Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 18
364 réttaráhrif þá hefur verið miðað við að hinn skráði réttur gangi framar svo lengi sem stjórnarskráin teljist vera virt.53 En þótt stjórnar- skrá Bandaríkjanna sé fáorð um stöðu almenns þjóðaréttar í banda- rískum rétti finnst þó fyrir afar sérstæð löggjöf í bandarískum rétti sem vísar sérstaklega til þjóðaréttar. Er þar um að ræða lög sem nefnast Alien Tort Statute frá 1789 og voru flestum gleymd og grafin þar til þau komu eftirminnilega til framkvæmdar fyrir alríkisdóm- stóli í dómi í máli Filartiga gegn Pena-Irala frá 30. júní 1980. Filartiga höfðaði bótamál gegn landa sínum, Pena-Irala, vegna pyndinga sem bróðir hennar hafði mátt þola af hálfu þessa fyrrum lögreglustjóra í heimaríkinu Paragvæ á tímum herforingjastjórnar árið 1976 en lögin Alien Tort Statute frá 1789 mæltu svo fyrir að alríkisdómstólar í Bandaríkjunum hefðu lögsögu til að fjalla um bótamál sem útlendingar höfðuðu gegn öðr- um útlendingum vegna brota á þjóðarétti (e. law of nations). Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þjóðaréttur bannaði pyndingar og vísaði í því sambandi til ýmissa réttarheimilda þjóðaréttar á borð við Sáttmála SÞ, Mannréttindayfirlýsingar SÞ, annarra ályktana Allsherjarþings SÞ, dóma úr bandarískum rétti, dóma samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, samninga frá öðrum alþjóðastofnunum og framkvæmdar stjórnskipunar- laga og annarra laga í ríflega 50 öðrum ríkjum, auk skrifa fræðimanna, en sumir þeirra voru sérfróð vitni í málinu. Var Pena-Irala loks dæmdur á þessum grundvelli til að greiða Filartiga um 10 milljónir dala í bætur. Fleiri mál af þessu tagi hafa komið til síðar og í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Sosa gegn Alvarez-Machain frá 29. júní 2004, mál nr. 542 U.S. 692, var staðfest fyrri dómaframkvæmd samkvæmt Fi- lartiga. Rétt er að geta þess að enn fremur var þá áréttaður sá skiln- ingur að Alien Tort Statute frá 1789 tæki til þjóðréttarbrota eins og þau væru skilgreind á hverjum tíma en sá kunni dómari Antonin Scalia vildi beita þröngri skýringu sem miðaði aðeins við þjóðrétt eins og Bandaríkin viðurkenndu hann þegar lögin voru sett. Ólík túlkun Scalia og annarra dómara Hæastaréttar í málinu á þýðingu Alien Tort Statute frá 1789 endurspeglar þann meiningarmun sem gjarnan birtist í afstöðu íhaldssamra annars vegar og hins vegar hinna frjálslyndari í Bandaríkjunum, þar sem þeir íhaldssamari leggja almennt ríka áherslu á að Bandaríkin geti aðeins orðið bund- in af reglum sem þau hafi sannarlega og óumdeilt sjálf viðurkennt í einhliða framkvæmd, en þeir frjálslyndari eru almennt opnari fyrir 53 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 165.  William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 684.  Mark W. Janis: International Law, bls. 106-107; Sean D. Murphy: Principles of Interna- tional Law, bls. 261.  Mark W. Janis: International Law, bls. 107.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.