Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
✝
Guðrún Svan-
fríður Stefáns-
dóttir (Fríða) fædd-
ist 21. mars 1926 á
Sigríðarstöðum í
Flókadal. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Siglu-
firði 8. október
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristín Jósefsdóttir,
f. 25. ágúst 1888 á Steinavöllum í
Flókadal, d. 10. desember 1954,
og Stefán Aðalsteinsson, f. 10.
september 1884 á Kambi í Deild-
ardal í Skagafirði, d. 12. maí
1980. Fríða var fjórða yngst 14
systkina en hin eru: Jóhann
Helgi, f. 1909 d. 1994, Guðlaug
Ólöf, f. 1910, d. 2003, Helga
Anna, f. 1912, d. 1990, Jósef
Svanmundur, f. 1914, d. 1935,
til Siglufjarðar og bjó þar alla
tíð. Á Siglufirði vann hún meðal
annars við síldarsöltun, fisk-
verkun og var matráður.
Fríða eignaðist fimm börn,
þau eru: Albert Sigurður Rúts-
son, f. 14. maí 1946; Anna Kristín
Runólfsdóttir, f. 7. júlí 1952, maki
Bradley Gordon Zeuge; Stefán
Árni Friðgeirsson, f. 17. júlí
1954, maki Sigríður Helga Karls-
dóttir; Hulda Jakobína Friðgeirs-
dóttir, f. 9. maí 1960, maki Gest-
ur Hansson; og Arna, f. 15. apríl
1968. Afkomendur Fríðu eru 36
talsins.
Sambýlismaður Fríðu var
Friðgeir Árnason vegavinnu-
verkstjóri, f. 28. október 1905 í
Skagafirði, d. 1984. Síðar bjó
Fríða með Þór Herbertssyni, f.
29. desember 1929, d. 2020.
Fríða var virk í félagsstarfi
eldri borgara á Siglufirði og
söng m.a. í kór eldri borgara.
Útför Fríðu verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 22.
október 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13, streymt verður frá
útförinni á vefslóðinni:
https://youtu.be/vKu8cxaVjAc
Sigrún, f. 1916, d.
2006, Sigríður
Helga, f. 1917 d.
2008, Albert Sig-
urður, f. 1918, d.
1924, Anna Þor-
björg Jóhanna, f.
1921, d. 1935, Jak-
obína Kristín, f.
1923, d. 2019, Al-
bert Sigurður, f.
1925, d. 1944, Jóna
Guðbjörg, f. 1927, d.
2014, Sigurður Jón, f. 1929, d.
2012, og Gísli Rögnvaldur, f.
1932, d. 1990.
Fríða ólst upp á Sigríðar-
stöðum fyrstu fjögur árin, til
1930, síðan í Sigríðarstaðakoti
og gekk hún þar í öll bústörf og
vakti það sérstaklega athygli í
sveitinni hversu lagin hún var við
að slá með orfi og ljá. Árið 1946
flutti hún ásamt foreldrum sínum
Fríða á sérstakan sess í
bernskuminningum okkar. Sam-
band systranna, mömmu og
hennar, gerði Fríðu mjög ná-
komna okkur.
Við munum þær í eldhúsinu
heima þegar nýjustu danslaga-
textarnir voru dregnir upp úr
skúffu og þær sungu saman; Við
gengum tvö og Draumur fang-
ans. Raddir þeirra geymast enn
djúpt í huganum. Eða þegar við
örkuðum um bæinn á miðjum að-
fangadegi jóla með sleða í eftir-
dragi og færðum öllum okkar
nánustu jólagjafir og kort. Við
minnumst kviknandi jólaljósanna
og birtunnar í augum hennar
þegar hún kvaddi okkur, börnin
hennar Jónu systur, og lagði epli í
snjóuga prjónavettlinga okkar.
Fríða var að eðlisfari glaðsinna
og gamansöm og það var jafnan
mjög þægilegt að vera nálægt
henni og glettast. Líklega var það
skopskyn hennar og hláturmildi
sem löðuðu fram þessa eftirsókn-
arverðu nærveru.
Líf Fríðu var ekki alltaf dans á
rósum, var fátæk verkakona
lengst af en auðnaðist að eiga
langt og gott ævikvöld við batn-
andi hag. Þá eignaðist hún, ásamt
Þór sambýlismanni sínum, lítinn
sumarbústað í Fljótum. Þar undu
þau í sveitinni sinni þar sem aft-
ansólin speglast í Miklavatni. Síð-
ustu orðin sem Fríða sagði,
tveimur dögum fyrir andlátið,
voru tengd Fljótum. Gestur
tengdasonur hennar talaði til
hennar þar sem hún lá í svefn-
móki og sagðist hann vera að fara
inn í sveit til að reka geitur frá
bústaðnum og taka upp kartöflur.
