Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
✝
Ásbjörn Ólafur
Sveinsson
fæddist á Siglufirði
24. nóvember 1942.
Hann lést á heimili
sínu 11. október
2022.
Foreldrar hans
voru Sveinn Ás-
mundsson bygg-
ingameistari, f. 16.
júní 1909, d. 26.
febrúar 1966, og
Margrét Snæbjörnsdóttir hús-
freyja, f. 8. ágúst 1912, d. 13.
desember 1983.
Systkini Ásbjörns eru Stein-
unn, f. 6. janúar 1934, d. 3. febr-
úar 2019, og Snæbjörn, raf-
magnstæknifræðingur, f. 19.
september 1946.
Ásbjörn giftist Hildi Svafars-
dóttur, f. 14. apríl 1946, árið
1964 og áttu þau saman einn
son: Svavar, f. 30. apríl 1964.
Hann á synina Viktor Örn, f.
1994, og Jón Orra, f. 2001, og
skole í Kaupmannahöfn. Hann
vann síðan sem lyfjafræðingur
við Lyfjaverslun ríkisins 1969-
1984, en 1984 opnaði hann Ísa-
fjarðar Apótek og starfaði þar
sem lyfsali til 2003. Seinustu
starfsárin vann hann sem lyfja-
fræðingur á Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða.
Á sínum yngri árum var Ás-
björn mikið í frjálsum íþróttum
hjá hinum ýmsu ungmenna-
félögum og Breiðabliki. Setti
hann Íslandsmet í spjótkasti
1973 og átti þá fyrir UMSS met í
sömu grein. Var hann góður í
öðrum kastgreinum líka, til að
mynda kringlukasti. Grænahlíð,
sumarbústaður Ásbjörns, var
hans uppáhaldsstaður og naut
hann þess að vera þar. Hann
hafði einnig gaman af því að
renna sér á skíðum og átti hann
hóp skíðafélaga sem hann ferð-
aðist með. Þá skemmti hann sér
við ljósmyndun, hlustaði á klass-
íska tónlist og las mikið.
Útför Ásbjörns fer fram í Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 22. október
2022, kl. 13. Útförinni verður
streymt, hægt er að nálgast
streymið á Facebook-síðu Við-
burðastofu Vestfjarða eða í
gegnum hlekk á mbl.is/andlat.
eitt barnabarn.
Ásbjörn giftist
Dagnýju Báru
Þórsdóttur, f. 23.
janúar 1945, d. 25.
apríl 1996, árið
1970 og áttu þau
dótturina: Nínu
Björk, f. 14. apríl
1974. Maður henn-
ar er Björn Ágústs-
son og eiga þau
dæturnar: Báru
Sól, f. 2001, og Valgerði Björk,
f. 2003.
Ásbjörn giftist Sólveigu
Kjartansdóttur, f. 1. júní 1962,
árið 2002. Sólveig á börnin Ey-
þór, f. 1987, Önnu Lucie, f. 1989,
og Elísabetu, f. 1991, ásamt fjór-
um barnabörnum.
Ásbjörn varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1963. Hann lærði síðan lyfja-
fræði lyfsala við Háskóla Íslands
og lauk síðan framhaldsnámi frá
Danmarks farmaceutiske Høj-
Elsku hjartans Ási minn, því-
lík lífsins lukka að fá þig sem
fóstra, betri pápa hefði ég ekki
getað beðið um. Þolinmóðari
mann var erfitt að finna og áttir
þú svo sannarlega skilið orðu
fyrir þolinmæði. Enn þá er það
með öllu óskiljanlegt hvernig þú
hafðir þolinmæði fyrir því að
sitja yfir mér og aðstoða mig við
að læra undir stærðfræðiprófin í
framhaldsskóla. Ég hafði engan
áhuga á námsefninu og skilning-
urinn var ekki upp á marga
fiska. Ég kom iðulega alltaf dag-
inn fyrir próf, eða jafnvel búin að
falla einu sinni og á leið í end-
urtektarpróf og bað þig um
hjálp. Alltaf varst þú tilbúinn að
hjálpa en svo kom að því að þú
nenntir ekki að kenna mér heila
önn á einni kvöldstund og settir
það skilyrði fyrir eðlis- og efna-
fræðina að ég myndi sitja með
þér í að minnsta kosti klukku-
stund á viku og læra. Þá önn
settumst við niður alla fimmtu-
daga, lærðum saman og aðstoð-
aðir þú mig við öll heimaverk-
efnin sem þurfti að skila. Ef ég
fékk ekki tíu fyrir heimaverkefni
skoðaðir þú athugasemdirnar
sem lækkaði einkunnina, sendir
mig svo með athugasemdir til
kennarans um að hann hefði
rangt fyrir sér. Í öllum tilvik-
unum hækkaði einkunnin upp í
tíu aftur. Í lok námskeiðsins var
námseinkunin það há að ekki
þurfti ég að þreyta lokapróf í
námsefninu og var það þá sem
ég áttaði mig á að það væri betra
að læra jafnt og þétt yfir önnina
en ekki bara rétt fyrir lokapróf.
