Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 39

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 39
John Millingion Synge. (1871—1909). Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu írska leikritaskálds- ins Johns Millington Synge (frb. Sing) og hefur þess verið minnzt víða um lönd. Vppvaxtarár. John Millington Synge fæddist í Rathfarnham í grennd við Dublin 16. apríl, 1871. Faðir hans var lögfræðingur og landeig- andi. Maurice Bourgeois, sem ritaði ævisögu Synges, lýsti föður hans sem lítillátum, hugsandi manni, sem tók kyrrð og ró fjöl- skyldulífsins fram yfir skemmtanalíf. Eftir dauða föðurins, árið 1872, fluttist f jölskyldan til Rathgar í Dublin. John sótti kennslu- stundir hjá einkakennurum í Dublin og Bray. Hann fékk snemma áhuga á náttúrufræði og fór gjarnan í langar gönguferðir um Wicklow-fjöllin. Það var í þessu friðsæla og tignarlega umhverfi, að grundvöllurinn að dýrkun Synges á náttúrufegurð var iagður. Árið 1838 hóf Synge nám í Trinity Coilege í Dublin. Hann lauk venjulegu B.A. prófi frá skólanum (lægsta einkunn hans á prófinu var fyrir enskar bókmenntir) og fékk verðlaun fyrir kunnáttu í írsku og hebresku. Ferðalög. Þegar Synge hætti í Trinity ákvað hann að gerast hljóðfæra- leikari. Hann hafði æft flautuleik og var góður píanó- og fiðlu- leikari. Hann var við tónlistarnám í Þýzkalandi í eitt ár, en sneri sér þá að bókmenntum og blaðamennsku í Italíu og París. I mörg leit hann á tónlist, en ekki bókmenntir, sem sína sérgrein og helzta ástæðan til þess, að hann varð aldrei atvinnumaður í tón- hst, var sú, að hann var of taugaóstyrkur til þess að koma fram opinberlega.

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.