Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.900 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
E
f að líkum lætur munu
Víkingaklúbburinn og
Taflfélag Garðabæjar
berjast um efsta sætið á
Íslandsmóti skákfélaga en eftir fyrri
umferð „Kviku-deildarinnar“, sem
nefnd er eftir aðalstyrktaraðila Ís-
landsmótsins, eru liðin jöfn að stig-
um en Víkingaklúbburinn er vinn-
ingi á undan. Innbyrðis viðureign
félaganna lauk þó með sigri TG, 5:3.
Sex lið tefla tvöfalda umferð í efstu
deild og er staðan Þessi: 1. Vík-
ingaklúbburinn 8 stig (26½ v.) 2. TG
8 stig (25½ v.) 3. TR 6 stig (22 v.) 4.
Skákdeild KR 4 stig (17½ v.) 5.
Skákdeild Fjölnis 2 stig (15 v.) 6.
Skákdeild Breiðabliks 2 stig (13½ v.)
Í 1. deild fer fram hörð barátta
milli Skákfélags Akureyrar og Tafl-
félags Vestmannaeyja. Bæði lið 8
stig, norðanmenn eiga ½ vinningi
meira. Liðin mætast í næstsíðustu
umferð í seinni hluta keppninnar.
Í 2. deild er b-lið Víkingaklúbbs-
ins í efsta sæti með fullt hús og í 3.
deild er b-lið KR í efsta sæti með
fullt hús. Í 4. deild hefur c-lið KR
unnið allar viðureignir sínar.
Íslandsmótið fór fram í Egilshöll
við góðar aðstæður og má ætla að
um 350 manns hafi teflt um helgina.
Nokkrir í efstu deild tefldu látlaust
frá fimmtudagskvöldi fram á sunnu-
dagsmorgun. Það má greina nokkur
þreytumerki hjá hinum þrautreyndu
köppum Héðni og Henrik í eftirfar-
andi viðureignum en tilþrif mótherja
þeirra voru glæsileg. Hilmir Freyr
tefldi á 1. borði fyrir skákdeild Blika
en Guðmundur Kjartansson var á 2.
borði fyrir TR:
Hilmir Freyr Heimisson (Breiða-
blik) – Héðinn Steingrímsson
(Fjölnir) Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Bd2
Vinsæll leikur nú um stundir.
4. … 0-0 5. Rf3 d5 6. e3 b6 7. cxd5
exd5 8. Hc1 a6 9. Bd3 He8 10. Re5
Bf8 11. f4 c5 12. 0-0 Bb7 13. Be1!
„Nýr reitur“ og hér er kominn
fram einn kosturinn við 4. Bd2.
13. … Rc6 14. Re2?!
„Vélarnar“ telja þennan leik óná-
kvæman og að mun betra sé 14. Bh4!
með vænlegri stöðu.
14. … Re4?
Gáir ekki að sér. Betra var 14.
…Dd6.
15. Bxe4 dxe4
16. Rxf7!
Hrekur kónginn á bersvæði. Í
framhaldinu kemur biskupinn á e1
sterkur inn.
16. … Kxf7
16. …Dd5 var betra en eftir 17.
Rg5 er hvítur peði yfir með hartnær
unnið tafl.
17. Db3+ Kg6 18. f5+ Kh6 19.
Hf4 Dd7 20. Hh4+ Kg5 21. Rf4 g6
22. fxg6 hxg6 23. Dg8 Dg7 24.
Dd5+ Re5
Eða 24. … Kf6 25. Hg4 o.s.frv.
25. Rh3+ Kf6 26. dxe5+ Hxe5 27.
Hf4+
- og svartur gafst upp, 27. … Hf5
er svarað með 28. Bc3+ og svarta
staðan hrynur.
