Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 28
374
sem lýst er í 53. og 64. gr.101 Bandaríkin hafa á hinn bóginn stutt
dyggilega við ýmis regluverk þjóðaréttar sem þykja falla að hags-
munum þeirra, sbr. bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og það að
banna eða draga úr notkun ósoneyðandi efna.102 Þá má geta þess að
í kjölfar þess að Menningarmálastofnum SÞ (UNESCO) samþykkti
aðild Palestínu sem ríkis tilkynntu Bandaríkin að þau myndu hætta
að greiða framlag til stofnunarinnar sem fram til þess hafði verið
umtalsvert.103
5. NIÐURSTÖÐUR
Sé leitast við að horfa yfir sviðið og draga ályktanir blasir við að
Bandaríkin hafa lengstum reynt að hafa virk áhrif á flest helstu
regluverk þjóðaréttar á sama tíma og þau virðast þó gera sitt ítrasta
til að takmarka áhrif slíkra samninga og stofnana á eigin hagsmuni.
Þegar staða Bandaríkjanna hefur verið sterk, eins og við lok síðari
heimsstyrjaldar, hefur þeim tekist vel að koma þessum markmiðum
sínum til leiðar en nú virðist bera æ meira á árekstrum Bandaríkj-
anna við ýmis regluverk af meiði þjóðaréttar.
Bandaríkin eru almennt mjög upptekin af sérstöðu sinni í sam-
félagi þjóðanna sem jafnvel gengur stundum svo langt að því er
blákalt haldið fram að þau eigi í reynd annars konar réttindi og beri
annars konar skyldur en ríki almennt. Ólíkt því sem t.d. virðist nú
vera viðtekin nálgun í Evrópu þá virðast Bandaríkjamenn oft og
tíðum fremur líta á þjóðarétt sem einhvers konar utanaðkomandi
réttarkerfi sem þurfi þá eftir atvikum að verjast gegn þegar þau gildi
sem þar eru borin á borð kunna að ógna bandarískum hagsmunum.
Það tæki sem Bandaríkin nota þá einkum til varnar er þeirra eigin
landsréttur og stjórnskipan sem virðist einkum skilgreina almenn-
an þjóðarétt sem einhvers konar hluta af því víðtækara regluverki
sem lýtur að alþjóðasamskiptum Bandaríkjanna almennt.
Þótt Bandaríkin fari sér almennt hægt við að takast á hendur
skuldbindingar að þjóðarétti þá virðast þau engu að síður oftar en
ekki vilja taka mjög virkan þátt í því að móta bæði þjóðréttarsamn-
inga og alþjóðastofnanir sem þau verða síðan jafnvel sjálf ekki að-
ilar að. Virðist þetta endurspegla það viðhorf að þjóðaréttur, samn-
ingar og alþjóðastofnanir séu þá fyrst og fremst nokkurs konar tæki
til að vinna að markmiðum Bandaríkjanna en með þessu móti geta
þau vissulega haft áhrif á önnur ríki á sama tíma og komið er í veg
fyrir að önnur ríki geti haft áhrif á stöðu Bandaríkjanna. Þannig
101 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 20-21.
102 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 43, 138 og 154.
103 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 227.