Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
Birgir Þórarinsson alþingis-
maður hefur farið víða að
kynna sér aðstæður þeirra sem
höllum fæti standa í heiminum, sem
eru ófáir. Hann tók þátt í umræðu á
þingi í vikunni um
stöðuna á landa-
mærunum með tilliti
til aukins fjölda hæl-
isleitenda, sem fram
fór að frumkvæði
Bergþórs Ólasonar
þingmanns.
- - -
Í ferð allsherjar- og mennta-
málanefndar á dögunum til
Danmerkur og Noregs sagðist
Birgir hafa spurt „sérstaklega að
því í Noregi hve margir væru búnir
að sækja um hæli frá Venesúela.
Það voru 70. Hér á Íslandi er þessi
tala að verða 700. Maður spyr sig
hvers vegna. Ég held að ég hafi
fundið svarið. Það er úrskurður
sem kærunefnd útlendingamála gaf
frá sér á þessu ári þar sem nefndin
segir í raun að allir þeir sem koma
frá Venesúela séu hingað velkomn-
ir og fái hér viðbótarvernd svokall-
aða.“
- - -
Birgir hvatti þingmenn til að lesa
úrskurðinn og sagði að í hon-
um væri því lýst að efnahags-
ástandið í Venesúela væri erfitt,
þar væri skortur á hreinu vatni og
fleira þess háttar sem búast má við í
landi sem er undir stjórn sósíalista.
Hann nefndi einnig að þessi úr-
skurður væri algerlega á skjön við
það sem tíðkaðist á Norðurlöndum
og að taka þyrfti á þessum sér-
íslensku aðstæðum.
- - -
Sumir þingmenn vilja taka á
þeim með því að opna landið
enn frekar og byggja svo bara
meira húsnæði fyrir þá sem koma.
Trúir því einhver að það muni
draga úr straumnum eða að við
ráðum við að taka við öllum þeim
sem vilja koma hingað í frítt fæði
og húsnæði?
Birgir
Þórarinsson
70 til Noregs,
700 til Íslands
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ísland er það land þar sem réttindi
barna standa styrkustum fótum, að
mati hollensku samtakanna Kids-
Rights. Er það fjórða árið í röð sem
Ísland er efst á þessum lista en sam-
tökin hafa birt hann árlega undan-
farinn áratug.
Svíþjóð er í öðru sæti á lista Kids-
Rights og Finnland í því þriðja.
Sviss, sem var í 2. sæti á listanum á
síðasta ári, fellur hins vegar í það 31.
nú. Í næstu sætum eru Holland,
Þýskaland, Lúxemborg, Danmörk,
Austurríki, Slóvenía og Noregur.
Alls eru 185 ríki á listanum og eru
Síerra Leóne, Afganistan og Tsjad í
neðstu sætunum. Listinn er byggður
á upplýsingum frá ýmsum stofn-
unum Sameinuðu þjóðanna og er
eins konar mæling á því hvernig
lönd uppfylla Barnasáttmála SÞ.
Aðstæður barna lítið batnað
Í ársskýrslu KidsRights, sem var
birt í vikunni, segir að aðstæður
ungmenna í heiminum hafi lítið sem
ekkert batnað síðasta áratuginn.
Nærri milljarður barna, um rúmur
þriðjungur allra barna í heiminum,
sé í mikilli hættu vegna loftslags-
breytinga. Þar af hefðu hitabylgjur
áhrif á líf um 820 milljóna barna, um
920 milljónir barna væru á svæðum
þar sem vatn skortir og yfir 600
milljónir barna þjáðust af sjúkdóm-
um á borð við malaríu og hitasótt.
Réttindi barna best tryggð hér á landi
- Ísland í efsta sæti á lista KidsRights yfir stöðu barna fjórða árið í röð
Morgunblaðið/Eggert
Börn Ísland fær hæstu einkunn.
Persónuvemd segir nauðsynlegt að
fjölga stöðugildum hjá stofnuninni
um 10 en þótt gert sé ráð fyrir því í
fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi að
fjárframlag hækki um 39 milljónir
króna á næsta ári með það að mark-
miði að styrkja starfsemi stofnunar-
innar séu litlar líkur á að hægt verði
að fjölga starfsfólki miðað við það
framlag.
„Staðan hjá Persónuvernd er
samt sú í dag að fólk hendist á milli
verkefna til að reyna að ná að gera
það sem þarf að gera. Þetta hefur
verið staðan hér ansi lengi og marg-
ir starfsmenn orðnir mjög lúnir. Það
er slæmt til lengdar að ná ekki að
sinna nema broti af því sem Per-
sónuvernd ber að sinna. Í þessu
sambandi má benda á að opin og
óafgreidd mál hjá Persónuvemd eru
nú 638 talsins. Þar af eru opin mál á
eftirlitssviði, sem sér um kvartanir
til stofnunarinnar, nú 192 talsins,
óafgreidd mál á öryggis- og úttekta-
sviði eru 86 talsins og óafgreidd mál
á sviði erlends samstarfs og fræðslu
253. Önnur opin mál eru 107,“ segir
í umsögn sem Helga Þórisdóttir for-
stjóri Persónuverndar hefur sent
Alþingi um fjárlagafrumvarp fyrir
næsta ár.
Segir þar að ef einungis verði
mætt allra brýnustu þörfum Per-
sónuverndar, og að svo stöddu ekki
tekið mið af þörf hennar fyrir 10
nýja starfsmenn, þá þyrfti heildar-
aukning á fjárveitingu nú að vera 67
milljónir króna.
Fram kemur í umsögninni að í
fjárlagafrumvarpinu sé tekið fram
að tímabundið framlag fyrir starf-
semi stofnunarinnar á Húsavík falli
niður. Tveir starfsmenn Persónu-
verndar eru á starfsstöð stofnunar-
innar á Húsavík.
638 mál óafgreidd
hjá Persónuvernd
- Stofnunin segir
fjárskort hamla
starfseminni
Morgunblaðið/Eggert
Persónuvernd Stofnunin segir
nauðsynlegt að auka fjárheimildir.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Comfy Peysukjóll
9.990 kr
Stærðir 42-60
Zip Ullarpeysa
10.990 kr
Stærðir 42-60
Wool Hneppt peysa
7.990 kr
Stærðir 42-60
Fransa Curve peysa
12.990 kr
Stærðir 42-56
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
PEYSUTÍMINN
ER KOMINN
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60
Þú getur skoðað úrvalið og
pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy
í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16