Þá opnaði hún augun og sagði
lágt: „Má ég ekki koma með?“ –
leit svo að glugganum þar sem við
blasti kaldranalegt haust í fyrstu
snjóum – „nei annars, ætli ég bíði
ekki eitthvað með það?“
Fríða, Guðrún Svanfríður, eins
og hún hét fullu nafni, var ein af
fjórtán börnum Kristínar Jósefs-
dóttur og Stefáns Aðalsteinsson-
ar sem bjuggu á mörgum kotbýl-
um í Flókadal í Fljótum. Síðast á
Sigríðarstöðum, þokkalega góðri
jörð sem Jóhann sonur þeirra
hafði byggt upp. Þau fluttust til
Siglufjarðar árið 1946 og þar
settust einnig að flest börnin
þeirra sem upp komust – mörg
þeirra áttu þó eftir fara suður.
Sigríðarstaðasystkinin voru í ald-
ursröð: Jóhann, Guðlaug, Helga,
Svanmundur, Sigrún, Sigríður,
Albert eldri, Anna, Jakobína, Al-
bert yngri, Svanfríður, Jóna, Jón
og Gísli – þetta kærleiksríka og
glaðsinna fólk sem svo gaman var
að vera nálægt þegar þau hittust.
Með fráfalli Fríðu eru þau öll
horfin á braut og okkur finnst að
lokið sé ákveðnum þætti í lífi okk-
ar.
Kær kveðja til allra afkom-
enda Fríðu.
Alda og Örlygur
(Ölli).
Guðrún Svanfríður
Stefánsdóttir
Elsku bróðir. Nú
ertu farinn frá okk-
ur, allt of snemma.
Þú sem varst með
fullt af skemmtilegum plönum,
ætlaðir að gera svo margt
skemmtilegt á landinu þínu í Fló-
anum og ýmislegt fleira.
Síðastliðið ár áttir þú í mjög
svo erfiðri baráttu við krabba-
meinið. Mikið sem þú varst dug-
legur og tókst á við veikindin af
miklu æðruleysi. Þrátt fyrir mörg
og stór áföll í þessari baráttu náð-
ir þú að halda í vonina og barðist
fram á síðasta dag.
Það er aðdáunarvert hvernig
dætur þínar og Krissa hugsuðu
um þig fram á síðustu stundu og
fyrir það erum við afar þakklát.
Það er þeim að þakka að þú gast
verið heima í faðmi þeirra sem
Guðmundur
Tryggvi Jakobsson
✝
Guðmundur
Tryggvi Jak-
obsson fæddist 18.
febrúar 1958. Hann
lést 10. október
2022. Útför hans
fór fram 20. októ-
ber 2022.
þér þótti vænst um
allt þar til yfir lauk.
Þú varst líka svo
óendanlega þakklát-
ur fyrir alla þá hjálp
sem þú fékkst frá
þeim og fleirum.
Þú varst svo stolt-
ur af flottu stelpun-
um þínum sem voru
alltaf tilbúnar að
berjast fyrir því að
þú fengir það besta
sem völ var á í sjúkdómsferlinu.
Já, það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig og svo sárt fyrir há-
aldraða foreldra okkar að þurfa
að sjá á bak syni sínum.
Við söknum þín sárt.
Hvíldu í friði elsku bróðir.
Þín systkini,
Ingigerður,
Jón Már, Hildur,
Helgi og Jóhanna.
Með sorg í hjarta þarf ég að
kveðja kæran vin og mág minn,
Guðmund Jakobsson eða Lilla
eins og fjölskyldan kallaði hann.
Lilli er ekki orð sem lýsir honum
rétt því hann var stór persóna,
alltaf var hann til staðar fyrir sína
nánustu og gerði allt sem í hans
valdi stóð til að hjálpa til og hvetja
áfram. Hann unni fjölskyldu
sinni, var stoltur af dætrum sín-
um og barnabörnin Tryggvi og
Elísabet voru gullmolar afa síns,
hann var einstakur barnakarl.
Það verður söknuður að heim-
sóknum hans til okkar, þar sem
heimsmálin voru oftar en ekki
leyst með mörgum og sterkum
orðum. Það var mikið sem við átt-
um eftir að gera saman, það verð-
ur að bíða betri tíma og hlakka ég
til að hitta hann í Sumarlandinu
og bralla eitthvað saman.
