Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 25

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 25
23 danska flaggið, á hinni samskonar flagg, nema að feldurinn var blár. Með öðrum orðum sama flaggið, sem Stúdentafélagið nokkr- um árum seinna barðist fyrir, að löghelgað yrði sem fáni íslands . . . Og það var honum ekki síður en okkur óblandin ánægja, að horfa á þau blakta þarna yfir grænum runnunum. Því að hann unni litum og litbrigðum.“ Ég hef lengi haft í huga, að bæta hér við skýringu, og geri það nú, þar sem í þessu hefti er birt bréf H. V. um baráttuna fyrir blá- hvíta fánanum, auk þess sem ég hef áður birt í Rökkri útvarps- erindi um þá baráttu. („Þetta var okkar fáni“, Rökkur I, Nýr flokkur, Rvík 1969). Og skýringin, eða það, sem ég vildi við bæta, er þetta: Faðir minn var Landvarnarmaður og það hefur því verið meira en fegurðarsjónarmiðið eitt, sem lá til grundvallar því, að hann dró, að ég hygg, fyrstur manna bláhvíta fánann að hún, en það var baráttumál Landvarnarmanna, að hann yrði löghelg- aður fáni Islands. Vísa ég hér til minningargreinar Benedikts Sveinssonar alþm. og þingforseta um Bjarna frá Vogi, þar sem hann greinir frá veizlu þeirri, sem Landvarnarmenn héldu þeim bræðrum Sigurði og Jóni, Jenssonum, frændum Jóns Sigurðssonar, sem Jens Pálsson prófastur sagði um í ræðu í veizlunni þeim bræðnim til heiðurs, að væri „ósýnilegur foringi stefnunnar“, en samkomu þessa kvað B. Sv. „minnisstæða þeim, er hana sátu „og er hennar hér getið sem dæmis þess, hversu nafnkunnir ágætis- menn úr hópi inna eldri manna veittu flokknum þá þegar fylgi sitt.“ 1 lýsingu sinni á samkomunni segir Benedikt: „Því næst flutti Steingrímur skáld Thorsteinsson forkunnar fagra ræðu fyrir minni íslands, leiftrandi af fjöri og andagift. Minntist hann meðal annars fyrri frelsisbaráttu og þess verkefnis, er flokkurinn ætti nú fyrir hendi gegn ofurefli því, er í móti var. Lauk hann máli sínu með þessum gamla kviðlingi, er hann beindi til flokksmanna: „Hælumst minnst í máli, metumst heldr of val felldan, látum skipta guð giftu, (Hljóp hann þá upp og hvessti röddina): gerum hríð þá, er þeim svíði.“ Var þróttarorðum öldungsins vel fagnað.“

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.