Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 14
12
og víðfrægustu skáldsögum hans. Skal það jafnframt tekið fram,
að flestar þeirra voru upprunalega gefnar út sem framhaldssögur
í tímaritum, eins og lýsir sér í ártölunum um útgáfu þeirra.
Charles Dickens var fæddur í Portsmouth 7. febrúar 1812. For-
eldrar hans voru John og Elizabeth Dickens, er áttu lengstum
heima í Lundúnum, eftir að hafa um skeið verið búsett í Chatham
í Suður-Englandi. 1 bókum sínum bregður Charles Dickens upp
litbrigðaríkum myndum af þeim dvalarstöðum frá bernskuárum
sínum, og um annað fram af Lundúnaborg, þar sem hann varð
þaulkunnugur borginni sjálfri, skuggahverfum hennar, hinum
lægri stéttum þjóðfélagsins og hörðum lífskjörum þeirra.
Æskuárin voru honum erfið, eins og einnig er ljósu letri skráð
í skáldsögum hans, svo að um hann má með sanni segja, að „Kjör-
in settu á manninn mark,“ bæði um skapgerð hans og horf við
lífinu. Foreldrar hans áttu löngum í skuldabasli, og varð faðir
hans að sitja um tíma í illræmdu skuldafangelsi í Lundúnum ásamt
fjölskyldu sinni. En Charles, þá aðeins 12 ára að aldri, var sett-
ur til vinnu í skóáburðarverksmiðju, og átti þar illa ævi, er hann
hefur lýst á ógleymanlegan hátt í David Copperfield. En þegar
föður hans tæmdist dálítill móðurarfur, losnaði hann úr skulda-
fangelsinu, og fékk því ráðið, að Charles færi að ganga á skóla,
þrátt fyrir eindregna mótspyrnu af hálfu móður hans, er vildi,
að hann héldi áfram að vinna í skósvertuverksmiðjunni. Særði
þessi mótþrói móður Charles hans ungu og næmu sál dýpra sári
en nokkuð annað, sem hann varð að þola á æskuárum sínum. Stutt
varð þó skólavistin, og þar sem hann hafði notið lítillar skóla-
göngu áður, er það eigi orðum aukið, að öll hans skólamenntun
hafi bæði verið slitrótt og mjög af skornum skammti. En á æsku-
árum hans höfðu foreldrar hans átt nokkurt safn 18. aldar skáld-
sagna, sem Charles litli las af kappi, og höfðu djúpstæð áhrif á
hann og skáldsagnaritun hans síðar. Speglast sá lestur hans í
bókum þeim, er hann lætur Davíð lesa í David Copperfield.
Er skólagöngunni lauk, varð Charles skrifstofudrengur á lög-
fræðingaskrifstofu í Lundúnum, samhliða því og hann lagði stund
á hraðritun, en í tómstundum sat hann við lestur á British Muse-
um, bókhlöðunni miklu, og bætti sér, með þeim hætti, drjúgum
upp takmarkaða skólagöngu sína. Gerðist hann nú fréttaritari
ýmissa blaða í Lundúnum bæði við réttarhöld fyrir dómstólum
borgarinnar og í sjálfu Þjóðþinginu (House of Commons). Kynnt-
ist hann þannig af eigin reynd réttarfari almennt og meðferð mála
á sjálfu þinginu og standa lýsingar hans á hvoru tveggju í skáld-