Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Ráðherrann Penny Mordaunt varð í
gær fyrst til þess að tilkynna um
framboð sitt í leiðtogakjöri breska
Íhaldsflokksins, en framboðsfrestur
rennur út á mánudaginn. Sagði Mor-
daunt að hún vildi „nýtt upphaf,
sameinaðan flokk og forystu sem
fylgdi þjóðarhag.“
Rishi Sunak, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, var hins vegar enn
sagður njóta mests stuðnings meðal
þingmanna Íhaldsflokksins, þó hann
hefði ekki formlega gefið kost á sér.
Sajid Javid og Dominic Raab, sem
báðir sátu í ríkisstjórn með Sunak,
lýstu yfir stuðningi sínum við hann í
gær.
Boris Johnson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, þykir þó enn líklegur
til þess að gefa kost á sér, en hann
var í gær á leiðinni heim til Bret-
lands eftir stutt leyfi við Karabíska
hafið.
Stóra spurningin er sögð vera sú
hvort Johnson geti fengið 100 þing-
menn til þess að styðja framboð sitt,
en það er þröskuldurinn sem framá-
menn í Íhaldsflokknum hafa ákveðið
fyrir framboð.
Bandamenn Johnsons segja að
hann sé sá eini sem geti afstýrt af-
hroði í næstu þingkosningum, en
skoðanakannanir nú benda til þess
að Íhaldsflokkurinn myndi glata
tveimur af hverjum þremur þing-
sætum sínum ef kosið væri nú.
Varnarmálaráðherrann Ben Wal-
lace tók af skarið með það í gær að
hann myndi ekki bjóða sig fram, og
sagðist aðspurður hallast að stuðn-
ingi við Johnson. Hann sagði þó að
Johnson þyrfti enn að svara ýmsum
spurningum vegna þeirra hneykslis-
mála sem bundu endi á forsætisráð-
herratíð hans, en siðanefnd þingsins
rannsakar nú hvort Johnson hafi
logið að þinginu um veisluhöld í
Downingstræti 10.
AFP/Breska þingið/Jessica Taylor
Í framboði Penny Mordaunt sat fyr-
ir svörum í þingsalnum í vikunni.
Mordaunt til-
kynnir framboð
- Boris sagður eygja endurkomu
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
sagði í ávarpi sínu við Evrópuráðið í
fyrrakvöld að Rússar hefðu komið
fyrir sprengiefni við Kakhovka-stífl-
una í Kerson-héraði og sakaði hann
Rússa um að ætla sér að sprengja
stífluna í loft upp, en flóðin sem
gætu hlotist af því gætu leitt af sér
miklar hörmungar í héraðinu. Áætl-
aði Selenskí að rúmlega 80 þétt-
býlisstaðir, þar á meðal Kerson-
borg, myndu verða fyrir flóðinu og
hundruð þúsunda manna gætu orðið
fyrir áhrifum af því.
Stíflan er hluti af vatnsorkuverinu
í Kakhovka, sem er um 57 kílómetr-
um frá Kerson-borg, einu héraðs-
höfuðborginni sem Rússar hafa náð
á sitt vald í innrásinni til þessa, en
hersveitir Úkraínumanna eru sagð-
ar nálgast borgina jafnt og þétt.
Bandaríska hugveitan Institute
for the Study of War, ISW, hefur
einnig varað við því að Rússar kunni
að sprengja upp stífluna, þar sem
slík aðgerð gæti hjálpað þeim að
skýla sér á flótta frá héraðinu, nú
þegar gagnsókn Úkraínumanna að
Kerson-borg er hafin á ný.
ISW sagði í skýrslu sinni að nýleg
ummæli Sergeis Súróvíkin, yfir-
hershöfðingja Rússa í Úkraínu, þar
sem hann sakaði Úkraínumenn um
að undirbúa árásir á stífluna, bentu
til þess að Rússar ætluðu sér að
sprengja hana upp sjálfir og kenna
Úkraínumönnum um.
Leppstjórar Rússa í Kerson-hér-
aði hafa hins vegar neitað ásökunum
um að þeir hafi í hyggju að sprengja
stífluna í loft upp, en lónið sem stífl-
an myndar er hluti af vatnskerfi
Krímskaga og geymir um 85% af
vatnsforða skagans.
Þá sagði Kírill Stremousov, vara-
leppstjóri Rússa í Kerson-héraði, að
Kerson-borg væri nú að vígbúast
líkt og virki til varnar gegn yfirvof-
andi árás Úkraínumanna.
Stremousov sakaði einnig Úkra-
ínumenn um að hafa skotið á Anton-
ivskí-brúna í héraðinu, en fjórir
Rússar eru sagðir hafa fallið í árás-
inni, þar af tveir blaðamenn.
Vill eftirlitsmenn að stíflunni
Selenskí hefur óskað eftir því að
vesturveldin vari Rússa við afleið-
ingum þess, auk þess sem hann ósk-
aði eftir viðveru alþjóðlegra eftir-
litsmanna við stífluna til þess að
koma í veg fyrir skemmdarverk á
henni.
Denís Smígal, forsætisráðherra
Úkraínu, tók undir þær óskir í gær
og sagði að alþjóðlegir sérfræðingar
þyrftu að rannsaka orkuverið hið
fyrsta. Þá varaði Smígal við því að ef
stíflan brysti gæti það einnig haft
áhrif á kælikerfin í kjarnorkuverinu
í Saporísja-héraði, sem enn er á
valdi Rússa.
Shoígú og Austin tala saman
Varnarmálaráðherrar Rússlands
og Bandaríkjanna, þeir Sergei
Shoígú og Lloyd Austin, ræddust
við í síma í gær. Er það einungis í
annað sinn sem ráðherrarnir ræða
saman frá upphafi stríðsins.
Hvorugt ríkið gaf mikið upp um
innihald samtals þeirra, en þó kom
fram í fréttatilkynningum beggja að
ráðherrarnir hefðu rætt ástandið í
Úkraínu. Lagði Austin áherslu á
mikilvægi þess að halda samskipta-
línum opnum á milli ríkjanna
tveggja.
Ráðherrarnir ræddu síðast saman
í maímánuði og skoraði Austin þá á
Rússa að hefja þegar í stað vopna-
hlé. Ekki kom fram hvort hann hefði
endurtekið þá beiðni nú.
Óttast um öryggi stíflunnar
- Selenskí sakar Rússa um að ætla sér að sprengja upp Kakhovka-stífluna - Myndi hafa áhrif á um 80
þorp og bæi - Leppstjórar Rússa neita ásökunum Úkraínustjórnar - Varnarmálaráðherrar ræðast við
AFP/Olga Maltseva
Stíflan Rússneskir hermenn sjást hér á vakt við Kakhovka-stífluna í maí sl.
Giorgia Meloni varð í gær fyrsta konan til að gegna
embætti forsætisráðherra á Ítalíu, en flokkur hennar,
Bræðralag Ítalíu, vann mikinn kosningasigur í þing-
kosningunum í september.
Meloni tilkynnti um ráðherraskipan í ríkisstjórn
sinni eftir útnefningu sína, og var ráðherralistinn túlk-
aður sem tilraun hennar til þess að róa helstu banda-
menn Ítala í Evrópusambandinu, þar sem helstu emb-
ætti fóru til „hófsamari“ þingmanna samstarfs-
flokkanna. Þá hefur Meloni lagt áherslu á að línu
vesturveldanna verði fylgt varðandi stuðning við Úkra-
ínu, og sagt að annað komi ekki til greina.
Meloni tekin við stjórnartaumunum
AFP/Ettore Ferrari