Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 15
13
sögnm hans þess vegna djúpum rótum í raunveruleikanum; en
hann lætur svipu háðnepju sinnar og fyrirlitningar óspart dynja
á stjórnmálamönnum sinnar tíðar.
Rúmlega tvítugur hóf hann rithöfundarferil sinn með bráð-
skemmtilegum, fyndnum og fjörugum, lýsingum á daglega lífinu
í Lundúnum, er birtust í blöðum og tímaritum þar í borg undir
höfundarnafninu ,,Boz“. Gaf hann þær út í bókarformi undir
heitinu Sketches by Boz (1836).
Urðu nú þýðingarmikil þáttaskil í ævi Dickens, því að þetta
safn frásagnaþátta hans vakti nægilega athygli til þess, að fyrir
tilmæli bókaútgáfufélags í Lundúnum fór hann að skrifa fram-
haldandi frásagnaþætti (,,Skissur“) með skopteikningum úr
íþróttalífinu. Hugkvæmni hans, fjör og fyndni, nutu sín þar með
þeim ágætum, að upp úr þessum þáttum spratt ein hin sérstæð-
asta, skemmtilegasta og víðfrægasta skáldsaga hans, The Pick-
wick Papers (1837). Er hún snilldarverk í kímnistíl, talin vera
eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna þeirrar tegundar.
Ensku þjóðlífi samtímans er þar lýst á breiðum grundvelli í lif-
andi myndum. Með þá lýsingu að bakhjalli, kemur þar fram á
sjónarsviðið sægur sögupersóna, en annars f jallar sagan sérstak-
lega um „hinn heiðvirða Pickwick og bragðarefinn, þjóninn hans
Sam Weller, og öll þau sprenghlægilegu ævintýri, sem þeir rata í,“
eins og dr. Jón Gíslason orðar það réttilega í kaflanum um Dick-
ens í hinni Ensku bókmenntasögu sinni (Reykjavík, 1948).
En í þessu snilldarverki lýsir sér aðallega ein hliðin á ríkri skáld-
gáfu Dickens, hin einstæða skopskyggni hans. 1 annarri víðfrægri
skáldsögu hans, Oliver Twist, er hann ritaði að all miklu leyti sam-
tímis (1837—38), er aðra meginhlið á skáldgáfu hans og skap-
gerð að finna, því að þar kemur hann fram sem hinn þjóðfélags-
legi gagngrýnandi og umbótasinni. Lýsir hann þar með áhrifa-
miklum hætti híbýlum þurfamanna og munaðarleysingjahælum,
og ræðst, beint og óbeint, á fátækralöggjöfina og stjórn góðgerðar-
stofnana. Skáldsaga þessi er einnig einstæð fyrir það, að barn er
þar söguhetjan, en minnugur sinna eigin æskuára, bar Dickens
í brjósti næmar tilfinningar gagnvart þeim börnum sérstaklega,
sem sæta urðu sömu eða svipaðri meðferð. 1 næstu bók sinni,
Nicholas Nickelby (1838—39), heldur hann áfram þjóðfélagslegri
ádeilu sinni, og beinir árásum sínum að hinum marggölluðu heima-
vistarskólum í Yorkshire og hinni ómannúðlegu meðferð, sem
skólasveinar áttu þar að sæta.
Það er ennfremur til marks um bókmenntalega frjósemi Dick-