Kæra fjölskylda Krissa, Birna,
Sara og fjölskyldur, ég votta ykk-
ur innilega samúð og þúsund
þakkir fyrir ykkar hjálp þetta erf-
iða ár sem Lilli barðist við þetta
ólæknanlega krabbamein.
Hjalti Guðmundsson.
Ég varð þeirrar ánægju að-
njótandi í lífinu að fá vinnu hjá
Isavia við farþegaakstur á gamals
aldri. Þar kynntist ég mörgum
góðum einstaklingum en verð að
viðurkenna að einn þeirra bar af,
enda stór og stæðilegur og hlýddi
því merkilega nafni Grendi.
Ég ákvað að leggja svolítið á
mig til að kynnast þessum merka
manni, sem á augnabliki gat
hleypt rólegu spjalli upp í hávaða-
rifrildi. Þegar lætin stóðu svo sem
hæst leit hann í kringum sig, stóð
upp og sagðist því miður þurfa að
fara því einhver þyrfti að vinna
hjá þessu fyrirtæki.
Að kynnast Grenda, mannin-
um með verulega stóra og góða
hjartað, var ekki flókin barátta.
Frásagnaglaður var hann og
snillingur að hnika sögunni aðeins
til svo frásagnargildi hennar varð
meira.
Hér er því miður ekki hægt að
segja frá öllu sem ég upplifði með
Grenda á þeim þó stutta tíma sem
okkar kynni ná yfir. Ég verð þó að
minnast á ferðina okkar á eyjuna
góðu Gran Canaria. Ferðin er
ógleymanleg og áttu ferðirnar á
eyjuna fögru eftir að verða miklu
fleiri. Ef segja ætti frá öllu því
sem við Grendi upplifðum þessar
vikur saman á Kanarí yrði Mogg-
inn að gefa út aukablað.
Það var heiður að kynnast
þessum höfðingja og sorglegt að
sjá hvernig veikindin tóku hann
til sín hægt og sígandi en bjart-
sýnin brást honum þó aldrei. Já-
kvæður kvaddi hann umvafinn
þeim sem hann elskaði mest.
Kristbjörg, Birna og sérstak-
lega Sara Dögg, takk fyrir allt
nammið á góðu stundunum í
Grenidalnum.
Samúðarkveðjur,
Þorvaldur.
Nú er komið að
hinstu kveðjustund
elsku mömmu og
tengdamömmu.
Margs er að minnast og minn-
ingarnar bæði ljúfar og góðar.
Þú varst einstakur persónu-
leiki, alltaf svo jákvæð, glaðleg
og öllum góð. Mikið eigum við
eftir að sakna þín. Eins allra
góðu stundanna sem við áttum
saman.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíl í friði elsku mamma og
tengdamamma.
Þín
Ingibjörg Lóa, Sigríður
Olsen, Ingólfur Örn
og Þorvaldur.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur hjónin að kveðja
Ólöf Þórey
Eyjólfsdóttir
✝
Ólöf Þórey Eyj-
ólfsdóttir
fæddist 25. maí
1946. Hún lést 6.
október 2022.
Útför Ólafar fór
fram 17. október
2022.
hana Ólöfu eða Lóló
eins og hún var
ávallt kölluð eftir
hetjulega baráttu
við erfiðan sjúk-
dóm. Þakka henni
allar góðar sam-
verustundir á liðn-
um árum bæði inn-
anlands og utan.
Ekki er hægt að
minnast Lólóar án
þess að minnast á
Ármann. Ef annað var nefnt var
hitt nefnt líka því slík var sam-
heldni þeirra hjóna.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Elsku Ármann, Inga Lóa,
Sigga, Ingó og fjölskyldur, megi
algóður Guð vaka yfir ykkur og
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Minningin um yndislega konu
lifir.
Elsku Lóló, takk fyrir allar
okkar góðu stundir.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Þóra og Jón.
Alma á Ósum,
sem alltaf var kölluð
svo áður en hún
flutti með manni sín-
um Jóni að Þorfinns-
stöðum, var einstök manneskja,
alltaf glöð og létt í lund og tók
hlutunum með æðruleysi.
Hún ólst upp á Ósum, var ætt-
leidd og fékk þá ættarnafnið
Levy. Ég hefi þekkt Ölmu alla
ævi en Hlíf frá því að hún flutti
norður og var í miklu uppáhaldi
hjá okkur. Oft var komið við á
Þorfinnsstöðum hjá henni og Jóni
þar sem kátt var á hjalla. Eftir að
þau hættu búskap fluttu þau í
húsið „Svaninn“ á Hvammstanga
og eftir að Jón lést fyrir nokkrum
árum bjó hún þar ein uns hún
flutti á spítalann. Svo vildi til að
Jón fæddist í þessu sama húsi.
