Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Spegill Björgun 2022 fer fram í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þessa dagana. Ráðstefnugestir hafa viljað njóta haustsólarinnar á milli erinda, jafnvel til að gaumgæfa þau enn frekar. Eggert Jóhannesson Freistandi er að draga þá ályktun að til- veran á jörðu hér fari hríðversnandi. Fjöl- miðlar greina frá hverri hörmunginni á fætur annarri auk þess að spá hreinum ragna- rökum. Í ljósi alls svartagallsraussins er það fullkomlega skilj- anlegt að fjöldi fólks – einkum ungt fólk – sjái fram á heimsendi. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir öll vanda- málin fer heimurinn batnandi. Við heyrum það bara svo sjaldan. Ósköpin dynja á okkur í síbylju, hvort sem þar er á ferð seinasta hita- bylgja, flóð, skógareldar eða gjörn- ingaveður. Engu að síður sýnir sag- an okkur að síðustu öldina hafa válynd veður haft æ minni áhrif á mannskepnuna. Á þriðja áratug síð- ustu aldar lést hálf milljón af völdum veðuröfga en aðeins 18.000 allan síð- asta áratug. Árin 2020 og 2021 kröfð- ust svo enn færri mannslífa á þessum vettvangi. Hvers vegna? Jú, vegna þess að því loðnara sem fólk er um lófana, þeim mun öruggar býr það. Sjónvarpsfréttir sem fjalla um veður gefa hins vegar til kynna að allt sé á heljarþröm. Það er rangt. Árið 1900 var fátt talið eðlilegra en að 4,5 prósent alls þurr- lendis á jörðinni brynni ár hvert. Síðustu öldina er þetta hlutfall komið niður í 3,2 prósent. Sé að marka myndir frá gervi- hnöttum hefur hlutfallið enn minnkað hið síðasta. Í fyrra var það 2,5 pró- sent. Rík samfélög fyr- irbyggja eldsvoða, svo einfalt er það. Spár gera ráð fyrir því að við lok þessarar aldar verði brunar enn færri, hvað sem hnattrænni hlýnun líður. Hvað svo sem þér, lesandi góður, hefur borist til eyrna af kostnaði vegna veðurtjóna (einkum vegna þess að í auðugum ríkjum eru dýrustu fasteignirnar við sjávarsíðuna) er hann á niðurleið, ekki uppleið, sé litið til hlutfalls af þjóðarframleiðslu. Rifið í góðum gír Ekki dregur þó úr veðurtjóni einu þrátt fyrir spár um annað. Ekki er nema áratugur síðan umhverfis- verndarfólk boðaði endanlegan dauða stóra kóralrifsins við Ástralíu vegna loftslagsbreytinga. Breska blaðið Gu- ardian ritaði jafnvel minningargrein um það. Nú hafa vísindamenn hins vegar sýnt fram á að rifið er í góðum gír – raunar betri en síðan 1985. Þau skrif las auðvitað enginn. Önnur algeng tækni umhverfis- verndarsinna var að nota myndir af ísbjörnum í áróðursskyni. Meira að segja var þeim beitt í kvikmynd Al Gore, Óþægilegur sannleikur. Raun- in er hins vegar sú að ísbjörnum fjölgar. Á sjöunda áratugnum voru þeir milli fimm og tíu þúsund en eru í dag um 26.000 að öllu töldu. Þetta eru fréttir sem við fáum aldrei. Þess í stað hættu sömu umhverfisverndar- sinnar bara hægt og hljótt að nota ís- birni í áróðri sínum. Mannkynið hefur það betra Slæmu fréttirnar eru svo um- fangsmiklar að við hugsum sjaldnast um hve gott lífið er í raun. Með- alævilengd hefur tvöfaldast síðustu öldina, var 36 ár 1920 en er nú 72 ár. Fyrir hundrað árum lifðu þrír fjórðu hlutar mannkyns við gríðarmikla fá- tækt. Nú á það við um tíunda hlut- ann. Helsti skaðvaldurinn, loftmeng- un, var fjórfalt líklegri til að ganga af fólki dauðu árið 1920 en nú, einkum vegna þess að hinir fátæku elduðu og kyntu með því að brenna við og ann- an eldsmat. Hvað sem heimsfaraldrinum líður hefur mannkynið það betra. Engu að síður spá dómsdagsboðendur enda- lokum. Gott fyrir þeirra fjárhag kannski en samfélagið greiðir hærra verð. Við tökum rangar ákvarðanir og börnin okkar eru með böggum hildar. Kuldi meiri skaðvaldur en hiti Á sama tíma horfum við fram hjá stærri vandamálum. Lítum á alla at- hyglina sem hitabylgjur hljóta, í Bandaríkjunum og víðar. Dauðs- föllum af völdum hita fækkar einmitt í Bandaríkjunum, aðgangur að loft- kælingu hjálpar meira en hár hiti skaðar. Kuldi kostar hins vegar mun fleiri mannslíf. Í Bandaríkjunum ein- um deyja 20.000 á ári vegna hita en 170.000 vegna kulda – við spáum ekkert í það. Dauðsföllum vegna kulda fjölgar í Bandaríkjunum en við einblínum á hlýnun jarðar vegna þess að stjórnmálamenn tönnlast á grænum lausnum sem gera ekkert annað en að hækka orkuverð með þeim afleiðingum að færri hafa efni á kyndingu. Við skellum skollaeyr- unum við því hvar við gætum í raun hjálpað mest. Þegar á heildina er litið ýtir hnatt- ræn hlýnun undir einkaþotuflug frægðarfólks og stjórnmálamanna til að lesa yfir okkur pupulnum. Á sama tíma verjum við minni fjármunum í að leysa vandamál á borð við hung- ursneyð, smitsjúkdóma og mennta- skort. Hvenær hittust stjórn- málamenn og kvikmyndastjörnur síðast til að ræða ormalyfjagjafir barna? Jafnvægi í fréttaflutningi er það sem við þörfnumst þótt við lítum ekki fram hjá hnattrænni hlýnun, hún er raunverulegt vandamál sem við höfum skapað. Við þörfnumst hins vegar nýs aðflugshorns. Til að skoða tjón hlýnandi plánetu getum við skoðað hagfræðilíkönin sem stjórnir Bidens og Obama hafa stuðst við. Þau sýna hinn raunveru- lega skaða af völdum loftslagshlýn- unar, ekki bara hvað hagkerfin snertir, heldur heildarskaðann. Hann nemur innan við fjórum pró- sentum þjóðarframleiðslu við lok þessarar aldar. Mannkyninu vegnar betur dag hvern. Sameinuðu þjóðirnar telja, sem sagt að frátaldri hnattrænni hlýnun, að meðalmanneskja muni hafa það 450 prósent betra árið 2100 en nú. Að hlýnun meðtalinni lækkar það hlutfall reyndar í 434 prósent. Það telst varla heimsendir. Ótti við loftslagsbreytingar or- sakar lífskjarakvíða. Þú heyrir kannski bara slæmu fréttirnar en það táknar ekki að þú heyrir allan sannleikann. Bjørn Lomborg » Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir öll vandamálin fer heimurinn batnandi. Bjørn Lomborg Höfundur er forseti Kaupmannahafn- arhugveitunnar og gistifræðimaður við Hoover-stofnun Stanford-háskóla. Af svartagallsrausi heimsendaspámanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.