Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 30
28
lendingseinkennin svo skýrt í ljós, að allir gætu séð það og skilið,
að það væri ekki minnkun og vansi, heldur sæmd og tign, að vera
Islendingur. Þá orti Þorsteinn Erlingsson hið fagra kvæði sitt:
Af álfunnar stórmennum einn verður hann
og ættlands síns frægustu sonmn. —
Það stendur svo skínandi mergð um þann mann
af minningum okkar og vonum.
En Hannes Hafstein orti hið glæsilega kvæði sitt: ,,Sjá, roðann
á hnjúkunum háu“, sem þá var sungið og oft síðar. En það var
margt fleira gert minningu Jóns Sigurðssonar til heiðurs þann
dag. Háskólinn var vígður. Minningarathöfn var haldin í Mennta-
skólanum og dómkirkjunni og Bókmenntafélagið minnist og for-
setans.
Iþróttamótið hófst með leikfimissýningu kvennaflokks úr Iðunni,
undir stjórn Björns Jakobssonar. Var það í fyrsta sinn, sem slík-
ur flokkur kom fram opinberlega hér á landi.
Keppt var í glímu, stökki, hlaupum, lyftingum og sundi o. s. frv.
Mótið hófst á laugardegi, en þriðjudaginn í vikunni á eftir keppti
Fram við K. R. Ólafur Rósenkranz var dómari. Veður var gott
og margt áhorfenda — og þeirra meðal félagar okkar úr Fram,
sem hvöttu okkur óspart til dáða. Friðþjófur var vitanlega lífið
og sálin í okkar flokki og skoraði bæði mörkin sem skoruð voru.
Leikurinn var f jörugur — gleði okkar mikil, í leik og að unnum
leik, og vonbrigði K. R.-manna auðsæ, en þeir tóku ósigrinum
drengilega, og ég man, að einn úr þeirra flokki, Þorsteinn Jóns-
son, lét orð falla í þá átt, að „strákarnir hefðu átt skilið að sigra“.
Sá var líka dómur allra. Við höfðum æft kappsamlega og vorum
vel að sigrinum komnir. I ísafold, sem þá var aðalblaðið hér, var
þessi frásögn um leikinn:
„Loks var sýndur fjörugur knattspyrnukappleikur milli Fót-
boltafélags Reykjavíkur og Fótboltafélagsins Fram. I hinu síðar-
nefnda eru einungis unglingar en eigi að síður unnu þeir svo, að
mjög skar úr. Þeir komu knettinum tvisvar í mark og gerði það
hvort tveggja sinnið Friðþjófur Thorsteinsson. Dómari var Ólafur
Rósenkranz.“
Á lokadegi mótsins gengu allir þátttakendur þess í skrúðgöngu
um völlinn og upp á pall nokkurn, þar sem ungfrú Sigríður Ás-
björnsdóttir, síðar kona Sigurjóns Péturssonar, úthlutaði verð-