Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 Olísdeild karla Selfoss – KA.......................................... 34:24 Valur – ÍR.............................................. 35:25 Fram – Grótta....................................... 29:29 Staðan: Valur 7 6 0 1 225:187 12 Fram 7 3 3 1 203:198 9 ÍBV 5 3 2 0 188:146 8 Selfoss 6 3 1 2 180:174 7 FH 6 2 2 2 163:169 6 Afturelding 5 2 1 2 131:129 5 Haukar 6 2 1 3 164:163 5 Grótta 6 2 1 3 168:164 5 KA 6 2 1 3 167:174 5 Stjarnan 5 1 2 2 141:146 4 ÍR 6 2 0 4 166:210 4 Hörður 5 0 0 5 146:182 0 Grill 66 deild karla HK – Þór ............................................... 30:22 Staða efstu liða: HK 4 3 1 0 135:109 7 Valur U 3 2 1 0 89:83 5 KA U 3 2 1 0 104:99 5 Þór Ak. 4 2 0 2 111:112 4 Víkingur 3 1 1 1 92:89 3 Fjölnir 2 1 1 0 54:52 3 Grill 66 deild kvenna Afturelding – Víkingur ........................ 29:24 ÍR – Fram U ......................................... 31:25 Staða efstu liða: Grótta 3 3 0 0 89:64 6 ÍR 3 2 1 0 86:57 5 FH 3 2 0 1 76:75 4 Víkingur 4 2 0 2 114:107 4 Fram U 4 2 0 2 110:109 4 Frakkland Aix – Toulouse ..................................... 26:25 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Aix. Ivry – Montpellier ............................... 30:34 - Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna meiðsla. St. Raphaël – Séléstat ......................... 39:30 - Grétar Ari Guðjónsson varði 5 skot í marki Séléstat. Danmörk Lemvig – Skanderborg....................... 26:34 - Daníel Freyr Ágústsson varði 1 skot í marki Lemvig. B-deild: EH Aalborg – DHG ............................. 34:20 - Andrea Jacobsen skoraði 3 mörk fyrir Aalborg. Noregur Molde – Fredrikstad ........................... 34:27 - Alexandra Líf Arnarsdóttir komst ekki á blað hjá Fredrikstad. Elías Már Halldórs- son þjálfar liðið. Austurríki Krems – Alpla Hard ............................ 24:26 - Hannes Jón Jónsson þjálfar karlalið Alpla Hard sem er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig, einu fleira en Krems, sem er í öðru sæti þegar bæði lið hafa leikið sjö leiki. %$.62)0-# Subway-deild karla ÍR – Stjarnan ........................................ 80:92 Njarðvík – Tindastóll ........................... 91:68 Staðan: Haukar 3 3 0 296:259 6 Keflavík 3 3 0 270:253 6 Stjarnan 3 2 1 262:248 4 Valur 3 2 1 243:241 4 Njarðvík 3 2 1 259:237 4 Breiðablik 3 2 1 337:332 4 Tindastóll 3 1 2 233:243 2 Grindavík 3 1 2 242:247 2 Höttur 3 1 2 269:278 2 ÍR 3 1 2 233:254 2 Þór Þ. 3 0 3 273:292 0 KR 3 0 3 299:332 0 1. deild karla Hrunamenn – Skallagrímur .............. 94:113 ÍA – Ármann ......................................... 66:97 Sindri – Selfoss ..................................... 85:79 Þór Ak. – Hamar .................................. 79:92 Staða efstu liða: Álftanes 5 5 0 458:431 10 Sindri 5 4 1 434:380 8 Ármann 5 3 2 464:440 6 Selfoss 5 3 2 478:409 6 Hamar 5 3 2 471:440 6 Skallagrímur 5 3 2 469:421 6 1. deild kvenna Tindastóll – Aþena/Leiknir/UMFK ... 70:77 Staðan: Stjarnan 5 5 0 416:305 10 Snæfell 6 5 1 425:335 10 Þór Ak. 5 4 1 375:307 8 KR 5 4 1 384:344 8 Aþena/LU 5 2 3 406:387 4 Hamar-Þór 6 2 4 422:423 4 Ármann 5 1 4 315:339 2 Tindastóll 6 1 5 421:424 2 Breiðablik B 5 0 5 172:472 0 Spánn B-deild: Alicante – Palencia ............................. 54:82 - Ægir Már Steinarsson skoraði 4 stig, tók 2 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal ein- um bolta á 14 mínútum hjá Alicante. 4"5'*2)0-# HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals unnu afskaplega öruggan tíu marka sigur á nýliðum ÍR, 35:25, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeild- inni, í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gærkvöld. Þrátt fyrir lokatöl- urnar gaf fyrri hálfleikur það alls ekki til kynna að leiknum myndi ljúka með þetta auðveldum sigri Vals. Var hann enda í járnum og leiddi ÍR með einu marki, 14:13, í leikhléi. Í síðari hálfleik sýndu Valsmenn hins vegar styrk sinn og sigldu fram úr Breiðhyltingum. Valur er þar með áfram á toppi deildarinnar með 12 stig að lokn- um sjö leikjum. ÍR er með 4 stig í 11. og næstneðsta sæti. _ Magnús Óli Magnússon átti stórleik fyrir Val þar sem hann skoraði níu mörk. _ Motoki Sakai kom ógnar- sterkur inn af bekknum í mark Vals og varði 11 skot. Var hann með 52,4 prósent markvörslu. _ Arnar Freyr Guðmundsson fór þá fyrir ÍR og skoraði átta mörk. _ Ólafur Rafn Gíslason í marki ÍR varði 13 skot. Selfoss vann sömuleiðis einstak- lega öruggan tíu marka sigur, 34:24, þegar KA kom í heimsókn austur fyrir fjall. Selfyssingar gáfu þegar í stað tóninn með því að komast í 6:1 eft- ir tæplega átta mínútna leik. Í leikhléi var staðan 21:12. Reyndist síðari hálfleikurinn því nokkurs konar formsatriði