Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 44
42
Naisi, fremur en að búa með konunginum Conchubor. Leikritið
var ófullgert, þegar Synge dó, í marz 1909, en það telja margir
gagnrýnendur hans fegursta og þroskaðasta verk. Deirdre of the
Sorrows hefur til að bera mikinn skýrleika í samtölum, þannig
að áhorfendur eru dregnir að tilfinningatogstreitunni í leikritinu,
svo mjög, að við sjálft liggur að leikritspersónur gleymist, og
spennan í leikritinu eykst smám saman, svo að það verður næst-
um því líkamlegur léttir, þegar Deirdre að lokum stingur sverð-
inu í brjóst sitt; þessi léttir er í fullkominni samúð við frelsun
Deirdre frá bitrum örlögum lífsins.
Auk þess að skrifa leikrit, skrifaði Synge ljóð og ritgerðir.
Hann var í nánum tengslum við Abbeyleikhúsið og aðdragandinn
að stofnun þess. Hann var þjóðernissinni og sagt hefur verið um
hann, að í verkum sínum túlki hann lífsskoðun, sem heyri til
gelískri hefð.
S. S. pýddi.
Þjóðlitir íslendinga.
„Blátt og hvítt
eru þjóðlitir vorir, þeir litir, sem þjóð vor hefur fest sérstaka
ást við. Og það er ekki óeðlilegt. Að vísu sjást þeir litir víðar en
á Islandi, en varla mun himininn heiðari eða fjöllin fagurblárri
annars staðar en á íslandi og hvergi gnæfir hreinhvítari jökull við
himin en hér. Af öllum litum, sem náttúran býr sig verða þessir
oss hugstæðastir:
„Hnjúkafjöllin himinblá,
hamragarðar, hvítir tindar“.
I fánanum eiga þjóðlitir vorir að vera, þeir og engir aðrir.“
(Dr. Guðmundur Finnbogason, ræða við Fánahvöt Stúdentafé-
lagsins 29. 11. 1906).