Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is 30% afsláttur af öllum vörum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ást, dauði og sálfræðingar koma við sögu á Ungfrú Íslandi, fyrstu breið- skífu rafpoppstríósins Kvikindis sem kom út fyrir fáeinum dögum. Kvikindi skipa Brynhildur Karls- dóttir sem vakti fyrst athygli þegar hún vann Músíktilraunir með pönk- sveitinni Hórmónum árið 2016; Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld sem hlaut verðlaun fyrir tónlist ársins á Grímunni í fyrra fyr- ir óperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan og trommarinn takt- fasti Valgeir Skorri Vernharðsson. „Platan er samin af hálfgerðum útlögum í eyðimörk andlegra geðs- hræringa og kvartlífskrísu, eins og meðlimir sveitarinnar séu að rúnta í þúsundasta sinn og ákveði loks að snarhækka í græjunum, úr þeim ómi popp og garg um ást, dauða og sálfræð- inga,“ segir í tilkynningu um plöt- una en blaðamaður sló á þráðinn til Brynhildar til að forvitnast frekar um gripinn. Skipulagt hjónaband Hljómsveitin Kvikindi var stofnuð fyrir þremur árum og líkir Bryn- hildur því við skipulagt hjónaband. Sameiginlegur vinur þeirra Friðriks hafi stefnt þeim saman. „Okkur fannst það svo skemmtilegt því ég kem úr pönkheiminum, það er minn tónlistarbakgrunnur síðustu árin, og Friðrik úr klassíkinni,“ segir hún. Vinurinn fyrrnefndi, Stefán Ingvar, átti líka hugmyndina að nafninu, Kvikindi. „Okkur fannst það einhvern veginn passa að við værum einhvers konar kvikindi,“ segir Brynhildur kímin. Útkoma þessa stefnumóts er popptónlist með áberandi hljóð- gervlum og taktföstum trommuleik. „Við erum svo ólík og berum mjög mikla virðingu fyrir hæfileikum hvert annars,“ segir Brynhildur um hljómsveitina. Toppurinn á tilverunni Platan heitir eftir einu laga plöt- unnar en þau eru tíu talsins. Bryn- hildur er spurð hvers vegna það hafi orðið fyrir valinu og segir hún lagið fjalla um að þótt allt sé í steik sé samt hægt að hafa gaman og vera ungfrú Ísland í eitt kvöld. „Eins og það sé toppurinn á tilverunni að vera ungfrú Ísland, eins og ég held að það geti verið,“ segir Brynhildur sposk. Hún vísar í fyrrnefnda frétta- tilkynningu en í henni segir að plat- an sé að einhverju leyti uppgjör við síðustu tíu ár lífs hennar, þegar hún hafi verið áhyggjulaus ungfrú Ísland áður en hún varð móðir. Þegar hún hafi haldið að lífið væri tilgangslaust og alltaf ástæða til að öskra eða gráta. „Þetta eru allt textar eftir mig og um mínar upplifanir af heiminum og okkur fannst Ungfrú Ísland passa, að maður sé pínu ungfrú Ísland líka þegar maður er ungur að prófa sig áfram og verða ástfanginn, áður en maður eignast börn og fer að bera mikla ábyrgð,“ útskýrir Brynhildur og gantast með að næsta plata muni þá mögulega fjalla um húsmóður í úthverfi. Hún segir textana koma til hennar með misjöfnum hætti. Einn hafi hún til dæmis skrifað nýkomin af stefnumóti og hann nánast komið af sjálfu sér. Fæðingar laga og texta séu miserfiðar. Til minningar um Betu Yrkisefni Brynhildar eru af ýmsu tagi, sum í léttari kantinum en önn- ur háalvarleg. Það alvarlegasta er í „Betu“, lagi sem fjallar um vinkonu Brynhildar, Elísabetu Segler, sem svipti sig lífi árið 2019. Elísabet kærði ungan mann fyrir að hafa nauðgað henni árið 2011, þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð og var sá sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nokkrum árum síðar. Þurfti Elísabet að rek- ast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í tímum, eins og Brynhildur segir frá í pistli á Vísi sem birtur var 4. október síðast- liðinn. Höfðu þá nauðgunarmál verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við Menntaskólann í Hamrahlíð þar sem nemendur mót- mæltu aðgerðaleysi skólastjórnenda í slíkum málum og Brynhildur tók virkan þátt í þeirri umræðu. Segir hún í pistli sínum að þegar hún var sautján ára og nemandi við skólann hafi henni verið nauðgað af vini sín- um og skólabróður. „Þegar ég safn- aði loksins kjarki til að segja skóla- yfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr,“ skrifar hún en þess má geta að skólastjóri