Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 72
418
afkomendur Svisslendinga og Þjóðverja. Þeir virðast hafa byggt
upp blómlegt samfélag, m.a. á svissneskri banka- og ostahefð. For-
setinn ekur um á Volkswagen bjöllu og gefur hluta af launum sín-
um til góðgerðarmála.
EKKERT MÁL FYRIR JÓN PÁL
Það var mjög ánægður hópur sem yfirgaf vorið í Buenos Aires til að
takast á við myrkrið, veturinn og daglegt streð á Íslandi. Í ferðinni
náðum við aðeins að sjá brot af Argentínu og brotabrot af Uruguay,
Brasilíu og Paraguay, en það hefur opnast glufa fyrir okkur sem við
getum stækkað með því að fylgjast með fréttum frá þessum lönd-
um, kvikmyndum og bókum og vonandi sækja þau aftur heim með
ákveðnari hugmyndir um hvað við viljum sjá.
Við tókum heim með okkur í farteskinu margar góðar minning-
ar, ekki síst minningar um allt það frábæra fólk sem hafði orðið á
vegi okkar og aðstoðað okkur. Til dæmis um þjóninn sem við hitt-
um síðasta daginn á veitingahúsi á móti hótelinu okkar. Hann
kveikti þegar í stað á íslenskunni og af hverju? Jú, heimildarmynd
um kraftajötuninn Jón Pál Sigmarsson hafði náð á heilla þennan
stillilega og fínlega argentínska þjón. „Ekkert mál fyrir Jón Pál“
hljómaði þegar við kvöddum hann. Já, er ekki heimurinn smám
saman að þróast í eitt og sama heimilið?