Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, og Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, hafa að undanförnu velt upp hugmyndum um breytingar á deildakeppninni í fótbolta með það fyrir augum að ungir leik- menn sem eru að berjast um sæti í liðum í efstu deild fái fleiri tækifæri til að spila. Sigurður vakti máls á því að hann væri með unga leikmenn í sínum hópi sem erfitt væri að halda í leikformi því ekki væri hægt að lána þá í neðri deildir án þess að missa þá þar með í hálft eða heilt tímabil. Í Noregi og víðar fá félög í efstu deild að senda varalið sín í þriðju og fjórðu efstu deild. Ef- laust myndu flest lið í efstu deild vilja koma á slíku fyrirkomulagi en ólíklegt er að það fengi braut- argengi á KSÍ-þingi vegna and- stöðu félaga í neðri deildum. En er þá ekki upplagt að finna leiðir til að breyta fyrirkomulagi á útláni leikmanna? Heimila lið- um í 1. deild og neðar að vera með tiltekinn fjölda lánsmanna úr efstu deild í sínum röðum, sem eru gjaldgengir, svo fram- arlega sem þeir hafa ekki komið við sögu í efstu deild síðustu vik- una eða svo? Eða vera með venslasamninga milli félaga á þann hátt að hvert lið í efstu deild megi vera með eitt venslafélag í neðri deild þar sem leikmenn geta færst á milli eftir ákveðnum skilyrðum? Þetta myndi eiga við um bæði Íslands- mót karla og kvenna. Þetta fyrirkomulag myndi gefa miklu fleiri ungum leik- mönnum tækifæri til að spila meistaraflokksleiki í hörku- keppni og halda þeim í betri leik- æfingu allt keppnistímabilið í stað þess að gera ekkert annað en að æfa og sitja á bekknum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KNATTSPYRNA Besta deild karla: Árbær: Leiknir R. – Keflavík ................ L13 Akranes: ÍA – ÍBV.................................. L13 Hlíðarendi: Valur – Breiðablik.............. L20 Úlfarsárdalur: Fram – FH..................... S14 Garðabær: Stjarnan – KA...................... S17 HANDKNATTLEIKKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – ÍBV .......................... L14 Selfoss: Selfoss – Fram.......................... L16 Kórinn: HK – KA/Þór ............................ L16 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan................. L18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Garðabær: Stjarnan – Hörður............... L16 Varmá: Afturelding – ÍBV..................... L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Skógarsel: ÍR – Breiðablik................ S18.15 Hlíðarendi: Valur – Fjölnir ............... S19.15 Keflavík: Keflavík – Grindavík ......... S19.15 Ásvellir: Haukar – Njarðvík ............. S20.15 UM HELGINA! Danmörk OB – Lyngby............................................. 3:1 - Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu hjá OB. - Sævar Atli Magnússon lék fyrri hálfleik- inn fyrir Lyngby en Alfreð Finnbogason verður frá keppni fram í janúar vegna meiðsla. Freyr Alexandersson þjálfar liðið, sem er neðst í deildinni. Staða efstu liða: Nordsjælland 13 7 4 2 20:12 25 Randers 13 6 5 2 22:17 23 Viborg 13 6 4 3 17:13 22 Silkeborg 13 6 3 4 22:17 21 B-deild: SönderjyskE – Hilleröd .......................... 2:3 - Atli Barkarson kom inn á í hálfleik hjá SönderjyskE, sem er í fjórða sæti deild- arinnar. >;(//24)3;( Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkjamaðurinn Elbert Matthews væri búinn að skrifa undir samning þess efnis að hann léki með liðinu á nýhöfnu tímabili. Matthews, sem er 27 ára gamall skotbakvörður, lék með Grindavík á síðasta tímabili og skipti þaðan yfir til Petro de Luanda í Angóla. Þar stoppaði hann hins vegar stutt og mun nú reyna fyrir sér í Vestur- bænum. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 stig að meðaltali í leik fyrir Grinda- vík. KR krækti í Bandaríkjamann Morgunblaðið/Árni Sæberg KR Elbert Matthews lék vel með Grindavík á síðasta tímabili. Eygló Fanndal Sturludóttir vann í gær til fyrstu gullverðlauna Íslend- ings á Evrópumeistaramóti í ólympískum lyftingum í sögunni þegar hún keppti á EM Junior og U23 í Tírana í Albaníu. Eygló, sem er 21 árs gömul, lét sér ekki einn gullverðlaunapening nægja. Hún vann gull í öllum þrem- ur greinum; í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Eygló bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og var t.a.m. 12 kg fyrir ofan keppandann sem hafnaði í 2. sæti á eftir henni í samanlögðu. Eygló Fanndal Evrópumeistari Ljósmynd/LSÍ Evrópumeistari Eygló Fanndal náði mögnuðum árangri í gær. FÓTBOLTI Ólafur Pálsson oap@mbl.is Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu og leikmaður Bayern München í þýsku 1. deild- inni, hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og var hvorki í leik- mannahópi íslenska kvennalands- liðsins í síðustu leikjum riðils Ís- lands í undankeppni HM í septem- ber né í umspilsleiknum gegn Portúgal 11. október síðastliðinn. Blaðamaður spjallaði við Karólínu Leu sem sagði að nýlega hefði end- urhæfing hennar skilað þeim ár- angri að það færi að styttast í end- urkomu hennar á völlinn. „Það eru tveir mánuðir síðan tek- in var sameiginleg ákvörðun um að ég færi í sérendurhæfingarhóp. Þetta gekk ágætlega til að byrja með en það getur tekið tíma að jafna sig á svona krónískum meiðslum. Ég er búin að vera að glíma við þessi meiðsl í um það bil ár en ég vonast til að geta farið að æfa aftur með lið- inu eftir um það bil mánuð til við- bótar.“ Karólína sagði um meiðsli aftan í læri að ræða sem hefðu ekki truflað hana svo mikið í fyrstu þar sem hún fann ekki mikið til. Hún sagðist þó hafa þurft að hlífa sér frá sprettum á fullum hraða en hefði komist upp með það inni á vellinum því hún væri teknískur leikmaður. „Vandamálið er í festinni við rass- vöðva og aftanverðan lærvöðva. Það var vökvi og bólga á því svæði. Svo þegar liðið taldi mig geta æft af full- um krafti en taldi mig ekki leikhæfa þá ræddum við málið og ákváðum að ég myndi fara í skipulagða endur- hæfingu vegna meiðslanna. Maður er í fótbolta til að spila leiki og því var þetta eina vitið,“ sagði Karólína. Fljót að komast í leikhæft ástand Karólína segir að í Þýskalandi sé lenskan að meiddir leikmenn séu látnir æfa meira og segist hún verða farin að æfa tíu sinnum í viku þegar hún verður aftur komin inn í æfinga- hópinn með liðinu og verði þannig tiltölulega fljót að koma sér aftur í leikhæft ástand. Karólína Lea segir að sér hafi gengið vel að aðlagast lífinu hjá þýska stórliðinu. Hún hafi þroskast mikið, bæði sem leikmaður og manneskja. „Ég hefði auðvitað viljað spila meira en það hjálpar að æfa með einu besta félagsliði í heimi. Eins er borgin sjúklega falleg svo það er ekki undan miklu að kvarta.“ Alexander Straus tók við þjálfun kvennaliðs Bayern München í sum- ar og sagði Karólína að sér litist vel á nýja þjálfarann. „Ég hlakka mikið til að ná mér góðri af meiðslunum og sanna mig fyrir nýjum þjálfara, ég hef ekki fengið margar mínútur hjá liðinu en ég veit að ég hef þroskast á æfing- um. Ég vil auðvitað spila sem mest og hjálpa liðinu,“ sagði Karólína. Vonandi fleiri tækifæri Talið barst að íslenska kvenna- landsliðinu. Karólína sagði það hafa verið erfitt að sitja heima og geta ekki haft áhrif þegar liðið lauk keppni fyrir HM nýlega. Hún sagð- ist vera stolt af liðsfélögum sínum í landsliðinu sem gáfu allt í leikina. „Þetta einhvern veginn átti bara ekki að gerast núna. Mér fannst spilamennskan í seinni hálfleik gegn Hollendingum fín og maður átti ekki von á að liðið fengi á sig mark þarna undir lok leiksins. Það var erfitt að fá það í andlitið. Þá var mikið áfall þegar Áslaug Munda var rekin út af í leiknum gegn Portúgal. Þetta fór eins og það fór. Mér finnst sérstak- lega leiðinlegt að vita til þess að margar okkar eru á síðustu árum ferils síns og kannski var þetta þeirra síðasta tækifæri til að komast á HM en ég og fleiri erum enn ungar og munum vonandi fá fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Karólína Lea. Aðspurð um framtíðina segir Kar- ólína Lea að hún muni einbeita sér að því að koma sterk til baka af meiðslunum og komast í þá stöðu að fá að spila meira með félagsliði sínu og hjálpa landsliðinu í komandi verkefnum. Vonast til að vinna titla „Ef ég held áfram á þessari braut þá veit ég að það gerast góðir hlutir. Ég vonast til að vinna titla með Bay- ern, við erum með mjög sterkt lið og nýjan góðan þjálfara. Ég vona að við getum sýnt það á þessu tímabili hvað við erum sterkar. Þá hlakka ég til að spila aftur með landsliðinu, þótt það sé langt í mikilvægan leik vona ég að við fáum tækifæri sem fyrst til að vinna hug og hjarta þjóð- arinnar á ný,“ sagði hinn skemmti- legi leikmaður Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir. Vonandi nær hún sér góðri af meiðslunum sem allra fyrst og við sjáum hana leika listir sínar á vellinum brátt með bæði Bayern München og íslenska landsliðinu. Hlakka til að sanna mig hjá nýjum þjálfara - Karólína Lea sér fram á að það styttist í að hún spili með Bayern á ný Morgunblaðið/Eggert Landsleikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik Íslands og Ítalíu á Evrópumótinu í sumar. Hún hefur ekkert spilað frá þeim tíma. Tíu nýliðar eru í hópi karlalands- liðsins í knattspyrnu sem Arnar Þór Viðarsson valdi fyrir vináttu- landsleik gegn Sádi-Arabíu sem fram fer í Riyadh 6. nóvember. Þá hafa aðeins fimm leikmenn í 23 manna hópi spilað meira en tvo A- landsleiki. Þeir mæta liði Sádi-Arabíu sem er á leið á heimsmeistaramótið í Katar en það hefst tveimur vikum síðar. Aron Einar Gunnarsson getur spilað sinn 100. landsleik í Sádi- Arabíu en hann er laus í leikinn þar sem deildin í Katar er komin í frí vegna HM. Aðeins leikmenn úr deildum sem eru í fríi á þessum tíma komast í leikinn þar sem hann er ekki á alþjóðlegum leik- degi. Guðlaugur Victor Pálsson frá DC United í Bandaríkjunum hefur leikið 31 landsleik, Óttar Magnús Karlsson frá Oakland Roots í Bandaríkjunum hefur leikið níu landsleiki, Höskuldur Gunnlaugs- son úr Breiðabliki hefur leikið fimm landsleiki og Frederik Schram markvörður Vals hefur sömuleiðis leikið fimm landsleiki en hann var í íslenska landsliðs- hópnum á HM í Rússlandi árið 2018. Hinir leikmennirnir eru eftir- taldir: Tveir landsleikir: Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg), Damir Muminovic (Breiðabliki), Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki), Vikt- or Örlygur Andrason (Víkingi). Einn landsleikur: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Hörður Ingi Gunnarsson (Sogndal), Valdi- mar Þór Ingimundarson (Sogndal), Jason Daði Svanþórsson (Breiða- bliki). Nýliðar: Sindri Kristinn Ólafs- son (Keflavík), Viktor Örn Mar- geirsson (Breiðabliki), Róbert Orri Þorkelsson (Montréal), Logi Tóm- asson (Víkingi), Ísak Snær Þor- valdsson (Breiðabliki), Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki), Daníel Hafsteinsson (KA), Bjarki Steinn Bjarkason (Venezia), Jónatan Ingi Jónsson (Sogndal), Danijel Dejan Djuric (Víkingi). Fimm leikmenn eru síðan til taks, allt nýliðar: Ólafur Kristófer Helgason (Fylki), Ívar Örn Árna- son (KA), Þorri Mar Þórisson (KA), Ari Sigurpálsson (Víkingi) og Adam Ægir Pálsson (Keflavík). Nokkrir í 23 manna hópnum gætu lent í umspilsleikjum með félags- liðum sínum og þar með misst af landsleiknum. Tíu nýliðar gegn HM-liði Sádi-Arabíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.