Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 17
363 heildrænt og í samhengi með það að leiðarljósi að staðreyna hvort unnt sé að halda því fram að þar sé um ræða reglu sem uppfyllir það skilyrði að geta talist hluti af óskráðum reglum hinnar engilsax- nesku lagahefðar.47 Dómstólarnir þykja annars almennt fremur hik- andi við að viðurkenna slíkar óskráðar reglur af meiði þjóðaréttar sem hluta af bandarískum rétti og þá einkum ef þær þykja varða viðkvæm pólitísk álitaefni og ekki liggur ljós fyrir afstaða stjórn- valda til slíkrar reglu.48 Í Paquette Habana málinu reyndi á þýðingu þjóðréttarvenju í bandarískum rétti þar sem engin önnur skýr regla gilti um efnið en önnur staða yrði uppi ef slík regla reyndist vera fyrir hendi. Þá sjaldan að svo ber við að reglur í bandarískum lands- rétti virðast fara á svig við ætlaða þjóðréttarvenju eða aðra óskráða reglu af því tagi reyna dómstólar eftir fremsta megni að túlka reglur- nar til samræmis.49 Er þessi kunnuglega regla, þ.e. að túlka beri landsrétt til samræmis við þjóðarétt, sem víðast gildir í einhverju formi kölluð Charming Betsy reglan í bandarískum rétti, en um er að ræða dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli nr. 6 U.S. 64 frá febrúar 1804.50 Vegna átaka við Frakkland ákvað Bandaríkjaþing að setja lög sem bönn- uðu öll viðskipti við Frakkland. Í kjölfarið var lagt hald á farmskipið Charming Betsy á leið þess frá Bandaríkjunum til frönsku Guadaloupe. Skipið hafði þá verið selt manni frá Danmörku sem taldist hlutlaust ríki í átökunum og taldi sá sig því í skjóli þjóðaréttar óbundinn af lögunum. Hæstiréttur lagði áherslu á að ætíð bæri að leitast við að túlka lög þannig að ekki færu á svig við þjóðarétt en lögin bönnuðu ekki slíkt framsal og var skipið látið laust.51 Engum vafa þykir nú undirorpið að óskráðar reglur almenns þjóðaréttar teljast geta haft sjálfstæða þýðingu sem réttarheimild í bandarískum rétti þótt stjórnarskráin fjalli ekki beinlínis um stöðu þeirra sem slíkra, ólíkt því sem gildir um þjóðréttarsamninga. Enn fremur hefur a.m.k. í seinni tíð verið litið svo á í framkvæmd að slíkar óskráðar reglur falli undir alríkislög en ekki lög einstakra ríkja.52 Komi hins vegar upp sú staða að slík óskrað regla fari í bága við ákvæði alríkislaga eða þjóðréttarsamninga sem teljast hafa bein 47 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 97. 48 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 98. 49 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 92. 50 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 680. 51 Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law, bls. 125-126. 52 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 163-164; John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 102.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.