Við komum oft í heimsókn í
Svaninn og voru það gleðistundir
og margt spjallað. Eftir að hún
flutti á spítalann reyndum við
alltaf að líta þar inn hjá henni og
voru þær heimsóknir mjög gef-
andi.
Síðasta skiptið var 13. septem-
ber síðastliðinn og var þá mjög af
henni dregið. Okkur hafði þá
dottið í hug að kveða fyrir hana
eftirfarandi vísur sem ég samdi
til hennar og gerðum það:
Ævilanga okkur þér
yndislegust kynni þakka,
stöðugt lífið streymir hér
stöku eina læt nú flakka.
Þegar okkur burtu ber
beint á fínar himnaslóðir
kemur þá af sjálfu sér
að sælir hittast vinir góðir.
Við hittum hana ekki aftur.
Þetta var eins og lokakveðja, sem
og reyndist vera, en ómeðvitað.
Gleður okkur að hafa náð að
þakka henni fyrir allt.
Svo vildi til að sama dag og
Alma Levy
Ágústsdóttir
✝
Alma Levy
Ágústsdóttir
fæddist 24. ágúst
1929. Hún lést 13.
október 2022. Útför
fór fram 21. októ-
ber 2022.
hún dó vorum við
stödd á spítalanum
og höfðum í huga að
líta við hjá henni að
því loknu, sem skilj-
anlega varð ekki úr.
Ótal minningar
mætti rifja upp en
ekki rúm hér. Þó
mætti taka eina
stutta með.
Vorið 1967 eða ’68
fórum við Kristleif-
ur félagi minn úr KR norður á
gæsaveiðar og vorum á jeppa með
bílstjóra. Var farið til baka á
sunnudegi, þá skollin á norðan-
hríð og heiðin lokuð og kolófær,
en við létum ekki slíka smámuni
hindra.
Alma átti tíma í bakaðgerð í
Reykjavík og lá á að komast suð-
ur en fékk enga ferð, fór með okk-
ur. Keyra þurfti mikið utan vegar,
sem tók langan tíma og hoppaði
bíllinn oft harkalega. Hún sat aft-
ur í og varð því vel vör við og hlýt-
ur að hafa fundið mjög til í bakinu.
Aldrei heyrðist orð frá henni
um það og vorum við að grínast
með að líkalega þyrfti hún ekki að
fara í aðgerð, þetta gerði sama
gagn.
Jóhannes sonur var líka með,
þá fjögurra ára, og lét ekkert á sig
fá. þetta var glannalegt með tvo
vanhæfa aðila í stórhríð. En
sjálfstraustið var óbilandi.
Alma hafði þann sið mörg síð-
ustu ár að hafa svokallað Fríð-
ukaffi 1. mars til að halda upp á
afmæli Fríðu systur sinnar sem
þá var látin. Bakaði hún pönnu-
kökur í minningu hennar, vorum
við sem og Lilla og Siggi fasta-
gestir.
Kalt er haustið, hússins sólarljómi,
horfinn er að Alvaldsdómi,
litum bregður loft og jörð og sær.
Móðir systir kona kvenna sómi,
Kalt er lífið horfinn allur blómi,
drúpir sveit, en hnípir höfðingsbær.
Glóðheit tár þér grátnir vinir færa.
Guð þér launi dyggð og trú.
(M. Joch)
Sendum innilegustu samúðar-
kveðjur til allra aðstandenda.
Hlíf og Agnar.
Elsku afi. Okkur
langar að þakka þér
fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Það var svo gaman að fá þig í
heimsókn í Borgarnes og vera
með þér í Fljótavík og á Ísafirði.
Þú kenndir okkur að spila rakka
og það var svo gott að fá að kúra á
milli hjá þér og ömmu þegar við
vorum í heimsókn. Okkur fannst
Guðni Ásmundsson
✝
Guðni Ás-
mundsson
fæddist 9. sept-
ember 1938. Hann
lést 8. október
2022.
Útför Guðna fór
fram 15. október
2022.
svo gaman að leika á
háaloftinu í Fjarð-
arstrætinu og þú
varst alltaf dugleg-
ur að leyfa okkur að
fara upp. Það var
svo gaman þegar
þið amma komuð í
heimsókn til okkar,
þá voru alltaf bjúgu,
sem var uppáhalds-
maturinn þinn og
það fannst okkur
mjög góður matur líka. Jólin þeg-
ar þið amma voruð hjá okkur
voru líka sérstaklega hátíðleg og
skemmtileg.
Þín
Ólafur Vernharð
(Óli Venni) og
Katrín Jóhanna.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár