Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 17
363 heildrænt og í samhengi með það að leiðarljósi að staðreyna hvort unnt sé að halda því fram að þar sé um ræða reglu sem uppfyllir það skilyrði að geta talist hluti af óskráðum reglum hinnar engilsax- nesku lagahefðar.47 Dómstólarnir þykja annars almennt fremur hik- andi við að viðurkenna slíkar óskráðar reglur af meiði þjóðaréttar sem hluta af bandarískum rétti og þá einkum ef þær þykja varða viðkvæm pólitísk álitaefni og ekki liggur ljós fyrir afstaða stjórn- valda til slíkrar reglu.48 Í Paquette Habana málinu reyndi á þýðingu þjóðréttarvenju í bandarískum rétti þar sem engin önnur skýr regla gilti um efnið en önnur staða yrði uppi ef slík regla reyndist vera fyrir hendi. Þá sjaldan að svo ber við að reglur í bandarískum lands- rétti virðast fara á svig við ætlaða þjóðréttarvenju eða aðra óskráða reglu af því tagi reyna dómstólar eftir fremsta megni að túlka reglur- nar til samræmis.49 Er þessi kunnuglega regla, þ.e. að túlka beri landsrétt til samræmis við þjóðarétt, sem víðast gildir í einhverju formi kölluð Charming Betsy reglan í bandarískum rétti, en um er að ræða dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli nr. 6 U.S. 64 frá febrúar 1804.50 Vegna átaka við Frakkland ákvað Bandaríkjaþing að setja lög sem bönn- uðu öll viðskipti við Frakkland. Í kjölfarið var lagt hald á farmskipið Charming Betsy á leið þess frá Bandaríkjunum til frönsku Guadaloupe. Skipið hafði þá verið selt manni frá Danmörku sem taldist hlutlaust ríki í átökunum og taldi sá sig því í skjóli þjóðaréttar óbundinn af lögunum. Hæstiréttur lagði áherslu á að ætíð bæri að leitast við að túlka lög þannig að ekki færu á svig við þjóðarétt en lögin bönnuðu ekki slíkt framsal og var skipið látið laust.51 Engum vafa þykir nú undirorpið að óskráðar reglur almenns þjóðaréttar teljast geta haft sjálfstæða þýðingu sem réttarheimild í bandarískum rétti þótt stjórnarskráin fjalli ekki beinlínis um stöðu þeirra sem slíkra, ólíkt því sem gildir um þjóðréttarsamninga. Enn fremur hefur a.m.k. í seinni tíð verið litið svo á í framkvæmd að slíkar óskráðar reglur falli undir alríkislög en ekki lög einstakra ríkja.52 Komi hins vegar upp sú staða að slík óskrað regla fari í bága við ákvæði alríkislaga eða þjóðréttarsamninga sem teljast hafa bein 47 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 97. 48 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 98. 49 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 92. 50 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 680. 51 Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law, bls. 125-126. 52 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 163-164; John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 102.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.