn. Guð blessi ykkur. Pétur Már Gunnarsson. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.