fyrir heima- menn, sem eru nú í 4. sæti. _ Markahæstir í liði Selfoss voru þeir Einar Sverrisson, Sig- urður Snær Sigurjónsson, Ísak Gústafsson og Guðjón Baldur Óm- arsson, allir með sex mörk. _ Vilius Rasimas fór á kostum í marki Selfyssinga og varði 18 skot, sem gerir 48,6 prósent mark- vörslu. _ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði KA með fimm mörk. Fram og Grótta skildu jöfn, 29:29, er þau mættust í Framhúsi í Úlfarsárdal. Leikurinn var kaflaskiptur en Grótta var þó með forystuna stærstan hluta leiksins. Þegar skammt var eftir komst Grótta í 29:25 og virtist eiga sigurinn vísan. Fram skoraði hins vegar fjögur mörk í röð og knúði fram jafntefli. Fram er nú í 2. sæti deildar- innar, þremur stigum á eftir Val. _ Luka Vukicevic var marka- hæstur í liði Fram með átta mörk. _ Daníel Örn Griffin skoraði einnig átta mörk fyrir Gróttu og Lúðvík T. Bergmann Arnkelsson var skammt undan með sjö mörk. _ Einar Baldvin Baldvinsson varði 14 skot í marki Gróttu. Auðvelt hjá Val og Selfossi - Fram kom til baka gegn Gróttu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Barátta Valsararnir Alexander Már Júlíusson og Tjörvi Týr Gíslason taka hressilega á ÍR-ingnum Róbert Snæ Örvarssyni í gærkvöldi. Rúmenska tenniskonan Simona Halep hefur verið úrskurðuð í bann frá keppni til bráðabirgða eftir að hún féll á lyfjaprófi í ágúst. Hún greindist þá með ólöglega efnið roxadustat, sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna, í blóðinu. Lyfið er oftast notað til þess að vinna á nýrnavandamálum. Halep, sem er í níunda sæti heimslistans um þessar mundir og var um skeið í efsta sæti á listanum, hefur unnið tvö risamót á ferlinum; Opna franska meistaramótið árið 2018 og Wimbledon ári síðar. Halep í bann eftir fall á lyfjaprófi AFP/Julian Finney Bann Simona Halep greindist með ólöglegt efni í blóðinu. Franski knattspyrnumaðurinn Franck Ribéry tilkynnti á Insta- gram í gær að skórnir væru komnir á hilluna, heldur fyrr en hann hafði áætlað. Þar staðfesti Ribéry jafn- framt að hann yrði hluti af þjálfara- teymi Salernitana, sem hann hefur leikið með í ítölsku A-deildinni frá sumrinu 2021. Hinn 39 ára gamli Ribéry náði aðeins að spila tvo leiki með liðinu á yfirstandandi keppnistímabili vegna þrálátra meiðsla í hné. Hann á langan og farsælan feril að baki, lengst af með Bayern München. Skórnir á hilluna hjá Frakkanum AFP/John MacDougall Sigursæll Ribéry varð níu sinnum þýskur meistari með Bayern. KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Njarðvík vann öruggan 23 stiga sig- ur á Tindastóli, 91:68, þegar liðin mættust í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway- deildarinnar, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrsta leikhluta stungu Njarðvíkingar einfaldlega af og leiddu með 15 stigum, 52:37, í leikhléi. Í þriðja leikhluta juku heimamenn enn á kvalir gestanna af Sauðárkróki og leiddu mest með 30 stigum, 81:51, að honum loknum. Lítið var skorað í fjórða og síðasta leikhluta og löguðu Stólarnir aðeins stöðuna áður en yfir lauk. Njarðvík hefur nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deild- inni en Tindastóll hefur unnið einn og tapað tveimur. Bandaríkjamaðurinn Dedrick Ba- sile var stigahæstur í leiknum með 25 stig fyrir Njarðvík og gaf hann einnig átta stoðsendingar. Litháinn Adomas Drungilas var stigahæstur hjá Tindastóli með 17 stig, auk þess sem hann tók átta frá- köst. Stjarnan sneri taflinu við Stjarnan gerði þá góða ferð í Breiðholtið og hafði betur gegn heimamönnum, 92:80. ÍR byrjaði leikinn betur og leiddi með fimm stigum, 46:41, að loknum fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum til að byrja með en þegar leið á hann tók Stjarn- an stjórn á leiknum, gekk svo enn frekar á lagið í fjórða og síðasta leik- hluta og vann að lokum sanngjarnan 12 stiga sigur. Stjarnan hefur nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deild- inni á meðan ÍR hefur unnið einn og tapað tveimur. Eistinn Martin Paasoja var stiga- hæstur í leiknum með 26 stig fyrir ÍR auk þess sem hann gaf tíu stoð- sendingar. Ragnar Örn Bragason var rétt á eftir með 25 stig. Daninn Adama Darboe var stiga- hæstur í liði Stjörnunnar með 22 stig og skammt undan var hinn banda- ríski Robert Turner með 21 stig og 9 fráköst. Litháinn Julius Jucikas skoraði 18 stig og tók 13 fráköst. Öruggur sigur Njarðvíkur - Stólarnir sáu vart til sólar í Njarðvík - Sterkur síðari hálfleikur skilaði Stjörnunni sigri í Breiðholtinu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Öflugur Daninn Adama Darboe lék vel fyrir Stjörnuna í sigrinum á ÍR í Subway-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og skoraði 22 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.