Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 60
406 Þórs hins vegar að síðarnefndu fræðimennirnir skilgreini rýmkandi lögskýringu á þá leið að „valinn sé túlkunarkostur sem fellur utan við merkingarfræðilegan ramma ákvæðis“ eða að ákvæði sé teygt út fyr- ir „vébönd“ þess.13 Það sé aftur á móti skilyrði samkvæmt hans skil- greiningu að sá túlkunarkostur sem felldur verður undir lagaákvæði með rýmkandi lögskýringu rúmist innan merkingarfræðilegs ramma þess. Ekki sé ástæða til að gera greinarmun á rúmri ákvarð- andi skýringu og rýmkandi lögskýringu eins og Ármann og Davíð Þór geri.14 Lögjöfnun sé aftur á móti sérstök aðferð við beitingu lagaákvæðis þar sem efnisreglu, sem dregin hefur verið fram með túlkun, er beitt um tilvik sem ekki getur fallið undir ákvæðið með lögskýringaraðferðum. Niðurstaða sem fæst með rýmkandi lög- skýringu sé hluti af lagaákvæði en slíkt hið sama eigi ekki við um lögjöfnun.15 2. GLUGGAÐ Í LÖGSKýRINGARLEIÐIRNAR 2.1 Hinn merkingarfræðilegi rammi o.fl. Það er ekki hundrað í hættunni þó að stuðst sé við ólíka merkingu hugtaka ef vitað er í hvaða merkingu verið er að nota þau í hvert sinn; hverfast þau í kringum orðalagið eða vafann? Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvort þessar nálganir séu, a.m.k. að einhverju leyti, samþættanlegar. Báðar skýringar á hugtökunum hafa sína kosti og galla. Leið Róberts er vænleg út frá því sjónarhorni að með henni fæst skýr og aðlaðandi aðgreining á rýmkandi lögskýringu og lögjöfnun; hið fyrra er niðurstaða túlkunar lagaákvæðis og fellur innan merking- arfræðilegs ramma þess en hið síðara er sérstök aðferð við beitingu lagaákvæðis í ljósi tilviks sem ekki fellur innan rammans. Þá er ekki sérstök þörf á að flækja lögskýringarferlið með ákvarðandi skýring- um. Að sama skapi hefur nálgun Ármanns þann ókost að grein- armunur á t.d. rúmri ákvarðandi skýringu, rýmkandi lögskýringu og lögjöfnun er ekki ljós og jafnvel ruglingslegur. Aftur á móti mætti segja að þótt flokkun Róberts sé skýr þá sé hún fyrst og fremst fræðilegs eðlis. Ekki er víst að í framkvæmd sé hægt að gera skýran greinarmun á tilvikum sem falla innan og utan hins merkingar- fræðilega ramma; hvenær hefur lagaákvæði náð hámarki þanþols síns? Ef mörk þess sem fellur innan og utan rammans eru óskýr í framkvæmd kann minna að skilja á milli Ármanns og Róberts í 13 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 281. 14 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 280-283. 15 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 308.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.