Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 23
369
að Þjóðabandalaginu eftir fyrri heimsstyrjöld og þá einkum vegna
skuldbindinga í 10. gr. Stofnskrár Þjóðabandalagsins um skyldur til að
verja önnur aðildarríki.74 Bandaríkin voru þó alls ekki áhugalaus
um frið og öryggi á heimsvísu og á árunum milli stríða var þar sterk
friðarhreyfing og voru Bandaríkin m.a. í farabroddi við gerð París-
arsáttmála Kellog Briand árið 1928 sem var fyrsti samningur þar sem
styrjöldum var opinberlega úthýst sem mögulegu úrræði til að leiða
til lykta deilur ríkja.75
En síðari heimsstyrjöldin skall engu að síður á og í kjölfar henn-
ar voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945. Því hefur verið haldið
fram að Sáttmáli SÞ (SSÞ) og það fyrirkomulag sem þar var sett á
laggirnar til hemja valdbeitingu ríkja í alþjóðakerfinu hafi verið
sniðið að þörfum Bandaríkjanna.76 Grundvallarreglan er bann við
beitingu vopnavalds í milliríkjasamskiptum, sbr. 4. mgr. 2. gr. SSÞ,
en frá henni eru þó tilgreindar tvær undantekningar í SSÞ. Í fyrsta
lagi er um að ræða sjálfsvarnarrétt ríkja sem ráðist er á ein og sér
eða í félagi við önnur ríki, sbr. 51. gr. SSÞ. Í öðru lagi er um að ræða
sérstakar valdheimildir Öryggisráðs SÞ til að heimila valdbeitingu,
sbr. VII. kafla SSÞ.77 Þótt Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi ekki farið
fullum fetum eftir því þá hefur afstaða Bandaríkjanna verið sú að
beiting sjálfsvarnarréttar sé pólitískt viðfangsefni, auk þess sem
Bandaríkin og önnur stórveldi hafa neitunarvald i Öryggisráðinu.78
Þá felur SSÞ, ólíkt 10. gr. Stofnskrár Þjóðabandalagsins, ekki í sér beina
skyldu aðildarríkja til að grípa til aðgerða gegn ríkjum er beita ólög-
mætu vopnavaldi heldur er það háð pólitísku mati. Mætti segja að
regluverk SÞ hámarki aðstöðu Bandaríkjanna til að geta haft áhrif á
önnur ríki en lágmarkar að sama skapi skyldur þeirra og að önnur
ríki geti haft áhrif á þau.
Þótt færa megi fyrir því rök að framangreint fyrirkomulag í Sátt-
mála SÞ hafi í megindráttum virkað sæmilega eru engu að síður á
því brotalamir í framkvæmd og enn er það svo að ríki beita á stund-
um vopnavaldi án þess að fyllileg stoð virðist vera fyrir þeim að-
gerðum í sáttmálanum. Bandaríkin koma þar nokkuð oft við sögu
74 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 12 og 107.
75 Nefnist formlega General Treaty for Renunciation of War as an Instrument of National Policy
frá 27. ágúst 1928. Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for
Legal Security, bls. 109-113.
76 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 92-94.
77 Þetta fyrirkomulag er m.a. útskýrt nánar í Pétur Dam Leifsson: „Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna og réttur ríkja til að beita vopnavaldi samkvæmt reglum þjóðaréttarins“. Í
ritinu Lögberg – rit Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2003, bls. 581-614.
78 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 123.