Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 10
8
Ýmsir, sem síðar urðu þjóðkunnir menn, voru ,,kostgangarar“,
eins og það var kallað á þessum tíma, hjá frú Ástu, sumir söng-
menn góðir, eins og Magnús frá Cambridge, eins og hann var kall-
aður, frændi hins nafnkunna menntamanns Eiríks Magnússonar
í Cambridge — sem meðal annarra orða var mikill vinur föður
míns — , — en það var á sumrum, sem Magnús kom og þá frá
námi. Mér er minnisstætt, að eitt sinn, er Magnús söng þarna í
stofunni og „fröken Kristrún“, eins og hún var jafnan kölluð, lék
undir, að söngurinn vakti slíka hrifni í eldhúsi, að ein kvenna þar
opnaði til hálfs dyrnar á stofunni, gægðist inn, klappaði saman
lófunum og kallaði: Da capo, Magnús, da capo. — Þetta var á þeim
tíma, er það kom fyrir á konsertum, að slík hrifni greip áheyrend-
ur, að menn risu úr sætum og kölluðu hvað eftir annað: Bravo,
bramssimo. Meðal gesta, sem tóku lagið í stofunni, er mér minnis-
stæðastur Þórður Pálsson, síðar læknir. En svo voru líka aðrir
konsertar, þar sem allir viðstaddir „slógu taktinn með fótunum.“
Meðal minna allra fyrstu bernskuminninga eru margar úr þess-
ari stofu, því að það var oft, þegar ég var smáhnokki, þreytt-
ur og stúrinn, er degi hallaði, að móðir mín tók mig á hné sér og
raulaði fyrir munni sér uppáhaldserindi sitt, og sofnaði ég þá
tíðum við barm hennar, en með erindinu söng hún inn í huga mér
auðlegð, sem ég hef búið að alla tíð síðan, ástina til fagurra ljóða.
Svo mjög sem hún unni föður mínum og dáði ljóð hans, var það
ekki erindi eftir hann, sem hún söng, heldur þetta gullfagra
erindi Gröndals:
Uppi á himins bláum boga
bjartir stjörnuglampar loga,
jrfir sjóinn undurbreiða
unaðsgeislum máninn slær, —
en hvað er fegurð himinsala,
hvað er rós og blómin dala
móti djúpu meyjarauga,
mátt, er allan sigrað fær.
I þessari margnefndu stofu var spilað á kvöldum um jóla- og
nýársleytið — þó ekki á aðfangadagskvöld — og þá oftast eitt-
hvað, sem allir gátu tekið þátt í, — mest púkk.
I þessari sömu stofu voru haldnar tvær veizlur á vetri hverj-
um, eftir að faðir minn varð rektor, allt af kallaðar kennaraveizl-
urnar. Varð að tvískipta þeim hóp, sem skylt var að bjóða, ráð-