Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Æfinga- og keppnisferðir S. 552 2018 info@tasport.is tasport.is Æfinga- og keppnisferðir fyrir yngri flokka og meistaraflokka. Fótbolti, handbolti, körfubolti, sund, frjálsar íþróttir og fleira. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á síðustu dögum hefur þess verið minnst með ýmsu móti að Bókasafn Hafnarfjarðar er 100 ára um þessar mundir. Afmælið sjálft var síðastliðinn þriðju- dag, 18. nóvember. Þann dag var há- tíð í bæ og fleira er fram undan. Raunar er starfsemi bókasafna hvar- vetna í örri þróun til þess að vera menningar- og samkomuhús með fjölbreyttri starfsemi. Í nýtt hús á næstu árum „Þegar ég lærði upplýs- ingafræði við Háskóla Íslands fann ég fljótlega að betur átti við mig að vinna á almenningsbókasafni en til dæmis skjalasafni. Mér finnst gaman að vinna með fólki og starfið sjálft er fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður safnsins. Bókasafn Hafnarfjarðar er í þriggja hæða húsi á horni Strand- götu og Reykjavíkurvegar. Plássið fyrir starfsemina þar er sprungið og því er verið að undirbúa flutning safnsins. Stefnt er að flutningi í nýtt hús á einni hæð að Strandgötu 26 innan þriggja ára. Meðal hugmynda að starfsemi í því húsi, sem er enn óbyggt, er að þar megi nálgast bæk- ur en á staðnum verði einnig hönn- unarsmiðja, hljóðver, bókakaffi, úti- svæði fyrir börn, stærri barnadeild, ungmennadeild, fjölnotasalur, fund- araðstaða og sýnilegri tónlistardeild. Þá verður nýtt safn með löngum opn- unartíma tengt húsi verslunarmið- stöðvarinnar Fjarðar og því í miðju bæjarlífsins. Rými til að lesa og læra Sigrún Guðnadóttir tók við for- stöðu Bókasafns Hafnarfjarðar haustið 2019. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa ýmsar breytingar verið gerðar innandyra í safnhúsinu. Með- al annars hefur verið aukið við rými sem safngestir hafa til afnota til að lesa, læra og nota í hópavinnu. Þetta segir Sigrún hafa mælst vel fyrir. „Auk þess höfum við farið að lána út miklu fleira en bara bækur, tónlist og mynddiska. Við erum núna einnig að lána út spil, púsluspil, bök- unarform, saumavélar, borvélar og margt fleira. Árið 2020 útbjuggum við hlaðvarpsstúdíó þar sem not- endur bókasafnsins geta komið og tekið upp hlaðvarp sem er mjög mik- ið notað.“ En hvað lesa Hafnfirðingar einkum og helst um þessar mundir? Bókaflokkurinn um Sjö systur eftir Lucindu Riley er vinsæll og af ís- lenskum bókum má nefna Elspa: saga af konu eftir Guðrúnu Frí- mannsdóttur. Unga fólkið er svo sólgið í bækurnar Heartstopper. „Yngstu krakkarnir koma alltaf í talsverðum mæli hingað á safnið, til dæmis með foreldrum sínum en síður á aldursbilinu 12 til 15 ára. Kynn- ingar fyrir heilu bekkina í grunn- skóla hafa annars mælst vel fyrir og verða stundum til að þess að krakk- arnir uppgötva safnið aftur. Mörg ungmenni nota safnið svo aftur þegar þau eru komin í menntaskóla, bæði til að ná sér í efni vegna verkefna og eins til að nýta sér aðstöðuna hér.“ Pólland í brennidepli og tvítyngd námskeið Í Hafnarfirði býr stór hópur fólks frá Póllandi og er þörfum þess mætt með ýmsu móti í safninu. Pólskumælandi starfsmaður er á safninu og keypt hefur verið inn tals- vert mikið af nýju efni á pólsku, bæði fyrir börn og fullorðna. Á næstu dög- um verður svo opnuð sýning, í sam- vinnu við pólska sendiráðið á Íslandi, á myndum barna frá Póllandi úr síð- ari heimsstyrjöld og svo myndum flóttabarna frá Úkraínu. Þann 19. nóvember nk. verður haldin stór við- burður í tengslum við 11. nóvember sem er þjóðhátíðardagur Póllands. Einnig eru í safninu haldin tví- tyngd námskeið til að auka samskipti milli hópa, sögustundir og málrækt. Þá má tiltaka fjölmenningarverk- efnið Anna, sem miðast sérstaklega að konum af erlendum uppruna. Hist er fjórða hvern laugardag hvers mánaðar þar sem er spjallað saman, hlustað á fyrirlestra og fleira gert sem er þátttakendum ávallt að kostn- aðarlausu. Gleðilífið notað til að niðurgreiða bókvitið Sú eina öld sem Bókasafn Hafn- arfjarðar hefur starfað er langur tími og raunar nær saga safnsins örlítið lengra aftur. Fyrsta tillagan að stofn- un þessarar menningarstofnunar var sett fram árið 1910 en bæjarstjórn gerði ekkert með málið í fyrstu og bar við of miklum kostnaði. Kalli var svarað síðar og almenningsbókasafn stofnað 1922. Fé til bókakaupa og annars þess sem þurfti var fengið með skatti á kvikmyndasýningar og dansleiki í bænum. Með öðrum orð- um sagt þá var gleðilífið notað til að niðurgreiða bókvitið. Fyrstu áratugina var bókasafnið í ýmsum skólahúsum í bænum. Á því herrans árið 1958 var starfsemin flutt í nýbyggt safnhús við Mjósund og var þar fram yfir aldamót. Árið 2002 var safnið svo fært í núverandi húsnæði að Strandgötu 1, hvar fram fer fjölbreytt starfsemi eins og hér að framan er lýst. Þar má nefna að í gildi er samningur um að á staðnum sé þýskt bókasafn, auk þess sem í starfseminni er bryddað upp á ýmsu fróðlegu sem tengist Þýskalandi. Margvíslegt annað skemmtilegt er gert á safninu og tímarnir breytast og mennirnir með. Því þykja flutn- ingar starfseminnar á næstu árum í nýtt hús við Strandgötuna vera bæði þarfir og tímabærir. Safnið miklu meira en bara bækur Hundrað ára bókasafn. Hátíð haldin í Hafnar- firði. Menningarstofnun í miðbænum með fjöl- breyttri starfsemi sem er í stöðugri þróun. Fróð- leikur og fjölmenning. Pólsk þjóðhátíð stendur fyrir dyrum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókakona Gaman að vinna með fólki og starfið sjálft er fjölbreytt, segir Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður. Huggulegt Aldarafmælis bókasafnsins var minnst með teboði í breska stílnum þangað sem forystufólk í bæjarmálum og fleiri góðir gestir mættu. Niðursokknir Í safninu má finna fjölbreytt lesefni. Þar býðst einnig margvísleg afþreying og aðstaða til þess að setjast niður og glugga í bækur. Teikning/Hafnarfjarðarbær Miðbær Á næstu árum verður Bókasafn Hafnarfjarðar flutt í nýtt hús við Strandgötuna, sem þá gæti litið út eins og þessi tölvugerða mynd sýnir. Inn- angengt verður milli safnsins og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og þar með má segja að starfsemin verði nánst í hjarta mjög svo vaxandi bæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.