Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 38

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 38
36 lega, að Mary hafi ef til vill verið bjargað. Fáum við nánari fréttir, mun ég óðara tilkynna yður það. — En sú frétt hefur enn ekki borizt. . . Þetta var raunalega óvænt sorgarsaga . . . Jæja, kæri Axel Thorsteinson: Nú mun ég eflaust vera búinn að dauðþreyta þig — sértu kominn úr írsku hœttunni, — en þá er þetta sennilega frá einni plágunni til annarrar. — Fyrirgefðu rabbið. — En nú er ég líka orðinn iila þreyttur í hægri hendinni, og hún enda ekki „penna-fær“. Hún er illa lömuð eftir „slag“, — ég skrifa bréf mín á ritvél með hálfri-annarri hendi! Blessaður. Þinn einlægur. Helgi Valtýsson. # # * ATHS.: Lesendur veita því sjálfsagt athygli, að H. V. hefur ávallt orðið ,,hvítbláinn“ í gæsalöppum. Hefur fráleitt fellt sig við það heiti. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að 'láta það koma fram, að mér hefur ávallt þótt þetta heiti óviðfelldið á fána, sem var fáni æskunnar, fáninn, sem barizt var fyrir sem þjóðarfána, framtíðarfána. Svo kvað Einar Benediktsson til hans (kvæði hans heitir: Til fánans . . .): Rís þú, unga íslands merki, upp með þúsund radda brag, tengdu í oss að einu verki, anda, kraft og hjartalag. Rís þú, íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðar dag.

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.