Í sumó fannst þér best að vera
og voru þið mamma farin að telja
niður dagana þar til að svæðið
opnaði í apríl. Í sumó vorum við
alltaf að brasa eitthvað, hvort
sem það var viðhaldsvinna eða
eitthvað annað, verkefnin voru
endalaus. Þú varst alltaf uppfull-
ur af hugmyndum um það sem
hægt væri að gera og hvernig við
ætluðum að gera hlutina. Tíminn
sem við áttum í sumó var svo æð-
islegur og lærði ég svo mikið af
þér því þú varst uppfullur af alls
konar fróðleik.
Þú varst mikill græjukall og
áttir alltaf flottustu græjurnar.
Ég var ekki há í loftinu þegar þið
mamma byrjuðuð saman og
fannst mér svo flott að þú áttir
DVD tæki. Við ræddum um alls
konar græjur og innan við viku
fyrir andlát þitt fórum við saman
og keyptum nýjustu hljómgræj-
urnar við nýja sjónvarpið. En þó
svo að þú hafir verið staddur á
Ísafirði og ég í Reykjavík þá fór-
um við oftar en ekki saman í
búðir. Ég fór á staðinn, hringdi í
þig og síðan versluðum við sam-
an.
Við vorum svo miklir vinir,
gátum spjallað endalaust og átt-
um við svo mörg sameiginleg
áhugamál. Í sumar sátum við
saman heila kvöldstund og
ræddum um skíðaferð sem ég er
að fara í. Nokkrum dögum
seinna var ég komin með lista frá
þér um hvað hægt væri að gera
og skoða á staðnum. Ég var orð-
in svo spennt að fara út, fara á
alla staðina og sýna þér myndir
frá svæðinu, en því miður verður
ekkert úr myndasýningunni en á
staðina fer ég.
Þakklæti er mér efst í huga,
ég er svo þakklát fyrir okkar vin-
skap og samband. Þú varst eitt
af foreldrum mínum og var ég
alltaf litla stelpan þín. Söknuður-
inn er mikill og lífið verður ekki
það sama án þín.
Ég elska þig elsku Ási minn.
Þín dóttir,
Elísabet.
Þegar Ásbjörn og mamma
byrjuðu að hittast fyrir 24 árum
var ég kannski ekki á besta aldr-
inum til að taka á móti stjúpa.
Ásbjörn sá það, en var afskap-
lega fljótur að mynda tengsl við
mig. Úr varð vinasamband sem
var sterkt alla tíð. Hann setti sig
inn í öll mín áhugamál og við átt-
um margt sameiginlegt. Áhugi
okkar á kvikmyndum, spennu-
sögum og Arsenal var okkar flöt-
ur. Föstudagarnir voru okkar,
fórum í Hamraborg og fengum
okkur hamar og tippuðum. Held
að við séum verstu tipparar í
sögunni, fórum alla föstudaga í
nokkur ár og unnum ekki krónu.
