Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er okkar mikilvægasta tæki
í barningi við Fjarðarheiðina og
fleiri staði og við hlökkum til að fá
hann aftur austur í notkun,“ segir
Helgi Haraldsson, formaður
Björgunarsveitarinnar Ísólfs á
Seyðisfirði, um öflugasta björg-
unarbíl sveitarinnar, af gerðinni
Mercedes Benz Unimog, sem
sýndur er við Hörpu um helgina í
tilefni af ráðstefnunni Björgun.
Trukkurinn skemmdist mikið í
aurskriðu sem skall á Seyðisfjörð
skömmu fyrir jólin 2020. Einn
björgunarsveitarmaður var í eft-
irlitsferð á bílnum þegar flóðið féll
og flaut þetta öfluga ökutæki eina
70 metra með aurnum. Unimoginn
er rúm fimm tonn að þyngd, á 50
tommu dekkjum, og segir Helgi
mikla mildi að ekki hafi farið verr.
Björgunarsveitarmanninn sakaði
ekki.
„Þetta hefði ekki endað eins vel
hefði minni bíll orðið fyrir flóðinu.
Í rauninni er það ótrúlegt að engir
íbúar hafi slasast í þessu mikla
flóði og margar tilviljanir sem
réðu því að fólk var annars staðar
en það var vant að vera,“ segir
Helgi.
Framendi trukksins fór illa, rúð-
ur brotnuðu og aurinn flæddi inn
og skemmdi tækjabúnað og innan-
stokksmuni. Eftir flóðið var trukk-
urinn fluttur til Reyðarfjarðar þar
sem reynt var að moka sem mestri
drullu út úr honum. Að sögn
Helga fylltust fjögur fiskikör af
aur sem samanlagt taka um fjögur
tonn. Björgunarsveitin varð fyrir
milljóna tjóni, sem ekki hefur ver-
ið endanlega gert upp.
Bílastjarnan í Reykjavík hefur
haft trukkinn í viðgerð síðustu
mánuði og eftir er að reka smiðs-
höggið. Vinnan var það langt kom-
in að hægt var að hafa hann til
sýnis við Hörpu. Helgi vonast til
að trukkurinn komi aftur austur
seinna á árinu.
Björgunarsveitin hafði verið
með trukkinn í tæp tvö ár þegar
flóðið féll en honum var breytt í
vélsmiðju á Seyðisfirði þannig að
hann nýttist Ísólfi sem alhliða
björgunartæki. Eftir flóðið hefur
sveitin aðeins haft Nissan Patrol-
jeppa og vélsleða en þegar útköll
hafa orðið á Fjarðarheiði hefur
öflugur björgunarsveitarbíll verið
til taks frá Egilsstöðum. „Það
verður gott að fá trukkinn aftur
heim, við höfum getað notað hann
í hvað sem er, verið fjölnota verk-
færi ef svo má segja,“ segir Helgi
að endingu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppfærsla Síðustu handtökin í viðgerð hjá Bílastjörnunni í Reykjavík á Unimog-trukki Ísólfs á Seyðisfirði.
Uppfærður eftir flóðið
- Stórskemmdist í flóðinu á Seyðisfirði - Mildi að ekki
varð manntjón - Bíllinn sýndur við Hörpu um helgina
Ljósmynd/Ísólfur
Aurskriða Trukkurinn sópaðist eina 70 metra með flóðinu á Seyðisfirði og
mesta mildi að ekki varð manntjón í þessum náttúruhamförum.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands og verndari Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, setti í
gær ráðstefnuna Björgun sem
fram fer í Hörpu.
Víðir Reynisson flutti síðan
opnunarfyrirlestur um umhverfi
almannavarna, stöðuna í dag og
hvert stefnir í áskorunum til
framtíðar.
Alþjóðlegir gestir
Um þúsund manns sækja ráð-
stefnuna og koma víðsvegar að
svo sem Nýja-Sjálandi og Banda-
ríkjunum, að því er fram kemur í
tilkynningu Landsbjargar. Björg-
un22 er á vegum Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og taka
þátt í henni yfir 50 innlendir sem
erlendir fyrirlesarar með þekk-
ingu á leit og björgun.
Ráðstefnan hefur verið haldin á
tveggja ára fresti frá árinu 1990
og er því haldin í 14. skiptið í ár.
Aflýsa þurfti ráðstefnunni sem
var á dagskrá árið 2020.
Fram kemur í tilkynningunni
að ráðstefnan er haldin í fjórum
sölum, ýmist á íslensku eða
ensku, og samhliða fyrirlestr-
unum er viðamikil vörusýning
með um 50 fyrirtækjum.
Styrktarsamningar
Skrifað var undir tvo samninga
á ráðstefnunni Björgun22 í Hörpu
í dag. Undirritaður var aðal-
styrktarsamningur við Olís sem
felst bæði í fjárhagslegum stuðn-
ingi og verulegum afslætti af
eldsneyti og öðrum vörum. Jafn-
framt var undirritaður samn-
ingur um leit og björgun við
stjórnvöld.
Jón Gunnarsson dómsmálaráð-
herra undirritaði samninginn fyr-
ir hönd stjórnvalda og var honum
boðið ásamt fjölmiðlafólki í sigl-
ingu á Þór, nýju björgunarskipi
Vestmannaeyinga. Þetta er fyrsta
skipið af þremur sem Landsbjörg
hefur fest kaup á. Stefnt er að því
að endurnýja allan björgunar-
skipaflota félagsins á næstu ár-
um, alls þrettán skip.
Sjóvá styrkti skipakaupin um
142,5 milljónir króna. Ríkissjóður
leggur að öðru leyti til helming
þess fjár sem skipið nýja kostar.
Áætlað er að viðbragðstími skipa
Landsbjargar styttist um allt að
helming með nýjum skipum.
Morgunblaðið/Eggert
Harpa Björgunarráðstefna og -sýning fer fram í Hörpu um helgina.
Um þúsund í
Hörpu að ræða
leit og björgun
- Fjöldi fyrirlesara - Merkileg vöru-
sýning - Olís áfram aðalstyrktaraðili
Ljósmynd/SÓS
Skip Jón Gunnarsson fékk að prófa
að stýra björgunarskipinu Þór.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir