Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 8
354 regluverk af meiði þjóðaréttar og alþjóðastofnanir en var t.d. raunin fljótlega eftir síðari heimsstyrjöld þegar Bandaríkin höfðu að segja má tögl og haldir í alþjóðasamskiptum og leiddu tilurð og upp- byggingu mikilvægustu þjóðréttarsamninga og alþjóðastofnana á veraldarvísu á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS).11 Hitt er svo annað mál að þó svo að staða Bandaríkjanna sem stórveldis hafi þannig breyst nokkuð með tím- anum þá virðist afstaða þeirra sem ríkis til stöðu þjóðaréttarins hafa verið nokkuð stöðug. Til að greina helsta inntakið í þessari afstöðu er vísast best að byrja á að reyna að nálgast þjóðarétt eins og Banda- ríkjamönnum virðist almennt tamast að gera, þ.e. út frá þeirra eigin landsrétti. 3. BANDARÍSK STJÓRNSKIPAN OG RÉTTARHEIMILDIR ÞJÓÐARÉTTAR 3.1 Þjóðaréttur frá sjónarhóli Bandaríkjanna Staða þjóðaréttar í landsrétti ríkja er nokkuð hefðbundið viðfangs- efni enda er virkni þjóðaréttar jafnan mjög háð því hvernig ríki tryggja framkvæmd hans í landsrétti. Öll ríki teljast jafnbundin af því að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar sínar, en afar mismun- andi er þó hvaða stöðu þjóðaréttur hefur samkvæmt stjórnskipan einstakra ríkja. Stjórnskipan þorra ríkja gerir ráð fyrir einhvers kon- ar tvíeðli (e. dualism) þjóðaréttar og landsréttar sem felur þá í sér að réttarheimild að þjóðarétti, á borð við þjóðréttarsamninga sem ríkið er aðili að, verður í reynd ekki réttarheimild í landsréttinum nema að hún hafi verið sérstaklega innleidd með gildri réttarheimild að landsrétti, t.d. með settum lögum, og fær þá almennt stöðu sem slík. Nokkur ríki hafa hins vegar fyrirkomulag sem kennt er við eineðli (e. monism) þjóðaréttar og landsréttar en í slíkri stjórnskipan verða t.d. þjóðréttarsamningar almennt hluti af landsréttinum án sér- stakrar innleiðingar.12 Bandaríkin telja sig almennt til tvíeðlisríkja en hafa samt nokkra sérstöðu hvað þetta varðar og þá einkum í tengslum við stöðu þjóðréttarsamninga sem réttarheimildar eins og fjallað verður frekar um hér á eftir.13 Í almennum ritum um þjóðarétt er þessu álitaefni yfirleitt gerð nokkur skil en nokkuð mismunandi er þó hversu mikil áhersla er lögð á þetta efni eða með hvaða hætti nálgunin er. Almennt verður 11 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 133. 12 Almennt yfirlit um eineðli og tvíeðli er t.d. í Rebecca M.M. Wallace og Olga Martin- Ortega: International Law. London 2013, bls. 37-39, en á íslensku má benda á Björg Thor- arensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðaréttur. Reykjavík 2011, bls. 30-34. 13 David J. Bederman: International Law Frameworks. New York 2010, bls. 160.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.