Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 23

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 23
21 hún hefur hlotið af hálfu gagnrýnenda og hinar miklu vinsældir, sem hún hefur notið, en hún hefur verið mest lesin af öllum skáld- sögum Hardy’s, komið út í fjölmörgum útgáfum, enda er hún löngu orðin sígillt rit í enskum bókmenntum. Heimkoma Heimalningsins er átakanleg harmsaga þungra ör- laga sögupersónanna, og lífsskoðun höfundarins er þar ljósu letri skráð. Má í því sambandi minna á eftirfarandi orð séra Benjamíns í formála hans að þýðingunni, er hitta ágætlega í mark: „Thomas Hardy líkist um margt forfeðrum vorum, er rituðu Islendingasögur. Hjá honum er að finna sömu örlagatrúna, að enginn megi sköpum renna, og að maðurinn sé eins og leiksopp- ur í hendi náttúruaflanna. Og ekki liggur f jarri honum sú hugsun, sem Snorri drepur á í formálanum að Eddu, að fornmenn hefðu trúað því, ,,að jörðin væri kvik og hefði líf með nokkrum hætti, og vissu þeir, að hún var furðulega gömul að aldurtali og máttug í eðli. Hún fæddi öll kvikindi og hún eignaðist allt það, er dó. Fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn og töldu ætt sína til hennar.“ Persónur Hardys eru mjög í ætt við jörðina. Þó búa með þeim ástríður og draumar, sem stundum ná út yfir hana. Og því sterk- ari sem ástríður þeirra eru og draumarnir stærri, þeim mun meiri verður harmleikurinn, því að draumarnir deyja alltaf til jarðar- innar, hún eignast allt það, sem deyr. Bölsýni Hardy’s í skáldsögum hans hefur verið mjög á loft hald- ið, en réttilega hefur einnig verið á það bent, að lífsskoðun hans væri harmræn eigi síður en bölsýn. Grunnt er einnig á samúð hans með sögupersónum sínum, og jafn sálskyggn maður og hann var, sást honum eigi heldur yfir „gullið í mannssálinni“ í þessari og öðrum hinum meiri háttar skáldsögum sínum. Sannleikurinn er sá, að enginn fær lesið þær, og þá ekki sízt Heimálninginn, með þeirri gaumgæfni, sem slíkar sögur eiga skilið, að lesandanum glæðist eigi skilningurinn á sameiginlegu mannlegu eðli, og um leið ríkari samúð með öllum mönnum, þrautum þeirra og þján- ingum, hvar sem þeir heyja lífsbaráttu sína á jörðu hér. Samanburður við frumritið leiðir það í ljós, að þýðing Snæ- bjarnar er gerð af mikilli nákvæmni og vandvirkni, og að sama skapi læsileg vel en ekki hefur það verið auðvelt verk að íslenzka þetta stórbrotna skáldrit, því að hinn jafnaðarlega þróttmikli stíll Hardy’s er eigi alltaf léttur í vöfum, en ósjaldan samanofinn heimspekilegum hugleiðingum. En svo efnismikil og djúpúðug er þessi skáldsaga, að til þess að njóta hennar og meta snilld henn-

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.