Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 „JA, FYRIR MÉR ER SKORDÝRAEITUR EINMITT SKORDÝRAEITUR OG ÞIÐ SKULDIÐ MÉR ÞVÍ NÝJA RÚÐU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... það sem gerir sérhvern dag okkar saman sérstakan. SVO ÞÚ NOTAR MOTTUNA SVONA? KATTA- JÓGA ÉG ER SVANGUR! GRÍPTU EITTHVAÐ ÚR BÚRINU! ÉG ER MJÖG SVANGUR! GRÍPTU EITTHVAÐ ÚR FJÁRHÚSUNUM! „ÞÚ ÆTTIR KANNSKI AÐ FÁ ÞÉR SMÆRRI HUND.“ 2021 og sveitarstjórnarkosningum 2022. Hún hélt erindi um skáldkonuna Ólöfu á Hlöðum í Ljóðasetri Ís- lands á Siglufirði. „Ég féll svo rosalega fyrir henni af því mér fannst hún yrkja ljóð sem ná djúpt inn í sálina og saga hennar var svo mögnuð. Svo verð ég með erindi fyrsta laugardag í nóvem- ber á vegum Fræðamannafélags Siglufjarðar um rannsóknina sem ég gerði í námi mínu við Háskól- ann á Bifröst um áhrif síldar- stúlkna.“ Áhugamál Hönnu eru mörg en þau helstu eru ferðalög, skíði og fjallgöngur. „Svo eru vina- og fjöl- skyldustundir mikilvægar því það er jú það dýrmætasta sem maður á. Ég ferðaðist ekki mikið í sumar af því ég var í náminu. Ég fór í klassískt íslenskt frí til Tenerife, en ég er ekki alveg sú týpa, kýs frekar framandi slóðir eins og Taí- land og Balí eða sögufrægar borg- ir en þetta er allt gott í bland.“ Næsta ferðalag hennar er til Edinborgar í nóvember með saumaklúbbnum. „Við fljúgum frá Akureyri með Niceair sem er al- veg frábær möguleiki.“ Hanna hélt upp á afmælið um síðustu helgi. „Þá kom óvænt æskuvinkona mín frá Kanada í partíið og við ætlum að fara saman ásamt fleiri vinkonum á afmæl- istónleika Gumma í Sálinni sem haldnir verða í kvöld.“ Fjölskylda Systkini Hönnu eru Sigurjón Hrafn Ásgeirsson, f. 24.5. 1984, sjómaður á Siglufirði; Guðni Brynjólfur Ásgeirsson, f. 17.10. 1993, landslagsarkitekt í Ósló, og Katrín Elva Ásgeirsdóttir, f. 24.9. 1995, leikskólaliði á Siglufirði. Foreldrar Hönnu eru hjónin Ásgeir Ingvar Sölvason, f. 8.4. 1960, bílstjóri, og Erla Gunnlaugs- dóttir, f. 26.7. 1959, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Þau eru búsett á Siglufirði. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir Sigurjóna Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Siglufirði Jón Gunnlaugsson rafvirki á Siglufirði Gunnlaugur Þorfinnsson Jónsson rafvirki á Siglufirði Þuríður Andrésdóttir starfsstúlka á Hótel Höfn, Siglufirði, síðar símadama á Borgarspítalanum, Reykjavík Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Kristrún Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Smiðshúsi Andrés Jónsson verkamaður í Smiðshúsi á Eyrarbakka Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir húsfreyja í Keflavík Guðni Brynjólfsson verkamaður í Keflavík Sölvi Guðnason bílstjóri á Siglufirði Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir húsfreyja á Siglufirði Guðrún Margrét Símona Hafliðadóttir húsfreyja á Siglufirði Ásgeir Guðni Gunnarsson vélstjóri á Siglufirði Ætt Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur Ásgeir Ingvar Sölvason bílstjóri á Siglufirði Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hryssan þetta heiti ber. Hetja kvikmyndanna er. Vínsopi það vera má. Vel á lofti megum sjá. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Frekar stygg er Stjarna mín. Stjörnur myndir prýða. Staupi í er stjarna vín. Stjörnur um hvolfin líða. Magnús Halldórsson á þessa lausn: Heitið Stjarna hryssan bar, í Hollívúdd finnst múvístar. Rónum stjarnan alkunn er, upp á himins brautum fer. Sigmar Ingason svarar: Við stallinn stendur Stjarna kembd og þvegin Stjörnum mörgum hvíta tjaldið hampar Stjarna í glas með þökkum oft er þegin Þung sigla ský þótt skíni himinlampar. Guðrún B. á þessa lausn: Hryssa heitir Stjarna, hún er stjarna barna. Stjarna: lögg í staupum. Stjarna: jörð á hlaupum. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Stjarna hryssu heiti er. Humphrey Bogart stjarna sú. Stjarna vín mun vera hér. Varpar stjarna ljóma nú. Þá er limra: Það var angist og uppnám hjá konum, og ekki nema að vonum, þegar filmstjarna ein kyssti afgamla Svein og andlitið datt af honum. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Óðardís mér lagði lið lausa stund að nýta, gátu til að glíma við getur hér að líta: Nú finna skal á fljóti vað. Finna á dúk svo megum það. Hluti víst á hespu er. Höfuðsynd, sem varast ber. Sr. Helgi Sveinsson kvað svo; Komdu og sýndu sæmd og rögg sól er í miðjum hlíðum. Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í smíðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Horft til stjarnanna Kringlan | Hafnartorg | Glerártorg | casa.is Nýtt í Casa Mueslii bakpokar Ítölsk gæði Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.