Á sama tíma fór þessi viðureign
fram:
Henrik Danielsen (KR) – Guð-
mundur Kjartansson (TR)
Drottningarbragð
1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. d4 d5 4. Bg5
dxc4
Guðmundur valdi að leika 4. … h6
gegn Jóhanni Hjartarsyni í 1. um-
ferð, en tapaði. Tími til að breyta um
stefnu.
5. Da4+ Rbd7 6. Dxc4 c5 7. Rbd2
a6 8. e3 b5 9. Dc2 Bb7 10. dxc5 Bxc5
11. Bd3
Taflmennska Henriks í byrjun
skákarinnar er algerlega mislukkuð
og svartur strax kominn með betra
tafl.
11. … Hc8 12. Db1 h6 13. Bxf6
Rxf6 14. 0-0 0-0 15. a4 Db6 16. axb5
axb5 17. Rb3?!
Hann varð að leika 17. He1 og
reyna síðan 18. Re4.
17. … Bxe3!
Gott var einnig 17. … Bxf3.
18. fxe3 Dxe3+ 19. Kh1 Rg4 20.
Bh7 Kh8 21. Ra5 Ba8 22. Ha3 Db6
23. b4 Rf2+ 24. Kg1
Skárra var vitaskuld 14. Hxf2.
24. … Re4+ 25. Kh1 Kxh7
– Þar féll biskupinn. Hvítur gafst
upp.
Víkingaklúbburinn og
Taflfélag Garðabæjar í
forystu eftir fyrri hluta
Íslandsmóts skákfélaga
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Hallfríður Sigurðardóttir
Ágætis endurkoma Dagur Arn-
grímsson var einn þeirra sem náðu
góðum árangri á Íslandsmóti skák-
félaga. Hann hlaut fjóra vinninga af
fimm mögulegum.
Stjórnvöld hafa sett
sér metnaðarfull mark-
mið í loftslagsmálum.
Stefnt er að 55% sam-
drætti í losun til ársins
2030 og kolefnishlut-
leysi 2040.
Þegar slík markmið
eru sett þá vaknar
spurningin: hvernig
náum við þessum mark-
miðum?
Til að átta sig á stöðunni er rétt að
skoða losun koltvísýrings (CO2) frá ís-
lensku hagkerfi. Vegna Covid-áhrifa
er rétt að miðað við ástandið fyrir Co-
vid og því verður árið 2018 fyrir val-
inu. Stærstu aðilarnir í losun koltví-
sýrings innan hagkerfis Íslands árið
2018 á ársgrundvelli eru flug-
samgöngur annars vegar, með um
2.384 þúsund tonn, og hins vegar
framleiðsla málma, með um 1.769 þús-
und tonn, sjá mynd.
Hver er þá lausnin?
Ljóst má vera af þessu að lausnin
hlýtur að beinast að þeim tveimur
greinum sem losa mest. En hvernig er
hægt að gera það?
1) Lausnin fyrir flugsamgöngur
sem nú er unnið að felst í íblöndun
svokallaðs Synthetic Aviation Fuel
(SAF) í þotueldsneyti sem minnka á
kolefnisfótspor flugs umtalsvert. Evr-
ópusambandið hefur sett íblönd-
unarkvóta nú þegar sem kallar á um
2% íblöndun frá árinu 2025 sem eykst
upp í 63% árið 2050. Talið er að SAF
minnki kolefnisspor um allt að 90%,
svifryk um 90% og brennistein um
100%. (Heimild: Airbus.)
SAF er framleitt með raforku, til
dæmis grænni raforku frá vindlundi
Storm Orku á Hróðnýjarstöðum. Því
miður hefur stofnun ríkisins staðið í
vegi fyrir vindlundi félagsins og tafið
verkefnið um mörg ár. Á sama tíma
gengur mjög erfiðlega að sækja virkj-
unarleyfi fyrir græna raforku og er af-
greiðslutími rammaáætlunar um 14 ár
að meðaltali og níu verkefni sem loks
fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) sem
samþykktur var í vor höfðu verið til
umfjöllunar rammaáætlunar í 23 ár.
