Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 3
349 RITSTJÓRNARGREIN: STAÐA HÉRAÐSDÓMSTÓLANNA Réttarkerfi okkar stendur og fellur með öflugum, sjálfstæðum dóm- stólum sem njóta trausts samfélagsins til þess að skera úr um rétt- indi og skyldur þegnanna að lögum, fella dóma vegna meintra brota og ákvarða refsingar. Nú, þegar rúm tuttugu ár eru liðin frá því að núverandi dómstólaskipan í héraði var komið á fót, er tilefni til að líta um öxl og meta hvað hefur reynst vel og hvað betur mætti fara. Talsmenn dómstólaráðs, auk nýkjörins formanns dómarafélags- ins, hafa að undanförnu fjallað um erfiða stöðu héraðsdómstólanna sem fyrst og fremst má rekja til niðurskurðar á fjárveitingum. Þótt dómstólarnir hafi á síðustu árum staðið undir grundvallarhlutverki sínu og séu nú nálægt því að komast í gegnum þá holskeflu mála sem hrun fjármálakerfisins hafði í för með sér er ljóst að fjárveiting- arnar hafa nú um árabil miðast við algera lágmarksstarfsemi. Hvers kyns þróunarstarf innan dómstólanna, t.d. aukin nýting rafrænna miðla (rafrænt réttarfar), virðist liggja niðri, aðstoð ritara og lög- lærðra aðstoðarmanna við dómara er af skornum skammti, aðstaða í dómsölum er orðin bágborin og dómarar tala um að starfsþjálfun dómara og símenntun sé vart til staðar. Þá er ljóst að dómarar hafa dregist aftur úr í launum og öðrum starfskjörum. Í kjölfar auglýs- ingar um embætti héraðsdómara, sem auglýst var til umsóknar haustið 2013, barst aðeins ein umsókn. Þótt varast verði að draga of víðtækar ályktanir af þessu einstaka tilviki virðist þó sem dómara- starfið sé ekki talið sérlega eftirsóknarvert af reynslumiklum lög- fræðingum, þ. á m. málsmetandi lögmönnum. Stjórnvöld hafa sýnt að þeim er umhugað að treysta íslenskt réttarkerfi. Má í því sambandi nefna þær fyrirætlanir í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar að efla löggæslu og koma á fót millidóm- stigi í einka- og sakamálum. Unnið er að þessum umbótum á veg- um innanríkisráðuneytisins. Héraðsdómstólarnir mega ekki verða útundan í þessari góðu viðleitni stjórnvalda. Það skiptir höfuðmáli fyrir réttarkerfið að mál fái sem vandaðasta málsmeðferð vel mennt- aðra og reyndra lögfræðinga. Segja má að hjarta réttarkerfisins slái í héraðsdómi þar sem gagnaöflun fer fram, vitni koma fyrir dóm og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.