Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 48
Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel
Bjarnason í kvöld kl. 20 í Eldborg. Verkið fjallar um
fórnarkostnað stríðs, bræðralag og ástir og er byggt á
samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne
Bier. Óperan er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar
og Den Jyske Opera, þ.e. óperunnar á Jótlandi, og hefur
hlotið lof víða, bæði áheyrenda og gagnrýnenda og
unnið til verðlauna, m.a. hinna dönsku Reumert sem
óperusýning ársins 2017 og Íslensku tónlistarverðlaun-
in sem Tónverk ársins 2018.
Óperan Brothers sýnd í Eldborg
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur ekki spilað fótbolta-
leik síðan Ísland mætti Frakklandi í lokakeppni Evrópu-
mótsins á Englandi í sumar. Hún hefur verið í endur-
hæfingu vegna meiðsla en sér nú fram á bjartari tíma
og vonast til að geta spilað fljótlega á ný með þýska
stórliðinu Bayern München. »41
Hlakkar til að sanna sig á nýjan leik
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Stofnfundur Kiwanisklúbbsins Ell-
iða var 23. október 1972 og halda fé-
lagsmenn upp á 50 ára afmælið í
kvöld. Við það tækifæri verður Píeta-
samtökunum færður styrkur upp á
eina milljón króna, en klúbburinn
hefur veitt samtals um 60 milljónir
króna til góðgerðarmála frá stofnun.
„Við vorum fyrsti klúbburinn til
þess að vekja athygli á mikilvægi
Píeta-samtakanna með því að
styrkja þau á sérstökum viðburði í
Kringlunni 2017 að viðstöddum for-
seta Íslands,“ segir Sigmundur
Smári Stefánsson, formaður styrkt-
arnefndar. Sæmundur H. Sæmunds-
son, formaður afmælisnefndar, bætir
við að auk beinna styrkja komi
klúbburinn að stuðningi við Píeta-
samtökin á K-deginum með sölu á K-
lyklinum.
Börn og unglingar í forgangi
Markmið Kiwanishreyfingarinnar
á heimsvísu er að styrkja börn og
unglinga. Elliði hefur einbeitt sér að
því í hálfa öld, m.a. styrkt BUGL,
Barnaspítala Hringsins og Íþrótta-
félagið Ösp í áratugi. Örn Egilsson,
fyrsti forseti klúbbsins, hafði frum-
kvæði að stofnuninni. „Hann vildi
stofna klúbb sem væri tengdur
Breiðholtinu,“ rifjar Sæmundur upp,
en hann og Sigmundur eru einu
starfandi félagarnir sem hafa verið
með frá byrjun. Margt ungt fólk hafi
flutt í þetta nýjasta hverfi borgar-
innar og meðalaldur stofnfélaga, sem
voru 38, hafi verið 27 ár.
Félagarnir hafa alla tíð verið mjög
virkir í margs konar fjáröflun. „Við
byrjuðum á jólatréssölu,“ segir Sig-
mundur. Hann hafi þá staðið í hús-
byggingu en sjálfboðaliðsstarfið hafi
haft forgang. „Áhuginn var svo mikill
að ég sleppti því að fá steypu í mótin
til þess að geta komist á vakt í söl-
unni,“ segir hann.
Um árabil hefur Elliði gefið bóka-
gjafir til þeirra sem hafa náð bestum
árangri í íslensku í skólum í Breið-
holti. Auk þess hafa félagar tekið
þátt í svonefndu hjálmaverkefni í
hverfinu, en lengi hefur tíðkast að
gefa yngstu grunnskólabörnunum
hjálma sem forvörn gegn hjólreiða-
slysum. „Þessi gjöf situr í krökk-
unum og það er gaman að hitta ung-
linga og þaðan af eldri einstaklinga
sem minnast hennar með mikilli
ánægju,“ segir Sigmundur.
Góður andi hefur ríkt í félaginu og
mikil samstaða. Stofnfélagarnir
segja að þeir hafi kynnst góðum
mönnum og komið mörgu góðu til
leiðar. „Það er notaleg tilfinning,“
segir Sæmundur og talar fyrir þá
báða. „Það er mikil mannrækt að
vera í Kiwanis,“ bætir Sigmundur
við.
Skæringur M. Baldursson, núver-
andi forseti Elliða, gekk í félagið árið
2000. „Öll verkefnin eru mjög gef-
andi,“ leggur hann áherslu á. Breyt-
ingar í samfélaginu hafi bitnað á
frjálsu félagsstarfi og nýliðun gangi
því hægt en áfram verði reynt að
vekja athygli á því góða starfi sem sé
unnið og fá fleiri á árarnar. „Það er
stöðugt verkefni að fjölga félögum.“
60 milljónir króna í
styrki til góðgerðarmála
- Kiwanisklúbburinn Elliði í Reykjavík fagnar 50 ára afmæli
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leiðtogar Elliða Frá vinstri: Sigmundur Smári Stefánsson, Skæringur
Markús Baldursson og Sæmundur Helgi Sæmundsson.
Ljósmynd/Örn Ingvarsson
Styrkveiting Í Kringlunni 2017. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Sæmundur
H. Sæmundsson, þáverandi forseti Elliða, Björk Jónsdóttir, fyrsti formaður
Píeta-samtakanna, og Sigríður Arnardóttir, þáverandi markaðsstjóri Píeta.