Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 18
16
fengn eigi lamað starfsþrek hans né frjósama skáldgáfu. Hann
hélt áfram ritun skáldsagna, ritstjórnarstörfum, ræðuhöldum og
upplestrarsamkomum til dánardægurs.
Meðal seinni skáldsagna hans voru A Tale of Two Cities (1859),
söguleg skáldsaga, sem gerist í Lundúnum og París á tímum
Frönsku stjórnarbyltingarinnar, og Great Expectations (1860—
61), en sögusvið hennar er á æskustöðvum höfundar í grennd við
Rochester. En þótt ólíkar séu um efni, bera þær báðar vitni fast-
mótaðri efnismeðferð af skáldsins hálfu.
Á árumun 1858—59, 1861—63, 1866—67 og 1868—70 ferðaðist
Dickens víðsvegar um Bretland og las upp úr verkum sínum við
mikla aðsókn og ágætar undirtektir áheyrenda, en hann var af-
burðasnjall upplesari, og nutu leikarahæfileikar hans sín þar
ágætlega. Haustið 1867 fór hann öðru sinni til Ameríku, dvaldi
þar fram í apríl 1868, las upp úr verkum sínum fyrir fjölmenni
á mörgum stöðum, og voru viðtökurnar þar eigi síðri en heima
fyrir. Stórgræddi hann á þeirri upplestrarferð sinni, en ofbauð
jafnframt heilsu sinni, eins og síðar kom á daginn.
Milli upplestrarferðanna á árunum 1863—66 skrifaði hann sein-
ustu fullgerðu skáldsögu sína, Our Mutuál Friends (1864—65).
Er hún þjóðfélagsleg ádeila, þar sem höfundur beinir skeytum
sínum að meðalstétt Victoríualdarinnar og þröngsýnum hugsunar-
hætti hennar. Er saga þessi talin eitt af fremstu verkum hans um
efnisgerð og mannlýsingar.
Dickens lét ekki þar við standa. Segja má, að honum hafi ekki
fallið penninn úr hendi fyrri en á dauðastundinni. Árið 1870 var
hann að semja skáldsöguna The Mystery of Edvnn Drood. Nokkr-
inn klukkustundum eftir að hann hafði lokið við sjötta kafla henn-
ar, hneig hann niður í borðstofunni á heimili sínu, og dó morgun-
inn eftir, þann 9. júní. Að dæma af þeim hluta bókar, sem höf-
undurinn hafði lokið við, var þar um að ræða f jölþætta skáldsögu,
slungna ótta og kvíða. Og hvernig, sem framhaldið hefði orðið,
er þar afburða vel úr hlaði farið.
Dickens hafði óskað eftir því, að hann yrði grafinn í grennd
við hjartfólgið heimili sitt, Gad’s Hill Place. En almenningsálitið
krafðist þess, að hinum mikla óg ástsæla ritsnillingi væri feng-
inn hinzti hvílustaður í „Skáldhorninu" í Westminster Abbey, og
skipar hann þar sitt virðingarúm meðal annarra öndvegisskálda
þjóðar sinnar.
Gagnrýnendur eru, hins vegar, ekki á einu máli um það, hvar
skipa beri Dickens til rúms í bókmenntasögunni, og er það gömul