Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 38
384 mál að staldra við og íhuga framhaldið. Á tímum umróts er ef til vill ekki við öðru að búast en að margir forðist þátttöku í umræðu um siðferðileg viðmið, væntanlega með þeim rökum að erfitt sé að ná nokkru viðunandi taki á siðferðishugtakinu. Gengur þögnin stund- um svo langt að fjarvera umræðu um siðferðismál bjagar umræðuna með þögninni einni saman. Slíkt vekur vissan ugg um að siðfræði og jafnvel siðvitund hverfi í skuggann og að lokum stýri ekkert hegðun manna annað en lögleiddar málamiðlanir eða lágmarks- skyldur sem allir, eða að minnsta kosti meirihluti manna, geta sæst á að axla. Líklegt má hins vegar telja að einberar lágmarkskröfur dugi skammt til að reka heilt samfélag svo vel fari.9 Hugtakið samfélag liggur til grundvallar flestu því sem tíundað er í grein þessari. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er tilvera okkar háð öðru fólki. Enginn maður lifir í tómarúmi því verk okkar og athafnir kalla fram gagnverkun og viðbrögð.10 Hvort sem menn kjósa að telja sig hluta af fámennu eða fjölmennu samfélagi verður vart deilt um nytsemi þess og jafnvel nauðsyn þess að menn innan viðkomandi hóps sammælist um einhver samræmd viðmið um hegðun, viðskipti o.s.frv. Leiða mætti líkur að því að hætta á upp- lausn yrði stóraukin ef hver og einn ætti sjálfdæmi um rétt og rangt. Hinar óskráðu siðareglur gegna mikilvægu hlutverki á vegferð mannsins úr fásinni til félagseiningar. Í samskiptum manna þarf óhjákvæmilega að leysa úr álitaefnum af öllum tegundum. Á upp- vaxtarárum sínum hlýtur hver og ein manneskja að móta með sjálfri sér, bæði meðvitað og ómeðvitað, tiltekna sýn á lífið og eigið hlut- verk. Á þeim tímum sem við nú lifum, þegar andóf gegn kennivaldi er áberandi,11 má ekki vanmeta áhrif þeirra þátta sem ekki gera til- kall til valds heldur eru þvert á móti eftirgefanlegir og lágstemmdir. Á þennan hátt togast andstæð og skapandi öfl á í daglegu lífi okkar, hvort sem um einkalífið eða hinn opinbera vettvang er að ræða.12 Upplag, uppeldi, trúarlíf, nám, starfsreynsla, félagsnet viðkomandi o.fl. hefur vafalaust margháttuð áhrif í þessu samhengi. Félagslegur bakgrunnur getur einnig vegið þungt sem veganesti (eða farangur) á lífsins braut. Af þessum ástæðum er vandi á höndum þegar kem- ur að umræðu um siðferðismál því að sú umræða stjórnast að veru- 9 Sjá til hliðsjónar Arnar Þór Jónsson: „Dul og rangvirðing? Hugleiðing um hlutverk lög- manna“. 10 Rifjast í þessu samhengi upp þriðja lögmál Newtons: „Gagnstætt sérhverju átaki er ávallt jafnstórt gagntak, eða gagnkvæmar verkanir tveggja hluta hvors á annan eru ávallt jafnstórar og í gagnstæða stefnu.“ 11 Sjá t.d. Jean M. Twenge: Generation Me: Why Today’s Young Americans Are More Confi- dent, Assertive, Entitled – and More Miserable Than Ever Before. New York 2006. 12 Vísa má í þessu sambandi til heimspekinnar um Yin og Yang, sem rakin hefur verið aftur til bókarinnar I Ching sem er talin hafa verið rituð um 700 f.Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.