Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Karlakórinn Heimir Hausttónleikar Laugardaginn 29. október 2022 Langholtskirkja Reykjavík, kl. 15:00 Tónberg Akranesi, kl. 20:00 Stjórnandi: Stefán R. Gíslason - Undirleikari: Valmar Väljaots Miðasala við innganginn - miðaverð 4.000 kr. Ríkisendurskoðun leggur til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtu- mönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um úttekt á Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Auk þess verði innheimtumönnum ríkissjóðs falið að meta þau verð- mæti sem felast í kröfusafni stofn- unarinnar. Ríkisendurskoðun telur rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eig- endur Innheimtustofnunar. Endan- legt uppgjör vegna kröfusafnsins fari fram að tilteknum tíma liðnum. Þá er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerf- um sem til staðar eru hjá innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Það verði eftir atvikum gert í samstarfi við Trygg- ingastofnun ríkisins. Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í samráði við ráðu- neyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreind- um mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þarf m.a. að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verklagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi. Niðurstöður úttektarinnar á Innheimtustofnun sveitarfélaga voru kynntar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær. Sem kunnugt er vakti Ríkisendur- skoðun athygli innviðaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á meintri háttsemi stjórnenda IS meðan á vinnslu skýrslunnar stóð. Ný stjórn stofnunarinnar vék við- komandi stjórnendum frá störfum og kærði málið til lögreglu. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssak- sóknara. gudni@mbl.is Ríkið annist inn- heimtu meðlaga - Innheimtustofnun sveitarfélaga tekin út Morgunblaðið/Golli Meðlög Innheimtustofnun sveitar- félaga hefur innheimt þau. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nú, þegar nýja brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi hefur verið tekin í notkun, er engin einbreið brú á hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Jökulsá, sem stundum er kölluð Fúlilækur, er eina brúin á þessari leið sem eftir var að breikka. Brú- in var formlega tekin í notkun í gær með því að innviðaráðherra ók fyrstur yfir og næstur kom Hörður Brandsson sem fyrstur ók yfir gömlu brúna þegar hún var byggð á árinu 1967. Vígsluathöfnin fór fram á nýju brúnni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þor- kelsdóttir forstjóri Vegagerðar- innar, Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og Einar Freyr Elínarson sveitar- stjóri Mýrdalshrepps klipptu á borða því til staðfestingar. Komst fyrstur yfir „Ég var hjá Vegagerðinni, við vorum að vinna þarna við að gera allt klárt. Ég komst fyrstur yfir,“ segir Hörður Brandsson sem er fæddur og alinn upp í Vík en faðir hans, Brandur Stefánsson, var annar tveggja verkstjóra við smíði brúarinnar. Hörður var nítján ára og ók yfir á bíl með númerinu Z 25 sem er enn einkanúmer hans. Ekki var getið um þetta þjóf- start Harðar í blöðunum þegar sagt var frá vígslu brúarinnar í lok október 1967. Vegna stórrign- inga var ekki hægt að hafa at- höfnina á brúnni en Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra, eins og embættið hét þá, ók fyrst- ur bíl sínum yfir nýju brúna með langri lest bíla á eftir og athöfnin fór síðan fram í skála vegagerðar- manna. Brúin sem nú hefur verið tekin í notkun er þriðja brúin á Jökulsá á Sólheimasandi. Fúlilækur var afar varasamur yfirferðar og heimtaði fjölmörg líf áður en hann var brúaður. Fyrsta brúin var byggð á árinu 1921 og þjónaði til ársins 1967. Þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika við aðdrætti efnis tók aðeins nokkra mánuði að byggja Jökuls- árbrúna 1921. Brúargerðin 1967 tók fimm og hálfan mánuð. Aftur á móti tók 21 mánuð að byggja brúna sem nú hefur verið tekin í notkun en umferð var hleypt á hana 26. september sl. Hún er lít- ið lengri en eldri brúin en vita- skuld miklu meira mannvirki þar sem hún er tvíbreið. Metra hærri en sú eldri Nýja brúin er 163 metra löng, steinsteypt og eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Hún liggur rúmum metra hærra en eldri brú en veg- urinn vestan brúarinnar hefur verið lækkaður til að beina flóð- vatni frá sjálfri brúnni. Einnig var vegurinn beggja vegna, tæpur kílómetri, endurgerður. ÞG Verk annaðist smíði brúar- innar en tilboð fyrirtækisins hljóð- aði á sínum tíma upp á 743 millj- ónir króna. Sigurður Ingi Jóhannsson, inn- viðaráðhera, fór í ræðu sinni, við vígsluathöfnina, yfir fækkun ein- breiðra brúa. „Fyrir fjórum árum síðan voru 37 brýr á Hringveg- inum einbreiðar, nú eru þær 32 og verða 31 við opnun nýrrar brúar í dag. Og það er ekkert lát á fram- kvæmdum. Ég er vongóður um að okkur takist að fækka þeim niður í 29 strax fyrir árslok því það stendur til að opna nýjar brýr á Hverfisfljóti og Núpsvötnum síðar á árinu.“ Ný Jökulsárbrú tæp tvö ár í byggingu - Sá sem fór fyrstur yfir nýja brú 1967 tók þátt í vígslunni - Þriðja brúin sem lögð er yfir Jökulsána - Einbreiðum brúm fækkað um sex á fjórum árum - Ný brú er 163 metra löng, steinsteypt bitabrú Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Opnun Þau klipptu á borðann á nýju brúnni, Einar Freyr Elínarson, Bergþóra Þorkelsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Z 25 Hörður Brandsson ók fyrstur yfir gömlu Jökulsárbrúna 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.