2) Hinn hluti lausn-
arinnar felst í að fanga
útblástur frá málm-
framleiðslu. Tæknilega
er hægt að fanga koltví-
sýring frá iðnaðar-
framleiðslu. Sem dæmi
þá hefur Orka náttúr-
unnar rekið föng-
unarverkefni á Hellis-
heiði um árabil undir
merki Carbfix. Ánægju-
legt er að vita til þess að
málmframleiðslufyr-
irtæki á Íslandi stefna nú þegar að
þessu.
Á það skal bent að SAF og annað
rafeldsneyti sem mögulega verður
hluti orkuskipta á Íslandi þarf margt
hvert á íblöndun koltvísýrings að
halda. Föngun koltvísýrings frá
málmframleiðslu skapar því tækifæri
fyrir málmframleiðendur á að selja
koltvísýring sem fangaður er til inn-
lendrar rafeldsneytisframleiðslu sem
styður við endurvinnslu og hringrás-
arhugmyndafræði.
Til að Ísland nái markmiðum sín-
um í loftslagsmálum er mikilvægt að
ráðast að rót vandans. Slíkt býður
upp á ýmis tækifæri fyrir íslenskt at-
vinnulíf og vinnur vel með mark-
miðum Íslands í loftslagsmálum og
orkuskiptum því líklegt er að rafelds-
neyti framtíðarinnar þurfi á ein-
hverjum koltvísýringi að halda.
Vindlundur Storm Orku getur ver-
ið hluti af lausninni og getur framleitt
hér heima SAF eða annað rafelds-
neyti til notkunar innanlands en til
þess þarf að bæta leyfisveitingaferlið
verulega. Það skýtur skökku við að
stjórnvöld setji sér háleit markmið í
loftslagsmálum en stofnanir ríkisins
vinni svo gegn þeim sem geta komið
með lausnirnar og tefji leyfisveit-
ingaferlið svo árum skiptir.
Er ekki kominn tími til að gera get-
ur?
Meira á www.okkarhlid.is
Vindorka er hluti
af lausninni
Magnús B.
Jóhannesson
» Vindlundur Storm
Orku getur verið
hluti af lausninni.
Magnús B. Jóhannesson
Höfundur er frkv.stj. Storm Orku.
Jón Jónsson Espólín fæddist
22. október 1769 á Espihóli í
Eyjafirði og kenndi sig við
þann bæ. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Jakobsson, f. 1738,
d. 1808, sýslumaður og Sigríð-
ur Stefánsdóttir, f. 1734, d.
1818.
Jón fór til náms við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann
var skipaður sýslumaður í
Snæfellsnessýslu 1792, í Borg-
arfjarðarsýslu 1797 og í Skaga-
fjarðarsýslu frá 1802 til dauða-
dags. Hann bjó lengst í Viðvík í
Viðvíkursveit og á Frostastöð-
um í Blönduhlíð.
Jón var afkastamikill höf-
undur. Eftir hann liggja meiri
ættfræðiupplýsingar en nokk-
urn annan mann frá fyrri tíð.
Árbækur Espólíns komu út í 12
bindum á árunum 1821-1855.
Árbækurnar eru yfirlit yfir
sögu Íslands frá því um 1262 til
samtíma höfundarins, og eru
beint framhald af Sturlungu.
Þær höfðu mikil áhrif, enda um
langt skeið eina prentaða yfir-
litið um sögu Íslands eftir 1262.
Hann orti sálma og skrifaði
einnig eina fyrstu skáldsögu á
íslensku, þ.e. Sagan af Árna
yngra ljúfling.
Kona Jóns var Rannveig
Jónsdóttir, f. 1773, 1846. Sonur
þeirra var séra Hákon.
Jón Espólín lést 1.8. 1836.
Merkir Íslendingar
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Jón Espólín
Espihóll Jón Espólín fæddist á
Espihóli og kenndi sig við bæinn.