Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 21

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 21
19 ágætustu fræðimanna og miklu íslandsvina, sem þar eiga hlut að máli. Og þótt margt hafi verið ritað um þá Guttorm og Stephan G. síðan ritgerðir dr. Kirkconnell’s um þá komu út, standa þær enn fyrir sínu bæði um innihald og túlkun þess, að ógleymdum hinum ensku þýðingum greinarhöfundar á ljóðum umræddra skálda, sem hann felldi inn í ritgerðir sínar um þá, og drjúgum auka gildi þeirra. Þýðingar Snæbjarnar af framannefndum ritgerðum um hin miklu merkisskáld vor Vestur-fslendinga bera vitni þakkarverð- um áhuga hans á skáldum vorum þeim megin hafsins, er lýsir sér einnig ágætlega í greinum hans í bókinni um Gísla Jónsson rit- stjóra níræðan, „Eitt ókunna skáldið“ (Kristján S. Pálsson) og „Skáldkonan Undína.“ Af öðru efni í umræddu greinasafni þykir mér ástæða til að draga athygli lesenda að prýðilegum greinum um íslandsvininn Sir Stanley Unwin og um skáldið William Morris, en, eins og greinarhöfundur leggur réttilega áherzlu á, þá eigum vér Islend- ingar Morris ómetanlega skuld að gjalda. Þykir mér því fara vel á því að taka hér upp eftirfarandi ljóðlínur úr hinu mikilúðlega kvæði séra Matthíasar Jochmnssonar um Morris, er Snæbjörn gerir að einkunnarorðum greinar sinnar um hið mikilhæfa enska skáld og hollvin Islendinga: Hátt í lofti lifi listfagur ástvin Braga — maður kenni þat manni — Morris á foldu Snorra! Eigi verða hér taldar upp fleiri greinar úr Þagnarmálum Snæ- bjarnar, þótt verðugt væri, en ritgerðir þær, sem þegar hefur verið getið, eru ærin sönnun þess, að greinasafnið á erindi til íslenzkra lesenda. II. Snæbjörn Jónsson hefur unnið þarft verk með því að kynna Is- lendingum enska skáldsnillinginn Thomas Hardy með ritgerðum sínum um hann og drjúgum auðgað bókmenntir vorar með þýð- ingum sínum af tveim öndvegis skáldsögum hans. Kom hin fyrri þeirra, þýðingin á Tess af D’Urberville-œttinni, út í tveim útgáf- um 1942 og 1954, og hlaut ágæta dóma hinna glöggskyggnustu manna í þeim efnum; en síðari þýðingin, Heimkoma Heimálnings-

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.