Það skipti ekki öllu, þetta var
okkar stund. Síðan horfðum við á
alla leiki saman á helgum. Há-
punkturinn var svo þegar við
fórum saman á Highbury og
sáum okkar menn kjöldraga
Charlton. Ferðin okkar til Lond-
on er eftirminnileg og betri
ferðafélaga var ekki hægt að
óska sér.
Kvikmyndaáhuginn var síðan
það sem við áttum sameiginlegt,
held að þú hafir nefnilega lagt
allt þetta fótboltavesen á þig fyr-
ir mig, sem segir svo mikið um
þig. Ég man enn eftir því þegar
við leigðum okkur Matrix og
dvd-spilara og horfðum á saman.
Við vorum agndofa, aldrei séð
annað eins. Græjukarlinn sem þú
varst pantaðir dvd-spilara dag-
inn eftir. Enda er til meðalstór
vídeóleiga í Ásbyrgi í dag. Þegar
ég byrjaði að lesa bækur af ein-
hverju viti þá áttum við okkar
sögur; Harry Hole eftir Nesbö
var okkar maður.
Þú varst frábær afi og krakk-
arnir mínir tala svo fallega um
þig. Bjarni og þú áttuð einstakt
samband, þú ert eini maðurinn
sem hafðir þolinmæði til að
kenna Dísu að spila og hún legg-
ur kapal út í eitt, þú hafðir svo
gaman af Karólínu og þið lituðuð
ófáar myndirnar, Emil, litli
stubburinn, veit að afi á alla
lykla og það er bannað að fara í
stigann. Þú munt lifa áfram með
okkur og ég skal passa að krakk-
arnir muni eftir afa Ásbirni. Þið
mamma áttuð einstakt samband
og ég finn að mamma er hálf án
þín. Við skulum passa upp á
hana saman. Takk fyrir allt Ás-
björn minn, ég er þakklátur fyrir
allt sem þú gafst mér og mínum.
Eyþór Bjarnason.
Elsku bróðir. Þá sit ég hér og
er orðinn einn eftir af fjölskyld-
unni okkar. Margar minningar
koma upp í hugann við fráfall
þitt.
Þú varst alltaf fyrirmynd mín
í flestöllu þó að ólíkir værum. Ég
þessi flautaþyrill en þú alltaf ró-
legur og yfirvegaður. Ég man
þegar við deildum litlu herbergi
á Skagfirðingabrautinni, ég 11
ára og þú orðinn 15 ára. Það
voru oft að koma skólasystur í
heimsókn til þín og þá var nær-
vera mín ekki æskileg, þetta var
mér alveg óskiljanlegt. Þú
skammaðist þín mikið fyrir mig
þegar móðir okkar hafði verið
flutt suður fárveik og þú varst
settur í það að fara með mig á
barnaball í Bifröst. Þegar við
komum heim sagðirðu við Unnu
systur: „Hvað heldurðu að þetta
fífl hafi gert. Hann fór upp á svið
og fór að syngja!“ (Mér fannst ég
bara standa mig vel.)
Eftir að við urðum báðir full-
tíða menn varð bróðernið að
mikilli og sterkri vináttu. Marg-
ar fórum við saman skíðaferð-
irnar tveir einir eða með fjöl-
skyldum og vinum. Eitt sinn sem
oftar vorum við á skíðum á Ísa-
firði og Gísla 10 ára tókst að fá
mömmu sína og Báru með sér
upp í efri brekkuna á Seljalands-
dal. Inga varð lofthrædd þegar
hún horfði niður brekkuna og
tók langan tíma að komast niður.
Þú sagðir seinna meir að þetta
hefði verið í eina skiptið sem
Bára fór í efri brekkuna. Þú áttir
mjög erfiða daga efir að þú
misstir hana Báru en þá kom
Sólveig eins og sólargeisli inn í
líf þitt og allt breyttist til betri
vegar.
Elsku Solla mín, ég og fjöl-
skyldan vottum þér og fjölskyldu
þinni dýpstu samúð vegna frá-
falls Ásbjarnar. Elsku bróðir, ég
kveð þig með mikilli sorg og
söknuði.
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þinn bróðir,
Snæbjörn.
Það var sumarið 1984 sem ég
hitti Ásbjörn í fyrsta skiptið. Ás-
björn var þá nýtekinn við sem
apótekari á Ísafirði, en hann
hafði áður unnið í mörg ár hjá
Lyfjaverslun ríkisins. Hann og
Bára heitin fyrri konan hans
komu í heimsókn til okkar eitt
kvöldið. Það er alltaf minnis-
stætt þegar maður hittir fólk í
fyrsta skiptið. Tilefni heimsókn-
arinnar var að heilsa upp á Ás-
laugu konuna mína, sem var eina
manneskjan sem þau þekktu á
nýju heimaslóðunum. Þau höfðu
hist fyrst einhverjum átta árum
áður, Áslaug og móðir Ásbjörns
unnu saman.
Fljótlega bað hann mig að
hjálpa sér í viðgerðarvinnu á
sumarbústaðnum, einnig í gamla
apótekinu í Hafnarstrætinu. Það
fór vel á með okkur. Ásbjörn
hafði unnið við ýmislegt áður en
hann varð lyfjafræðingur, t.d.
byggingarvinnu hjá föður sínum,
sem var byggingarmeistari,
vegavinnu, síldveiðar og í Hag-
kaup hjá Pálma frænda sínum
við að sníða niður efni í hina vin-
sælu Hagkaupssloppa, sem önn-
ur hver húsmóðir klæddist.
Það voru honum og Nínu dótt-
ur hans erfið ár þegar Bára
greindist með krabbamein og dó
eftir nokkurra missera veikindi.
Ásbjörn kvæntist síðar Sól-
veigu Kjartansdóttur, eftirlifandi
eiginkonu hans. Hún hugsaði vel
um hann.
Ásbjörn var drengur góður,
aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni, hafði greinilega
fengið gott uppeldi og veganesti
út í lífið. Ásbjörn var stór og
sterkur, með stórar hendur, en
mér fannst hann vera viðkvæm
sál. Á sínum yngri árum stund-
aði hann frjálsar íþróttir, aðal-
lega spjótkast, og náði talsverð-
um árangri þar.
Í seinni tíð kíkti Ásbjörn
stundum til mín á trésmíðaverk-
stæðið.
Enginn ræður við elli kerlingu
og var líkami hans farinn að láta
sig, eins og bakið og í lokin var
hjartað farið að bila.
Farðu í friði vinur.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sólveigar, Svavars, Nínu, Snæ-
björns og fjölskyldna.
Magnús Helgi
Alfreðsson.
Árið 1976 kynntist ég Mar-
gréti Snæbjörnsdóttur sem var
ráðskona á heimili í Reykjavík.
Ég kom inn á heimilið til að ann-
ast lítið barn og var sjálf á 18.
ári. Hún tók vel á móti mér, var
eins og amma barnanna á heim-
ilinu. Við áttum góðar stundir
saman á Íslandi og úti í Grikk-
landi. Við Margrét fórum í heim-
sókn upp í Hóla til Ásbjörns,
Báru og Nínu, það voru mín
fyrstu kynni af þeim.
Árið 1984, þegar ég og skóla-
systkin mín vorum með árgangs-
mót á Ísafirði, frétti ég að Ás-
björn og Bára væru að flytja til
Ísafjarðar. Þau væru stödd uppi
í apóteki. Það skipti engum tog-
um, við tókum okkur saman
nokkur og drifum okkur til fund-
ar við þau. Þar með vorum við
búin að tengjast á nýjum slóðum.
Nokkrum mánuðum síðar
ákvað ég að stofna saumaklúbb
og bauð Báru í hann. Hún þáði
boðið og var í honum upp frá því.
Á þessum árum hittumst við oft
á heimili þeirra og víðar. Ásbjörn
mætti með eiginmönnum okkar,
þegar við vorum með slútt á vor-
in.
Fyrsta árið þeirra á Ísafirði
bauðst Ásbirni að mæta í mat til
móður minnar á Þorláksmessu
og snæða með okkur skötu.
Hann þáði það, þar sem Báru
hugnaðist ekki þessi eðalmatur.
