Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 5

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 5
AXEL THORSTEINSON: Föðurminning. (Útvarpsþáttur, fluttur 13. 6. 1971). Mér er að sjálfsögðu Ijúft að verða við óskum um að minnast innan vébanda þessarar dagskrár míns góða föður, eins og ég man hann bezt frá bernsku- og unglingsárum mínum, og hefi til þess nokkrar mínútur til umráða.*) Ég hef áður gert þessu nokkur skil í erindi, sem ég flutti vestur í Manitoba árið 1922, að beiðni Sig- urðar Júlíusar Jóhannessonar læknis, skálds og ritstjóra, en er- indið er mörgum kunnugt, þar sem það hefur verið prentað þri- vegis og var tvíflutt hér í útvarpinu, í öll skiptin óbreytt eins og það var upphaflega flutt. Áhuginn, sem fram kom, tengdur þessum minningum, var mér gleðiefni, og eigi síður nú, að hann skuli enn vakandi, en sá er vandi minn mestur nú, að taka upp þráðinn af nýju, og mætti þó virðast, að það ætti ekki að vera erfitt, því að minningarnar eru fjölmargar og standa ljóslifandi fyrir hugskotsaugum mínum. En hvað skal nú velja til frásagnar, á nokkrum mínútum, úr syrpu minninganna ? Sá er vandinn, en ráðast verður, hversu til tekst. Ég tel rétt að drepa á það, áður en lengra er farið, að ýmsum hefur orðið það meira umhugsunarefni en mér sjálfum, að ég hygg, hversu langan veg er yfir að líta, þar sem er æviferill föður- afa míns, Bjarna Þorsteinssonar, föður míns, og mín liðnu ár, sem eru allmörg orðin, en það er nú ekki fullur áratugur þar til 200 ár eru liðin frá fæðingu afa míns, en hann var fæddur 31. marz 1781, og 19. maí síðastliðinn voru 140 ár liðin frá fæðingu föður míns, en ég var síðastur í röðinni sex barna af síðara hjóna- bandi hans, og faðir minn nálægt sjötugu, er ég fyrst man eftir honum, en átti því láni að fagna, að njóta umhyggju hans og handleiðslu til átján ára aldurs, en hann lézt sem kunnugt er á 83. aldursári að áliðnu sumri 1913. *) Þátturinn varð nokkru lengri en upphaflega var um talað.

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.