hefur núna beðið hana formlega afsökunar. Brynhildur segist hafa rifjað þessi hræðilegu mál upp undanfarið í fjöl- miðlum en segir lagið fjalla um sorg- ina sem fylgi því að missa ástvin. „Ég er kannski ekki mikið að fara út í smáatriði heldur frekar tilfinningar og þetta lag var samið stuttu eftir að hún dó. Þetta var besta vinkona mín,“ segir Brynhildur um Betu. Hún er spurð að því hvort hún telji að mótmæli nemenda við MH muni skila þeim árangri sem vonast sé eftir og segist hún vona það inni- lega. „Ráðherra er að kalla alla skólastjórnendur á fund til að ræða viðbragðsáætlanir og annað en ef ég segi mína skoðun á þessu þá finnst mér ennþá mikil gerendameðvirkni, bæði innan skólans og í samfélag- inu,“ segir Brynhildur. Slík með- virkni sé á kostnað þolenda. Hversdagsleg glíma Sum lög plötunnar eru öllu léttari og „Ungfrú Ísland“ er eitt þeirra. Í því er hlustandinn hughreystur með þeim orðum að þótt hann eigi aldrei hreina sokka og sé alltaf á yfirdrætti í bankanum verði allt í lagi á endan- um. Brynhildur er spurð hvort text- arnir, á heildina litið, fjalli um eitt og annað sem fólk á hennar aldri og stað í lífinu sé að glíma við á degi hverjum. „Já, algerlega, þetta er mjög hversdagslegt en líka svolítið dramatískt en aðallega hugðarefni ástsjúkra ungmenna sem spanna allt frá því að bjarga heiminum yfir í að vera skotinn í einhverjum,“ svar- ar hún. Eitt lagið heitir „Borgartún 31“. Hvað er þar til húsa? Brynhildur hlær og segist hafa haldið að þar væri sálfræðistofa. „Það gæti verið einhver stór misskilningur,“ segir hún hlæjandi og bendir á að lagið sé inngangur að öðru, „Okei“. „Tilfinn- ingin á að vera eins og að labba inn á sálfræðistofu og okkur fannst skemmtilegt að það væri bara heim- ilisfang en það er svolítið fyndið ef þetta er vitlaust heimilisfang.“ Og talandi um sálfræðinga þá seg- ir í tilkynningu að ást, dauði og sál- fræðingar komi við sögu á plötunni. Kjarnar sú lýsing plötuna í heild? „Já, mér finnst það, mér finnst hún lýsa henni svolítið vel,“ segir Bryn- hildur að lokum. Kvikindi Brynhildur og Friðrik skipa sveitina ásamt Valgeiri Skorra. Hægt að hafa gaman þótt allt sé í steik - Ungfrú Ísland nefnist fyrsta breiðskífa raftónlistarþríeykisins Kvikindis - Uppgjör við tímabil í lífi söngkonunnar Brynhildar Karlsdóttur - Eitt laganna, „Beta“, helgað vinkonu sem svipti sig lífi Tónlistarhátíðin Óperudagar hefst á morgun, sunnudag 23. október, og stendur til 5. nóvember. „Óperudagar er hátíð klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks. Með hátíðinni viljum við skapa vett- vang fyrir þennan hóp listamanna til þess að koma list sinni á fram- færi,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Að þessu sinni er þema hátíðarinnar „auður“ og hefur það orð ýmsar skírskot- anir. Á Óperudögum verður boðið upp á um þrjátíu viðburði fyrir alla ald- urshópa og á bilinu 150-200 lista- menn taka þátt í þeim. Viðburðirnir fara fram í Norræna húsinu, Hörpu, Selfossi og Garðabæ, Kex hosteli, Iðnó, Grafarvogskirkju, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Dynjanda og Háteigskirkju. Í ár er mikil áhersla lögð á við- burði fyrir börn og litast opnunar- dagskráin í Norræna húsinu mjög af því. Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna milli kl. 11 og 18. Leikskólasýningin Bárur verður sýnd bæði kl. 11 og 12.30. Þar eru niður sjávarins og norræn goða- fræði í forgrunni en Svafa Þórhalls- dóttir tónskáld og félagar leiða börnin inn í ævintýraheim. Þá verður haldin langspilssmiðja fyrir alla fjölskylduna með Eyjólfi Eyjólfssyni söngvara og þjóðfræð- ingi. Þar læra þátttakendur undir- stöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshárs- bogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar. Formleg opnun hátíðarinnar verður síðan haldin kl. 16 og þar verður dagskráin kynnt og frum- fluttur nýr söngkvartett eftir Ás- björgu Jónsdóttur við ljóð Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Barnvænt Leikskólasýningin Bárur verður hluti af opnunardagskrá Óperudaga. Skapa vettvang klassískra söngvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.