Upp frá þessu mætti Ásbjörn
alltaf til okkar fjölskyldunnar í
hádeginu á Þorláksmessu. Ég
kallaði hann Þorláksmessusvein-
inn okkar.
Við áttum góðar stundir inni í
Tungudal (Tunguskógi) í bú-
staðnum þeirra Grænuhlíð, sem
fór í snjóflóðinu árið 1994. Þau
reistu sér nýjan bústað, sem
nefnist líka Grænahlíð.
Magnús eiginmaður minn og
Ásbjörn náðu vel saman og var
kært á milli þeirra. Hann aðstoð-
aði hann nokkrum sinnum við
smíðaverkefni, inni í Skógi og í
Ásbyrgi.
Bára féll frá árið 1996, en síð-
ar kvæntist Ásbjörn henni Sól-
veigu sinni. Við heimsóttum þau
í Grænuhlíð og Ásbyrgi, þau
komu til okkar í veislur og á Þor-
láksmessu í skötuna. Því miður
töldum við mæðgur að Sólveig
hefði heldur ekki áhuga á sköt-
unni, en þegar ég spurði Ás-
björn, þá kom í ljós að hún sat
heima, þar sem henni var aldrei
boðið með honum! Þessu var
kippt í liðinn og mættu þau hjón-
in saman upp frá því.
Ásbjörn og mamma áttu sama
afmælisdag, einnig elsta barnið á
heimilinu þar sem við móðir hans
kynntumst. Það var auðvelt fyrir
mig að muna þann dag. Ég hafði
einmitt rætt um stórafmælið í
næsta mánuði, daginn áður en ég
fékk símtalið um að Ásbjörn
hefði látist um nóttina.
Barnabörnin okkar fengu
einnig góðar móttökur hjá þeim
hjónunum og fengu að heim-
sækja þau í Grænuhlíð.
Ásbjörn var hæglátur og ljúf-
ur maður, það leið öllum vel í ná-
vist hans og það féllu ekki
styggðaryrði frá honum um aðra.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Innilegar samúðarkveðjur frá
fjölskyldunni í Hæstakaupstað
til fjölskyldunnar hans Ásbjörns,
með þakklæti fyrir tryggðina og
allar góðu stundirnar í gegn um
tíðina.
Áslaug, Magnús,
Helga, Rakel, Stjarna,
Anna og Markús.
Ásbjörn Ólafur
Sveinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLA MAGNÚSDÓTTIR,
Grænumörk 1, Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum
á Eyrarbakka föstudaginn 7. október.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn
27. október klukkan 14.
Fyrir hönd ættingja,
Margrét Pálsdóttir
Lilja Pálsdóttir
Bjarni Pálsson
Magnús Halldór Pálsson
Okkar ástkæri
ÁRNI GUNNARSSON
frá Reykjum á Reykjaströnd
lést á Landspítalanum Hringbraut
11. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Elísabet Svafarsdóttir
Helga Sigríður Árnadóttir Grétar Andrésson
Gunnar Ingi Árnason
Steindór Árnason Jóna Björk Sigurðardóttir
Pála María Árnadóttir Kristján Theodórsson
Gyða Árnadóttir
Vala Árnadóttir Sigurður Gauti Hauksson
Jón Gauti Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA RAGÚELS
lést laugardaginn 15. október.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 28. október klukkan 13.
Margrét Ragúels Halldór Hannesson
Sigurlína Ragúels Ellert Rúnar Finnbogason
Björg Ragúels Gunnar Sigursteinsson
Erna Ragúels Magnús Jónsson
Rósa Ragúels Víðir Gunnlaugsson
ömmu, langömmu og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar og amma,
HILDUR GÍSLADÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
áður til heimilis á Fálkagötu 3,
lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt
föstudagsins 7. október.
Útförin verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 31. október
klukkan 13.
Ómar Stefánsson
Sara Stef. Hildardóttir
Rakel Hildardóttir
Dýrleif Gígja Magnadóttir
Úlfhildur Melkorka Magnadóttir
Sólbjört Vera
Steinunn Lilja Draumland
Freyja Eilíf Draumland