Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Skoðið Laxdal.is 20% afsláttur VATTERAÐAR ÚLPUR Fasteignir skipin 62 og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Það var árið 2019. Far- þegar voru samtals 14.675 sem er mesti fjöldi farþega frá því skemmti- ferðaskip fóru að leggja leið sína til Eyja. Fleiri skemmtiferðaskip skila tekjum til hafnarinnar og fyrirtækja í ferðaþjónustu og skipta því miklu fyrir Vestmannaeyjar sem ferða- mannabæ. Það athyglisverða er að tímabil- ið er að lengjast og það í báða enda. Fyrsta skipið í ár kom 5. maí og það síðasta 20. september. Af þessum 62 skipum voru tíu á legu utan hafnar. Það stærsta var Boletta, 62.375 brúttótonn, 237 metra langt og með 745 farþega. - - - Það er líka góður gangur í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Bolfiskveiðar ganga vel og sama má segja um uppsjávarveiðar. Loðnu- vertíð síðasta vetur var sú stærsta í mörg ár. Makrílvertíðin var stremb- in, langt að sækja og veiðisvæðið stórt en öflug og vel útbúin skip björguðu því sem bjargað varð. Aft- ur á móti er góður gangur í veiðum á norsk-íslensku síldinni sem er í miklu magni grunnt út af Aust- fjörðum. Er kvótinn að klárast og þá taka við veiðar á íslensku síldinni. - - - Mikil uppbygging hefur verið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og er henni hvergi lokið. Síðasta ára- tuginn hefur Ísfélagið fjárfest fyrir 31,5 milljarða, Vinnslustöðin fyrir 22 milljarða og og Leo Seafood fyrir 1,7 milljarða. Samtals um 55 milljarðar á tíu árum og þau eru hvergi hætt. Ísfélagið er að byggja nýtt móttöku- hús fyrir loðnuhrogn og Vinnslu- stöðin stefnir að enn frekari upp- byggingu og endurnýjun á sjó og landi. Aðilar tengdir Leo Seafood hafa stofnað fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFC) sem er að byggja seiðaeldisstöð og undirbýr byggingu landeldisstöðvar fyrir lax og vinnsluhúss í Viðlagafjöru. Gert er ráð fyrir að framleiða fjórar millj- ónir seiða á ári og framleiðslan verði rúm tíu þúsund tonn á ári þegar allt er komið í fullan gang. Borað verður eftir sjó en sjávarhiti við Vestmannaeyjar hentar vel til fisk- eldis. Í Vestmannaeyjum þarf að nýta ferskt vatn eins og kostur er. Verður beitt nýrri tækni við bæði hreinsun og nýtingu á vatninu og sjónum sem fæst úr borholunum. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir yfir 100 störfum sem gæti þýtt að íbúum í Eyjum fjölgaði um 300. - - - En lífið er ekki bara saltfiskur. Síðasta haust fór af stað í fyrsta bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) þróunarverkefnið „Kveikj- um neistann!“. Eitt af grunnmark- miðum þess er að efla nemendur í lestrarfærni og almennri grunn- færni í skóla. Verkefnið er viða- mikið og margir koma þar að en Hermundur Sigmundsson prófess- or leiðir það í samvinnu við skóla- samfélagið í Vestmannaeyjum og fjölmarga aðra. Árangur eftir fyrsta árið er mjög athyglisverður og framfarir nemenda gefa góðar vonir um framhaldið. Í gær var fjölmennt málþing í Vestmannaeyjum þar sem árang- urinn var skoðaður. Lofar hann góðu, framfarir nemenda ótrúlega miklar þegar upp var staðið í vor. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Matey, tugmilljarða fjárfestingar og Kveikjum neistann ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það var merkt framtak þegar veitingamenn í Vestmannaeyjum og stóru fiskvinnslufyrirtækin þar slógu saman og efndu til stórveislu sem fékk nafn við hæfi, Matey. Og eins og alltaf þegar Eyjamenn halda veislu var ekki tjaldað til einnar nætur. Dugðu ekki minna en fjög- urra daga hátíðahöld þar sem snill- ingarnir á veitingastöðunum Næs, Einsa kalda, Slippnum og Gott, með aðstoð ekki minni snillinga frá út- löndum, göldruðu fram rétti sem svo sannarlega kitluðu bragðlaukana. Þarna sameiðu krafta sína tvær meginstoðir í atvinnulífi Vest- mannaeyja, sjávarútvegur og ferða- þjónusta, og þessa helgi eins og allar aðrar stóðu Vestmannaeyjar undir nafni sem ein allsherjar MATEY. Ferðaþjónustan getur vel við unað því aldrei hafa fleiri tekið sér far með Herjólfi en það sem af er þessu ári og stefnir í að árið 2022 verði metár hjá Herjólfi. Komur skemmtiferðaskipa eru einn liður ferðaþjónustu og vaxandi. Í ár voru Eyjar Stund milli stríða hjá starfsfólki netagerðar Hampiðjunnar í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.