Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 42
40
Þegar W. B. Yeates hitti Synge fyrst árið 1896, þá hafði hann
nýlega komið frá Aran-eyjum, þar sem hann hafði fundið ,,líf,
sem aldrei hafði verið lýst í bókmenntum, andstætt við líf, þar
sem öllu hafði verið lýst.“ Synge fór til Aran-eyjanna að ráði
Yeates árið 1868 og þar fann hann saman komin öll skilyrði til
bókmenntasymfóníu sinnar — líf, sem var sterkt eins og lands-
lagið í baráttunni fyrir að komast af; nakinn bardaga milli manns-
ins og náttúruaflanna og hrynjandi írskrar tungu, sem átti eftir
að koma berlega í ljós í þeirri ensku, sem Synge skrifaði, og ein-
manaleik, þrátt fyrir náin tengsl við eyjarskeggja, sem hóf hann
upp yfir þá baráttu, sem hann lýsti. Aran-eyjarnar og aðrir írsku-
mælandi staðir á Vestur-írlandi urðu bókmenntalegt athvarf
Synges.
Leikrit.
1 hinum frábæra einþáttungi Rider’s to the Sea (1904) skýrir
Synge frá hinni ógnþrungnu, endalausu baráttu eyjanna við hafið.
Gömul kona hefur misst mann sinn og fimm syni í greipar Ægis.
Eini sonurinn, sem eftir er, Bartley, ákveður á óveðursnóttu að
fara yfir til „meginlandsins“ á „currach“ (léttur árabátur, sem
sjómennirnir á Aran-eyjunum nota). Langur skuggi fyrri harm-
leikja hvílir yfir leikritinu og vissan um dauða Bartleys er mót-
vægi.
Synge sýnir á svipaðan hátt og í grískum harmleikjum, hvernig
óumflýjanlegir örlagaþræðir spinnast um soninn, og síðasta hálm-
strá móðurinnar. En það er móðirin, sem að lyktum vinnur bar-
áttuna við örlögin; hún sigrast á þeim einfaldlega með því að
sætta sig við þau.
Meginefnið í Rider’s to the Sea er angistin, sem gegnsýrir bar-
áttu mannanna, en í leikritinu In the Shadow of the Glen (1903)
er þrætt einstigið milli harmleiks og skopleiks. Á yfirborðinu
fjallar leikritið um unga stúlku, sem á aldraðan eiginmann og
hann hefur séð um, að hún hefur það gott fjárhagslega, en hefur
vanrækt andlegar og líkamlegar þarfir hennar. Vegna þessa leitar
hún huggunar 1 faðmi fátæks förumanns, sem er skáld. Harm-
leikurinn, sem skín í gegnum fyndnina í leikritinu er hinn eilífi
harmleikur fallvaltleika og hroka æskunnar og leiðinda ástlauss
hjónabands.
The Tinker’s Wedding var ritað um svipað leyti og tvö fyrrnefnd
leikrit. Það er skrípaleikur um skötuhjú af flökkukyni, sem ákveða
að löggilda samband sitt, sem hefur staðið lengi, með kirkjubrúð-