Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 137
137Borgfirðingabók 2010
þessu máli“ Í hana völdust Andrés Jónsson, Jón Einarsson og Pétur
Jónsson. Nefndin skilaði áliti síðar á fundinum og leggur til að
fundurinn samþykki að félagið taki að sér rekstur sveitabókasafns sé
þess kostur. Tillagan var samþykkt og fundurinn samþykkti einnig
að kjósa tvo menn til frekari viðræðna við sveitarstjórn. Þeir skuli
einnig gegna starfi í bókasafnsstjórn af hálfu félagsins, taki það að
sér reksturinn. Samningurinn, sem gerður var og undirritaður var
þann 12. janúar 1957 er birtur hér aftan við.35 Í fyrstu stjórn sat einn
fulltrúi sveitarstjórnar og tveir ungmennafélagar. Sú hefð viðhélst allt
fram að endalokum samstarfs félagsins og sveitarstjórnar á nýrri öld,
en stjórnin mun að öllu jöfnu hafa skipt með sér verkum. Jafnan kaus
aðalfundur tvo fulltrúa í bókasafnsnefnd, sem gerði grein fyrir starfi
sínu og safnsins eins og aðrar nefndir félagsins.
Stjórnir
Nýkjörin stjórn, Andrés Jónsson sem var fulltrúi sveitarstjórnar,
formaður, Sigmundur Einarsson ritari og Guðráður Davíðsson fé-
hirðir, báðir fulltrúar félagsins, kom saman til fundar í Nesi þann 24.
febrú ar 1957. Síðan hefur stjórnin haldið sérstaka fundargerðabók,
sem lýsir vel því starfi sem fram fór við nýjar aðstæður í rekstri safns-
ins. Formenn bókasafnsstjórnarinnar hafa verið eftirtaldir: Andrés
Jónsson 1957-1971, Guðmundur Gíslason Hagalín 1971-1979,
Snorri Jóhannesson 1979-1982, Vigfús Pétursson 1982-2006, Pétur
Önundur Andrésson 2006-2007 og Þórdís Sigurbjörnsdóttir frá 2007.
Bókaverðir
Á öðrum fundi nýrrar bókasafnsstjórnar 3. mars 1957 var Bjarni
Guðráðsson í Nesi ráðinn bókavörður og starfaði hann óslitið við
safnið næstu 18 árin. Safnið hafði þá aðsetur á loftinu til hliðar við
sviðið og segir Bjarni að þar hafi verið gott að vera þó þangað hafi
verið æði bratt. Fram að því hafði safnkosturinn verið skráður með
ýmsum hætti, oft á laus blöð, en Bjarni hóf að færa allar bækur safns-
ins í aðfangabók og þrátt fyrir ýmsar fyrirætlanir um annars konar
skráningu, meðal annars nútíma tölvuskráningu, hefur engin skrá
35 Samningur um sveitabókasafn 12. janúar 1957, í kaflanum Lög og samningar