Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 33

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 33
31 Stillholti 10, Akranesi, 20. sept. 1969. Kæri Axel Thorsteinsson. Innilega þökk fyrir prýðilegt húsrými í Vísi handa frænku minni í Ameríku og Víkingnum hennar, og er þetta falleg síða . . . Og þá er ekki síður að þakka ljómandi fallegt hefti, Rökkur I, þar sem hver þátturinn er öðrum betri. Það þótti mér afar vænt um. Auðvitað kannaðist ég við sumt úr Eimreiðinni, t. d. Margt dylst í hraðanum. Kaflana um Halldór á Hvanneyri, Einar H. Kvaran og Bjarna frá Vogi þótti mér afar vænt um að fá í sam- hengi, þótt ég væri áður kunnur flestum æviatriðum þessara Þriggja. Halldór heitinn þekkti ég á æskuárum hans, er hann um árabil ólst upp hjá frænda sínum séra Birni Þorlákssyni á Dverga- steini í Seyðisfirði. Og á Hvanneyrarárum hans kynntist ég hon- um árum saman, og við urðum góðkunningjar. — Og við frú Svava vorum góðkunningjar frá ungmennafélögunum . . . Einari Kvaran kynntist ég á æskuárum mínum, og varð honum síðan allnáið kunnugur á efri árum hans og síðustu. Við fyrstu ungmennafélagar sunnanlands og þá sérstaklega hinn afar glæsi- legi og fjölmenni flokkur Ungmennafélags Reykjavíkur urðum samherjar Bjarna frá Vogi og sjálfboðaliðar á vettvangi fána- málsins, en þar var Bjarni um þær mundir eldheitur forgöngumað- ur „hvítbláins“, bæði hjá þingi og þjóð . . . * # * Við stofnuðum U.M.F.R (Ungmennafélag Reykjavíkuð) haust- ið 1906 og allur sá fríði hópur og drengilegi hafði þegar áður heit- ið bláhvíta fánanum fylgi. Og á fyrsta fundi vorum (stofnfundin- um í Bárubúð), sórum við bláhvíta fánanum fylgi sem félagsfána Ungmennafélags Islands — og framtíðarfána þjóðarinnar. Og síðan var stór og fagur ,,hvítbláinn“ dreginn að hún á hverjum fundardegi U.M.F.R. í Bárubúð, í hjarta Reykjavíkur. Þetta mun hafa valdið því, að innan skamms kom Bjarni frá Vogi á fimd til okkar og bar upp það erindi sitt, hvort hann fengi leyfi félagsins til þess að skrá sig sem félaga þess, þótt hann væri hátt hafinn yfir aldurstakmark þess. — Ég var fyrsti formaður U.M.F.R. og kunnugur Bjarna frá Vogi. Þurfti því ekki miklar umræður um málið, og var Bjarni samrausta kjörinn heiðursfé-

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.